Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 12
Sforza-höllin. Mér gekk greiðlega að finna klefa minn, sem var full- ur af fólki, nema sæti mitt við gluggann var autt. Allar hillur voru hlaðnar töskum og pinklum, og svo þröngt að ég hikaði við að troðast inn. En meðan ég svipaðist um, hvar ég gæti komið tösku minni fyrir, reis einn far- þeginn úr sæti, greip tösku mína og tróð henni í einu smuguna, sem finnanleg var uppi undir þald klefans. Og allir virtust einhuga um að hliðra til hver fyrir öðr- um. Andspænis mér við gluggann sat unglingspiltur, nor- rænn á svip, en ekki er ótítt að sjá fólk með því yfir- bragði þar um slóðir, og eru það sennilega minjar hinna fornu Langbarða, sem á þjóðflutningatímum lögðu Pó- sléttuna undir sig, og ber hún síðan heitið Langbarða- land öðrum þræði. Mér datt samt í hug, að vera kynni, að piltur þessi væri Skandinavi, og ávarpaði hann á ensku til að byrja með. En hann svaraði mér á þýzku, og kvaðst geta talað ögn á því máli. Við fórum síðan að tala saman, þótt báðir væru stirðir og hafði ég gagn nokkurt af samræðunum við hann, en hann var Mílanó- búi og ætlaði til vetrardvalar norður í Zug í Sviss. Við hlið mér sátu ung hjón með telpuhnyðru á að gizka 2— 3 ára. Litla telpan gaf ermahnappi mínurn hýrt auga, og vildi gjarna handleika svo glitrandi hlut. Og þegar ég sýndi henni, að mér væri það ekkert á móti skapi, var ísinn brotinn, og innan skamms vorum við orðin mestu mátar. Hún settist á hné mér og hjalaði við mig á barnamáli sínu, og ég raulaði við hana íslenzkar þul- ur og stef, og bæði virtust hin ánægðustu með sam- talið. Foreldrar hennar og hitt samferðafólkið skemmti sér líka sýnilega við þetta, og vorum við öll eins og ein fjölskylda, þótt ekki skildi ég eitt orð af því sem sagt var, nema það litla, sem pilturinn reyndi að þýða. En það gerði ekki svo mikið. Samfylgd þessa elskulega fólks var mér til mikillar ánægju. Nú lá leiðin norður um St. Gotthard. Er það nokkru austar en suðurleiðin. Er farið við endann á Comovatni og síðan norður með Luganovatninu. Fagurt þótti mér um að litast við Maggiore vatnið, en þó er enn fegurra þarna. Fjöllin eru formfegurri, gróðurinn meiri og fjöl- breytilegri. Ekið er upp með Ticinóánni, sem er straum- hörð víða, og öðru hverju hverfur lestin inn í jarðgöng, og loks undir St. Gotthard, en þau göng eru allmiklu styttri en Simplongöngin. Aljög fögur og fjölbreytileg er leiðin norður frá St. Gotthard niður Reussdalinn og síðan norður með Vierwaldstáttervatninu. En þegar þangað kom norður voru fyrstu kvöldskuggarnir að færast yfir, svo að fjöllin stóðu eins og kolsvartar skuggamyndir yfir vatnsfletinum. En þótt þarna sé frítt um að litast, þótti mér þó allt með sviphýrari blæ sunnan í Ölpunum. Dimmt var orðið af kveldi, þegar komið var norður til Zúrich. Ég hafði því lítið um mig, og um morgun- inn, er ég ætlaði að fara að Htast um í þeirri fögru borg, skall á hellirigning, svo að ég sá þann kost vænstan að hýrast heima á hóteU, þangað til tími kæmi til að fara út á flugvöllinn, en þaðan átti að fljúga til Hafnar nokkru eftir hádegi. Tíminn leið og fyrr en varði var ég kominn á loft í þotu, sem bar mig á rúmum klukku- tíma norður til Kaupmannahafnar ,og var það ef til vill mesta ævintýri ferðarinnar. En þar sem ég ætlaði ein- ungis að segja frá sumarauka í Suðurlöndum, er bezt að láta sögunni lokið þar sem þotan lenti á Kastrup- flugvelli um miðaftansleytið 16. september. 128 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.