Heima er bezt - 01.04.1963, Page 20
VERTU SÆL MEY.
Við brimsorfna kletta bárurnar skvetta
á húmköldum kvöldum hvítfextum öldum,
sjómanninn laða og seiða.
Slópanir gjalla, skipstjórar kalla,
vélarnar emja, æpa og lemja,
á haf skal nú haldið til veiða.
Vertu sæl mey,
ég kem aftur, er kvöldar á ný.
Gleym þú mér ei,
þó að brimið sér bylti með gný.
Eigir þú yl
handa sjómanni, er sjöstjarnan skín,
þá stendur hann brosandi í stórsjó og byl
við stjórnvöl og hugsar til þín.
í þætti Svavars Gests, sunnudaginn 17. marz, söng
Ragnar Bjamason nýtt ljóð eftir frú Valborgu Bents-
dóttur, sem heitir: Sumarást í Kaupnmnnahöfn. Oliver
Guðmundsson hefur gert lagið.
Og hér birtist Ijóðið:
SUMARÁST í KAUPMANNAHÖFN.
Veturinn þann, sem vorið beið of lengi,
veturinn þann, sem frostið oft var grimmt,
veturinn þann, sem vindur þandi strengi,
veturinn þann, sem lengi var svo dimmt,
fann ég þig vinur frostnótt dimma og kalda,
í fannanna ríki þá spmttu sumarblóm.
Úr gleymskunnar djúpi gleðin brauzt til valda,
á gullstrengda hörpu söng með nýjum hljómi.
' *
Ástir þú vaktir með tónund töfraslyngri,
tregans úr viðjum gaztu hrifið mig.
Fjömtíu daga mér fannst ég vera yngri,
og fegursta ljóðið mitt orti ég um þig.
Að lokum koma hér svo tvö lítil ljóð, sem Haukur
Mortens hefur sungið á hljómplömr. Fyrra ljóðið er
eftir Kristján frá Djúppalæk og heitir Kvöld við læk-
inn:
KVÖLD VIÐ LÆKINN.
Kom þú ungi vin, sjáðu lítinn læk
hvar hann liðast gegnum engi.
Framhjá frjálst og glatt
fer hann létt og hratt
líkur fagnandi ferðalang.
Eins og moldin manns
bíður marinn hans,
hlýr og mildur sem móðurfang.
136 Heima er bezt
Hlusta þú í kyrrð á hans ljúfa lag,
hve Jaað líkist barnahjali.
Bjartra strengja-straum
stillir hann við draum
þeirra kliðandi æsku-óðs.
Aldrei æst né hrjúf
alltaf glöð og ljúf
eru stef þessa Ijóða-ljóðs.
Sjá hve lygnur hans spegla himinbros
eins og hugur æskumanna.
Og hans úði skín
eins og tárin þín
kristal skærri við kveldsins glóð.
Varðveit, vinur minn
sem vatnið, hreinleik þinn,
þá mun ævin þér ávallt góð.
Sjá hann hraða för yfir flúð og stall,
enginn frelsið dýrra metur.
Löng er enn hans leið,
langt mun og þitt skeið,
þó að erfitt sé enn um gang.
Eins og moldin manns
bíður marinn hans,
hlýr og mildur sem móðurfang.
Hið síðara heitir: Bláu augun. Höfundur Ijóðsins er
Ásta Sveinsdóttir. Það er um yndisfagra alþýðustúlku
í Austurstræti. En þar er oft mikið úrval:
BLÁU AUGUN.
Björt voru bláu augun,
sem brostu við mér í gær.
Mér sýndist þau vilja segja:
Nei sjáðu hve jörðin grær.
Nú er sólskin á Suðurlandi
í sveitum, í Reykjavík.
Og ástin er enn í förum
og engu í heimi lík.
Björt voru bláu augun
og broshýr hin unga mær.
Það var óbreytt alþýðustúlka,
og íslenzku hjarta kær.
Hún bar með sér blóma angan.
Hún bar með sér vorsins þrá.
Það var yndisleg alþýðustúlka
og Austurstræti frá.
Fleiri ljóð birtast ekki að þessu sinni.
Stefán Jónsson.