Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 25
Ég ætlaði ekki að sofna, en fyrr en varði, seig á mig
blundur. Ég rumskaði við að Björn laut niður að mér
og bauð mér góða nótt. Hann sat þó enn kyrr um stund.
Ég hlýt að hafa steinsofið, þegar hann fór, því ég
hafði ekki hugmynd um, hvenær það var. Um morg-
uninn þegar ég vaknaði og fór að hugsa um atburði
kvöldsins, dauðskammaðist ég mín. Hvað mátti Björn
halda, þegar ég hagaði mér eins og heimskur stelpu-
kjáni í stað þess að vera fullorðin stúlka, eins og ég vildi
þó vera í augum hans — og Hans augum. Eg mundi
víst áreiðanlega eiga eftir að heyra meira frá honum,
en það skipti mig miklu minna máli, hvað hann hélt um
mig. í hans augum mátti ég bara vera stelpu-fíflið.
Dagurinn leið án stórtíðinda. Ég vissi að Hans og
Björn voru að tala saman inni í skrifstofu, en þorði
ekki að reyna að hlusta, auk heldur ónáða þá. Af og til
heyrðist hávær rödd Hans, sem mótmælti, en Björn
talaði svo lágt, að ekki heyrðust orðaskil.
Eftir þetta samtal fór Hans út, fúll á svip, en Björn
þurfti út í sveit á bílnum, og aldrei þessu vant, bauð
hann mér með sér. Ég reyndi að bera höfuðið hátt,
enda þótt ég gæti ekki mætt augum hans án þess að
roðna.
Bjöm talaði um daginn og veginn. Það var skemmti-
legt að hlusta á hann segja frá gömlum sögnum og
þjóðsögum. Það hafði svo sem ýmislegt skeð í þessari
sveit í gamla daga, og hvert kot átti sína sögu, sem
Björn sagði frá á sinn sérstæða hátt.
Þegar við héldum heim aftur, ók Björn mjög rólega.
Langa stund þagði hann, og hrukkurnar á milli augn-
anna gáfu til kynna, að hann glímdi við erfitt vanda-
mál. Loks leit hann til mín og sagði:
„Sóley, ég var að byrja að tala við þig í gærkvöld,
en var ekki búinn. Atburðarásin tók hliðarstökk, sem
ég hafði ekki reiknað með.“ Hann brosti, ofurlítið
glettinn á svipinn, en hélt svo áfram. „En nú langar
mig til að halda spurningunni áfram, Sóley, þú sagð-
ir,
Rétt í þessum svifum kom gömul kona arkandi upp
á veginn og gaf okkur merki um að nema staðar. Hans
hefði bölvað í sand og ösku yfir að vera þannig trufl-
aður, en Björn opnaði bílrúðuna, heilsaði gömlu kon-
unni vingjarnlega og spurði, hvað hann gæti fyrir hana
gert- ,
Já, lofað henni að sitja í til Alftafjarðar. Og ekkert
var sjálfsagðara. Hann fór út, opnaði afturhurðina og
hjálpaði gömlu konunni inn í aftursætið.
„Blessaður læknirinn, hvað hann hefur mikið fyrir
svona garmi,“ sagði sú gamla og þurrkaði svitann af
enni sér með vasaklútnum sínum. Björn hló glaðlega og
spurði, hvort hún væri búin að ganga langt.
„O-nei, ekki er það nú, bara hérna neðan frá Fit, en
ég er orðin svo dæmalaus garmur til gangs og versna
alltaf,“ sagði gamla konan. Síðan lét hún móðan mása
alla leiðina, og Björn lét ekki standa á sér að svara. Ég
steinþagði aftur á móti, mér fannst flest af því, sem
kerlingin sagði, heimskulegt raus og fyrir neðan virð-
ingu Björns að svara henni, en það var ekki að sjá, að
honum leiddist, þvert á móti hló hann oft dátt.
„Og hver er svo þessi fallega ungmeyja?“ sagði kerl-
ingin loks og potaði í öxl mér með einum fingri, rétt
eins og ég væri sýningargripur.
Ég þagði og lét sem ég hefði ekkert heyrt.
„Hún heitir Sóley,“ sagði þá Björn og leit snöggt
til mín.
„Er hún feimin, blessunin?“
„O, nei, ekki hefur borið á því til þessa,“ sagði Björn
glettnislega.
„Hún vill kannski ekki tala við svona hróf eins og
mig, það er varla von, o, jæja, jæja.“ Og gamla konan
andvarpaði, og ég sá í speglinum, að garnla andlitið,
blakkt og hrukkótt, varð svo skelfing raunamætt, að ég
fór að sjá eftir að hafa ekki talað við hana eins og Björn.
Alltaf var ég að gera einhverja vitleysu.
VIII.
Hans tólc mig tali, um leið og ég kom heim. Hann
vildi fá útskýringar á allri minni framkomu. Ég var
ekki í sem beztu skapi og svaraði honum hvefsin, að
honum kæmi ekkert við um mig og gæti því séð mig
í friði.
„Þú lofaðir ....“ byrjaði hann.
„Hverjum skrattanum ætli ég hafi nú lofað?“ hugs-
aði ég, en gat ekki munað neitt og greip fram í fyrir
honum:
„En þú? Hvernig stóðst þú við þín loforð?“
Hans varð hvumsa við. Ég ákvað að láta hann ekki
komast að, heldur æsti mig upp og sagði, að hann héldi
víst, að ég vissi ekki neitt um hann, en þar skjátlaðist
honum illa, — ég vissi margt.
„Elsku góða, vertu nú ekki svona reið,“ bað hann og
reyndi að fá mig til að setjast hjá sér, en ég var nú ekki
alveg á því. Nú gat ég kannski látið hann tala af sér,
væri ég nógu sniðug, en hann sá við mér. Hann viður-
kenndi samt, að hann hefði þekkt fleiri en mig, en ég
gæti varla búizt við, að hann lifði eins og munkur, með-
an ég Iéti tímann líða, án þess að gefa honum ákveðið
svar.
„Gifztu mér, þá burfum við ekki að jagast lengur,“
sagði Hans.
Já, því ekki það? Væri það ekki bezta lausnin. Efa-
laust mundu margar stúlkur vilja vera í mínu mspor-
um, að eiga kost á svo myndarlegum eiginmanni, en
það voru þessi gráu augu bak við stóru gleraugun, sem
aldrei gátu látið mig í friði.
„Nei, Hans, værum við gift, myndum við ékki jag-
ast alla daga, heldur rífast eins og hundar og kettir, og
ég er ekki viss um, að þú hefðir betur, svo þú ættir að
hætta að hugsa um hjónaband með mér!“
„En ég elska þig,“ andmælti hann.
„Innan árs yrðir þú farinn að bölva giftingardegin-
um þínum,“ svaraði ég ertnislega.
(Framhald.)
Heima er bezt 141