Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 17
A Sprengisandi, séð til vesturs. Hofsjökull í baksýn. rústir Fjalla-Eyvindar eru í jaðri Versins að austan- verðu og þangað stefndum við. Þegar við fórum af baki, barst til okkar kveinandi hljóð og einn gæsarungi kom hlaupandi á harða spretti utan úr mýri. Hvorki var hann hræddur við menn né hesta, enda litlar spum- ir haft af þeim dýrategundum og handsamaði Birgir hann og tókum við af honum mynd. Óttuðumst við helzt að hann yrði fyrir hófum hestanna, því hann skreið alls staðar á milli þeirra, leitandi og kvakandi. Þarna voru rústir af þrískiptri tóft og rann lækur gegn um þá nyrztu. í farveginum var hrúga af hrossa- beinum, flest vom brotin til mergjar, en ófúin. Tókum við þaðan tábein til minja og eigum enn. Við reistum tjald í skyndi, sprettum af hestunum og matreiddum. Var þa klukkan hálftvö eftir miðnætti og ætluðum við að hvíla okkur til klukkan fjögur. Bauðst Helgi til að vaka yfir hestunum, svo ekki þyrfti að hefta þá, því nú áttum við framundan lengsta haglausa áfangann og mikils um vert að þeir gætu fyllt sig vel af grængresinu um nóttina. Þegar piltarnir vom búnir að hreiðra um sig í svefn- pokunum brá ég mér suðumndir kofavegg Eyvindar í einkarannsóknarför. Mér hafði borizt óþægileg njósn af því, að fleiri hefðu gist með mér eitt rúmið á leið- inni en boðnir vom og vildi ég helzt ekki búa við þá samfylgd lengur en þörf krefði. Týndi ég af mér spjar- irnar þar í Eyvindarveri og gerði ýtarlega rannsókn, þótt suddarigning væri á og svait af nóttu. Allt í einu greip mig hlátur. Ég hafði í upphafi ferðar hlakkað mikið til að sjá Eyvindarver og líklega gert ráð fvrir að verða þar upphafin af skáldlegri stemningu með hugann bundinn við örlög útlaganna. Nú var raunveru- leiki kominn í stað draums og stangaðist sú iðja, sem ég þar stundaði, skjálfandi í húminu, illilega við skáld- lega drauma. Klukkan fjögur um nóttina reis Helgi upp innan við tjaldskör, hafði fengið sér blund. Fór hann út að hyggja að hestunum, en þeir voru þá allir horfnir. Stökk hann af stað að leita þeirra. Við hjónin skriðum úr pokun- um og skoðuðum vegsummerki. Sáum við hvar hest- arnir höfðu komizt á slóð sína frá deginum áður og farið mikinn sömu leið til baka. Við gengum á hæðina sunnan við verið og svipuð- umst um. Ekki sáum við bóla á Helga eða hestunum, en þarna var það ókjör fjallagrasa, að þau voru eins og þykkt lag um alla ölduna. Niðri í mýrunum voru yfir- gefin gæsahreiður við hverja tjörn og greinilegt, að þar hefði verið lún blómlegasta gæsabyggð. Klukkustundimar mjökuðust áfram. Einar sagði, að ekki væri ráð að eyða af matvælunum fyrr en við viss- um hvort hestarnir næðust, því ef við þyrftum að ganga til byggða, þá væri það drjúgur spölur og veitti ekki af að fara vel með nesti. Það var eins og við mann- inn mælt. Við urðum svo óskaplega svöng, að við töl- uðum naumast um annað en mat og hvað við skyldum nú borða þegar við kæmum heim úr þessari svaðilför. Þegar klukkan var að verða tíu kom Helgi aftur með alla hestana. Höfðu þeir farið á spretti niður að tjaldi þeirra félaga og Guðmundur vaknað við dyninn. Hélt hann fyrst að nú væru Þjóðverjar að gera á hann loft- árás, en vildi samt verða karlmannlega við dauða sínum og snaraðist út. Munaði það því, að hann fékk stöðvað hestana og haldið þeim á beit, þangað til Helgi kom. Ekki var viðlit að ná nema einum hesti Einars og reið Helgi honum einhesta til baka. Þótti óráðlegt að leggja strax á sandinn eftir þennan aukasprett, en óhætt talið að taka hraustlega til matar síns og var það svikalaust gert. Klukkan tvö eftir hádegi vorum við ferðbúin. Kvödd- um við Helga, sem átti enn á ný fyrir höndum að ganga drjúgan veg, og snerum sjálf frá Eyvindarveri norður á Sprengisand. Við vorum skammt komin út á sandinn, er við sáum eitthvað kvika og reyndust þetta vera gæsir í sárum og ungar í þúsunda tali. Hleypti ég á eftir þeim dálít- inn spöl, en þær stefndu til árinnar og dró lítt saman með okkur. Þetta vor hafði einn maður farið suður sandinn og hresst við vörður. Sáum við slóð hans enn og var það flýtisauki, því vörðurnar eru strjálar og stundum dá- lítið erfitt að átta sig á þeim. Ekki höfðum við lengi farið, er fyrir varð ein af mörgum ársprænum á sand- Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.