Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 14
sagt heima, að þarna hefði lengi verið talið „reimt“ og því ekki óeðlilegt, að við mér væri stjakað hálfónota- lega. En hvað sem allri draugatrú eða þjóðtrú líður, þá er þetta einkennilega fyrirbæri úr lífi mínu frá þessum árum, engin þjóðtrú eða skröksaga, svo vel er mér þetta enn í minni, þó ég sjái ekki ástæðu til, að hafa um það fleiri orð. Og nú er bezt að hverfa frá þessum hugleiðingum og halda áfram ferðinni, því að þetta er löng leið og búast má við ýmsum töfum eða snúningum í sambandi við erindið. Ég held fram hjá Þúfnavöllum og Hrólfsvöllum, tveim fornum eyðibýlum, er staðið hafa á miðjum Al- menningum, eða um það bil. Þarna hefur vafalaust ver- ið hörð lífsbarátta, eins og á svo mörgum afskekktum sveitabýlum fyrr og síðar. Bót hefur verið, ef býlin hafa verið byggð samtímis, því að þarna hefur verið stutt á milli bæja, en nóg um það. Ég held fram hjá Almenningsnöf út yfir Dalaskrið- ur, brattar og hrikalegar, en sæmilega greiðfærar, að minnsta kosti yfir sumarið. Ég kem að Adáná, innsta bæ í Dölum, ber upp erindið, en þar eru engar kind- ur innan úr Fljótum. Eftir að hafa þegið góðan beina á Máná held ég út að Dalabæ. Þar fæ ég það svar, að kindurnar munu vera úti á Engidal. Ég held svo áleiðis út að Engidal, sem er alllöng bæj- arleið, er á þeirri leið yfir allstórt og hrikalegt gil að fara, sem mig minnir að væri nefnt Herkonugil. Gil þetta mun vera slarkfært yfirferðar á björtum degi í alauðri jörð, en heldur mun það vera óhugnanlegt yfir að fara í náttmyrkri, og að vetri til getur það orðið ófært með öllu, eftir því sem mér var tjáð. Að Engidal kom ég nálægt miðjum degi og var mér tekið þar opnum örmum og veittur hinn bezti beini. Er ég bar upp erindið, var mér tjáð, að mjög væri óvíst að takast mætti að finna kindurnar, nema með vand- Iegri smölun. Þetta var þó reynt, en bar ekki árangur. Hlaut ég því að fara aftur kindalaus, þótt mér þætti það slæmt. Kvaddi ég nú hið gestrisna og skemmtilega fólk og hélt af stað til baka. Var þá komið undir rökk- ur. Hraðaði ég mér nú sem mest ég mátti, því að ég vildi hafa skímu inn yfir Dalaskriður, sem þó varla tókst. Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en ég var kominn inn að Hrólfsvöllum, eða um það bil. Þegar hér var komið fór mér að berast að eyrum einkennilegt hljóð, sem helzt líktist því að verið væri að hvísla Maggi, Maggi, svo ískrandi ónotalega. Eins og nærri má geta, greip mig allmikill geigur, er ég heyrði þetta hljóð. Hér gat ekki verið um neinn venjulegan mann að ræða, sem gæfi frá sér þetta óhugn- anlega hvískur. Hér hlaut eitthvað annað og verra að vera á ferðinni. Var ekki einmitt líklegt að sjálfur Þor- geirsboli væri hér kominn og þetta óhugnanlega hljóð, sem sagt var að hann drægi jafnan á eftir sér. Ég tók nú að hlaupa sem ég mátti, en því meir sem ég herti hlaupin, því skírara var hið ámáttlega hvískur. Ég hægði því ferðina og hugsaði ráð mitt og þá kom mér í hug frásaga, er ég heyrði í bernsku minni af tveimur myrkfælnum mönnum. Annar maðurinn þóttist sjá stórskorinn og ófrýnilegan náunga rétt á hælum sér, sem reyndist vera hans eigin skuggi. Hinum fannst ein- hver vera að berja í hæhnn á sér, en það reyndist vera laus bót á hans eigin skó, er í hælinn slóst. Báðir þessir menn voru að fram komnir af hræðslu og þreytu, er þeir náðu bæjum, eftir því sem sagan segir. Þannig getur illa farið, ef heilbrigð hugsun kemst ekki að, fyrir til dæmis trylltri hræðslu eða öðru slíku. Ég nam nú alveg staðar og fór að líta í kringum mig, en auðvitað sá ég ekki neitt, sem ástæða var til að óttast. Nú datt mér í hug, hvort ekki væri hugsanlegt að þetta hljóð eða hvískur gæti staðið í sambandi við sjálfan mig, til dæmis mínar eigin hreyfingar. Að rannsókn lokinni kom í ljós, að þetta óhugnanlega hvísl eða ískur, var hvorki frá Þorgeirsbola eða öðrum „afturgöngum", sem til hafa orðið í heimi þjóðtrúar- innar, heldur frá mínum eigin molskinnsbuxum, sem voru nýlegar og allskálmavíðar. Nerust því saman skálmarnar og gáfu frá sér þetta einkennilega hljóð. Ýmsum kann að finnast þessi frásögn ótrúleg, t. d. það, að ég skildi ekki strax átta mig á, hvaðan hljóðið kom. Þessu er því til að svara, að þegar ótti grípur mann, jafnvel af hinum minnstu eða ómerkilegustu ástæðum, kemst heilbrigð hugsun sjaldnast að, fyrr en seint og síðar, eins og fjölmörg dæmi sanna. Eftir að hafa hvílt mig um stund og áttað mig vel á ástæðum, hélt ég heim um kvöldið án frekari viðburða. BRÉFASKIPTI Eðvarð Hallgrímsson, Helgavatni, Vatnsdal, A.-Hún., ósk- ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14— 15 ára. Guðm. Hallgrimsson, Helgavatni, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—13 ára. Steinunn Þorsteinsdóttir, Hafnarbraut 20, Neskaupstað, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15— 16 ára. Jóhanna Axelsdóttir, Mýrargötu 8, Neskaupstað, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—19 ára. Jóhann Heiðar Sigtryggsson, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Rúnar Geirsson, Svalbarðseyri, S.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku 12—14 ára. Ragnheiður Steina Sigurðardóttir, Sólvöllum, Sandgerði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Höskuldur Ragnarsson, Hrafnabjörgum, Arnarfirði, pr. Bíldu- dal, V.-ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldr- inum 17—21 árs. Haukur Elisson, Starmýri, Álftafirði, pr. Djúpavogi, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 14—16 ára. 130 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.