Heima er bezt - 01.04.1963, Page 19
Við tókum okkur góða hvíld í túninu á íshóli, en
því hallar að allstóru stöðuvatni. Blæjalogn var á og
tungl speglaðist í vatninu. Angan kjarngresis var eins
og reykelsi eftir dauðan eyðileik sandsins. Frá Ishóli
riðum við í einum áfanga að Mýri, fremsta bæ í Bárð-
ardal og var Fiskiá eini farartálminn, en hún var afar
stórgrýtt og nokkuð mikil.
Við kvöddum þá feðga þegar kom að Mýri, þeir
ætluðu að halda áfram að Vöglum um nóttina. A Mýri
var okkur einkar vel tekið af þeim hjónum Pálínu Jóns-
dóttur og Höskuldi Tryggvasyni, gengu þau meira að
segja úr rúmi fyrir okkur.
Næsta morgun var glampandi sólsldn og hiti. Hösk-
uldi þótti hestar okkar ótryggir vatnahestar og léði
okkur vana hesta til að ríða Skjálfandafljót, því nú
skyldi haldið í Mývatnssveit. Frá Víðikeri fylgdu okk-
ur tveir drengir upp í Grjótárbotna, en þaðan eru
greinilegar götur að Gautlöndum.
Marga stórfenglega útsýn höfðum við séð á þessari
ferð, en enga fríðari en þá, sem við okkur blasti á heið-
inni milli Bárðardals og Mývatnssveitar þennan dýrðar-
dag. Ailt var grasi vafið, hundrað álfta syntu á spegil-
sléttum fjallavötnunum, en í fjarska blánuðu fjöllin með
sínum óteljandi tilbrigðum í formum. Við riðum nokk-
uð greitt eftir djúpum moldargötum og nú hefndist
mér fyrir að hafa skenzað Birgi þegar hann hafði hrot-
ið af baki fyrr á leiðinni. Tvisvar stungust hestarnir með
mig svo rækilega, að ég fór fleiri veltur út í mjúka mó-
ana, því í götunum leyndust djúpar gjótur eftir hol-
klaka vetrarins.
Á Skútustöðum fengum við afbragðs beina hjá frú
Kristínu og séra Hermanni, sem þá sat staðinn. Hann
brást einnig vel við, er við tjáðum honum vandkvæði
okkar, að sumarleyfi okkar væri á enda og tími of naum-
ur til þess að við gætum sjálf skilað hestunum til eig-
enda. Fékk hann aldraðan mann, gamlan ferðagarp, til
að fara með hestana áfram austur, en við snerum til
Suðurlands með bíl.
Frá Galtalæk fórum við 22. júlí og komum að Skútu-
stöðum 28. júlí. Allt þetta ferðalag er mér ógleyman-
legt og jafnvel smáatvik þess eru mér enn jafn fersk í
minni eftir nær tuttugu og þrjú ár og ég hefði farið
ferðina fyrir fáum vikum. Á þessum tíma var ekki far-
ið að ferðast í bifreiðum um öræfin eins og nú. Við
vissum, að engra mannaferða var von eftir að við skild-
um við vini okkar mæðiveikiverðina, fyrr en við næð-
um byggð norðanlands. Við urðum að taka á kröftum
og kjarki, en skammt hefði það hrokkið, ef ekki hefði
notið ráðsnilldar og ferðakunnáttu Einars. Kynnin við
þann gáfaða gleðimann voru ekki sízti þátturinn í ferð-
inni, en ég hafði aldrei hitt hann fyrr en á Galtalæk.
Síðan höfum við ferðast æði víða, en ekkert ferða-
lag skyggir enn, né mun skyggja á endurminninguna
um ferðina norður Sprengisand sumarið 1940.
í janúarblaðinu var birt ljóðið Vegir liggja til allra
átta. Þar er sagt að lagið við þetta litla Ijóð sé eftir Jón
Sigurðsson. Þetta er ekki rétt. Lagið er eftir Sigfús Hall-
dórsson, tónskáld. Er Sigfús Halldórsson beðinn afsök-
unar á þessum mistökum.
I nokkrum bréfum hefur verið beðið um ljóðið: Lít-
ill fugl. Þetta ljóð hefur verið sungið á sömu hljóm-
plötu og ljóðið Vegir liggja til allra átta. Ljóðið syngur
Elly Vilhjálms, en lagið er eftir Sigfús Halldórsson.
Þetta ljúfa, fagra ljóð: Lítill fugl, er eftir skáldið Örn
Arnarson, en það er skáldnafn. Hann hét Magnús Stef-
ánsson og er fæddur í Kverkártungu á Langanesströnd
12. des. 1884. Hann var mikill gáfumaður og sérstætt
skáld. Þekktustu ljóðin eftir hann eru: Stjáni blái og
Rímur af Oddi sterka. Magnús Stefánsson andaðist í
Hafnarfirði 25. júlí 1942, barnlaus og ókvæntur.
Og hér birtist ljóðið:
LÍTILL FUGL.
Lítill fugl á laufgum teigi
losar blund á mosasæng,
heilsar glaður heiðum degi,
hristir silfurdögg af væng.
Flýgur upp í himinheiðið,
hefur geislastraum í fang,
siglir morgunsvala leiðið,
setzt á háan klettadrang.
Þykist öðrum þröstum meiri,
þenur brjóst og sperrir stél,
vill, að allur heimur heyri,
hvað hann syngur listavel.
Sltín úr augum skáldsins gleði,
skelfur rödd við Ijóðum ný,
þó að allir þrestir kveði
þetta sama dírrí-dí.
Litli fuglinn ljóða vildi
listabrag um vor og ást.
Undarlegt, að enginn skyldi
að því snilldarverki dást.
Fyrir nokkru kom á markaðinn hljómplata, sem varð
mjög vinsæl. Öðrum megin var ljóðið: Heyr mitt Ijúf-
asta lag, en hinum megin ljóðið Vertu sæl mey. Ragnar
Björnsson hefur sungið þessi Ijóð á hljómplötu. Ljóðið
Vertu sæl mey er eftir Ása frá Bæ:
Heima er bezt 135