Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1963, Blaðsíða 22
róleg aftur. Hann lagði hönd sína ofan á mína, sem ég kreisti handriðið með. Snertingin sefaði allar þessar æstu hugrenningar mínar. Ég fór aftur að horfa út yfir þorpið og hlusta á hávaðann. Einhvers staðar grét barn, í næsta húsi söng lítil telpa við brúðurnar sínar, en utan af firðinum bárust háværir skellir í vélbát. Það var ein- hver, sem orðinn var heldur seint á ferð af sjónum, og keyrði nú eins og rokkurinn frekast þoldi, máske til að ná sem fyrst í gleðiskapinn. Ég kom með stól út á svalirnar, svo að Björn gæti fengið sér sæti, en hann sagðist heldur vilja leggja sig í dívaninn minn ofurlitla stund, ef hann mætti, og ég hefði svaladymar opnar. Ég breiddi ofan á hann teppið mitt, sem Sara hafði heklað og gefið mér einu sinni. Hann athugaði það vandlega og sagði svo: „Það er mikil litagleði í þessu teppi. Hefur þú búið það til?“ Ég neitaði því brosandi, svo hugkvæm væri ég ekki, að ég gæti raðað öllum þeim litum, sem í teppinu væru, án þess að úr því yrði eintómur hrærigrautur. „Það er að minnsta kosti bæði hlýtt og glaðlegt, sé hægt að segja það um dauðan hlut,“ sagði Bjöm og teygði úr sér með hendurnar undir hnalekanum. Ég skil ekki hvemig ég varð alltaf í návist Bjöms svo kjánaleg og ólík sjálfri mér, feimin og klaufaleg eins og skólastelpa. „Setztu hjá mér,“ sagði Björn. Það hljómaði hvorki eins og bæn né skipun, svo ég stóð kyrr og óviss, hvort ég ætti að hlýða eða ekki. Þá rétti hann höndina í áttina til mín, og eins og af segulafli dróst ég til hans. Það er ekki svo gott að standa á móti því, sem maður þráir heitast af öllu. Hann tók aðra hönd mína og hélt henni milli beggja sinna. Ég sat grafkyrr og beið þess, að eitthvað gerðist. Mér fannst stundin tilvalin til þess, loftið þmngið eftirvænt- ingarfullri spennu, en hann fann það víst ekki. Aður en fimm mínútur vom liðnar, var hann steinsofnaður. Ég sat kyrr og lofaði támnum að skola burt von- brigðunum, en svo blossaði reiðin upp í mér. Til hvers kom hann hingað inn? Hélt hann að einn koss í lófa minn væri mér nóg, hélt hann að ég væri smábarn. Ég stóðst ekki freistinguna, þó ég væri reið, en renndi fingrunum varlega gegnum brúnt, þétt hár hans, sem liðaðist svo mjúklega, fengi það bara að vaxa í friði. Hann þyrfti ekki að fá að vita, þótt ég gerði þetta. Myndi hann fara að hrjóta eins og Hans. Það var nú ljóti ókosturinn á honum! Nei, hann andaði svo létt, að ég heyrði það varla. Ósköp var hann þreytulegur. Ég náði gleraugunum af honum, án þess hann mmsk- aði. Það vora dökkir baugar undir augunum. Ég beygði mig niður og kyssti hann varlega á augun. Þó ég væri reið við hann, gat ég ekki staðist að veita sjálfri mér þá ánægju. Var það vitleysa, að augnalok hans skylfu ofurlítið? En hann bærði ekki á sér, svo hann hlaut að sofa. „Sofðu þá, svefnpurkan þín,“ tautaði ég og stóð upp. Það var ekki um annað að gera fyrir mig en þurrka hann alveg út úr huga mínum, hvernig sem það nú mætti ske. Þegar hann vaknaði, kom hann út á svalirnar þar sem ég sat, og sagði: „Þú ert yndisleg, umhyggjusöm og góð. Ég held þú yrðir fyrirmyndar Iæknisfrú, bara ef þú yrðir löguð ofurlítið til.“ Svo beygði hann sig niður og lagði vanga sinn að mínum, en aðeins eitt augnablik. Þá var hann farinn. En nú sá hann mig varla aftur. Allur hans tími fór í sjúklingana. Þótt veikindin væra í rénum, var samt margt fólk enn veikt. Þannig vrði það, ef ég giftist honum. Fyrst sjúkling- arnir, svo ég. Aldrei hægt að treysta því, að heil nótt liði, án þess hann ytði kallaður út, og auðvitað yrði það alltaf á þeim tíma, sem ég vildi hafa hann hjá mér. Ég reyndi að gera upp við mig, hvort ég gæti þolað það líf? Já, hví ekki eins og aðrar lækniskonur, — og þó. Einn morguninn var eins og allt sneri öfugt. Páll snerti varla á kaffinu og fór strax út, og Anna þurrk- aði tár, sem laumuðust niður hrakkótta kinn hennar. Hvað var að, hvað gat ég gert? Ég heyrði hratt fótatak Björns upp stigann og beið við dyrnar, þar til ég heyrði hann koma ofan aftur. Þá gat ég látið, eins og við hittumst af tilviljun á gangin- um. Hann bauð mér góðan dag og hélt hratt áfram til dyra. Ég hljóp á eftir honum. „Björn, hvað er að?“ hvíslaði ég og greip í handlegginn á honum. Hann horfði á mig andartak, svo þrýsti hann mér fast að sér, svo fast að mig kenndi til. „Hún Dóra er að deyja, og ég verð að fara út í sveit til konu, sem er að ala barn. Og svo er gamall maður veikur inn á Strönd og bam í Vogum. „Ekki geturðu verið á öllum þessum stöðum í einu?“ „Nei, fyrst verð ég að fara til konunnar og líta á hana. Komdu með mér, þá er ég ekki eins einmana, Sóley, gerðu það.“ Ég hljóp upp og hafði fataskipti. Væri honum þægð í nærvera minni þá stóð ekki á mér. Ég sat kyrr í bílnum, þegar Björn fór inn til veiku konunnar. Eftir stutta stund kom hann aftur út, opn- aði bílhurðina og bað mig að koma. Ég hikaði, en hlýddi þó, skelfingu lostin hlustaði ég á, hvað hann var að segja. Hvernig átti ég að fara inn til konunnar, ég sem ekki þoldi að sjá bam sprautað auk heldur meir, en hér var ekkert undanfæri. Björn hélt fast um hand- legg hinn og hálf dró mig með sér inn. „Þú verður að gera það, Sóley,“ sagði hann aftur og aftur. „Þú verður að gera það fyrir mig.“ Fyrir hann, — hvernig gat ég neitað honum, þegar rödd hans hljóm- aði eins og neyðarkall. Ég veit ekki, hve lengi þessi martröð stóð yfir, að- eins hvasst, ákveðið augnaráð Björns hélt mér uppi. Ég gerði það sem hann sagði mér, og eftir því sem hann sagði á heimleiðinni, hafði ég staðið mig eins og hetja. Hann reyndi að útskýra fyrir mér, hvað fótafæðing 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.