Heima er bezt - 01.04.1963, Síða 28
Páli engu. Þá endurtók Páll spurninguna, en ekki eins
blíðlega og í fyrra skiptið. Gvendur svaraði: „Nei.“
„Og áttu ekki bragð, ha?“ sagði Páll og virtist hissa.
„Nei,“ sagði Gvendur, „ég á ekkert bragð.“
„Á ég að trúa því, að þú eigir ekkert á kútnum?“
„Eg á engan kút.“
„Áttu engan kút, ha?“ sagði Palli og var nú allt ann-
að en blíður, „áttu engan kút?“
„Nei.“
„Þú lýgur því. Ég veit þú lýgur því. Það er enginn
svo vesæll, að hann eigi ekki að minnsta kosti tveggja
potta tunnu, enginn svo vesæll, og þykjast vera bóndi.
Þú tímir bara ekki að gefa mér neitt, þú ert svo mikill
grútur, ha! Svo mikill bölvaður grútur. Svona, gefðu
mér nú bragð.“
„Ég er margbúinn að segja þér, að ég eigi ekkert
bragð. Ég hef alltaf annað að gera við mína skildinga
en kaupa fyrir þá brennivín.“
„Allt annað að gera við þína skildinga, segirðu, ha!
Allt annað að gera við þína skildinga! Já, mikil er lítil-
mennskan og aumingjaskapurinn að geta ekki gefið
kunningja sínum bragð, já, manni bústýrunnar sinnar,
ha! Heyrirðu það, loksins þegar hann kemur og er bú-
inn að ganga hringinn í kringum landið og sigla kring-
um jörðina, þá geturðu ekki gefið honum bragð, átt
ekki skildinga til þess. Til hvers áttu skildinga þá? Viltu
segja mér það, ha?“
„Ég á enga skildinga,“ sagði Gvendur.
„Átt enga skildinga? Þú lýgur því. Þú ert ríkur, stór-
ríkur, en samansaumaður. Hvað hefurðu gert við skild-
ingana þína, já, hvað hefurðu gert við þá, ha?“
Nú kom Manga upp með askinn og koluna. Hefur
hún sjálfsagt heyrt eitthvað af því, sem Páll var að
segja:
„Hann hefur til dæmis eytt þeim,“ sagði hún, „til
þess að forða mér og drengjunum okkar frá sveitinni.“
„Ha!“ sagði Páll, „til að forða þér og drengjunum
okkar frá sveitinni, segirðu! Og hver hefur beðið hann
um það, já, hver hefur beðið hann um það, ha?“
Þessu svaraði hvorki Gvendur né Manga. Aftur á
móti snaraði Manga askinum á hné Páli og bað hann
gera sér að góðu; hún hefði ekki annað fyrir hendi í
þetta sinn. Páll þreif liðinn upp úr askinum, bar hann
upp að munni sér, sá að lítið kjöt var á honum, velti
honum fyrir sér, þefaði að honum, hikaði, beit í hann,
tugði, kyngdi, sat litla stund hreyfingarlaus, opnaði svo
munninn og gubbaði ofan á liðinn og í askinn með mikl-
um hljóðum.
Nú gat Gvendur ekki orða bundizt:
„Að þú skulir ekki skammast þín að fara svona með
matinn,“ sagði hann.
„Með matinn,“ stundi Páll, „kallarðu þetta mat? Kall-
arðu þennan andskota mat, ha?“ Svo leit hann á Möngu
og bætti við: „Það væri ekki einu sinni forsvaranlegt að
gefa þetta hundinum, en þér finnst það fullgott í mig!“
„Ég var víst búin að segja þér,“ sagði Manga, „að ég
ætti ekki annað fyrir hendinni. Við átum þetta í kvöld
og okkur fannst það gott. Við áttum ekki von á nein-
um gestum. Það hafa engir gestir komið hingað.“
„Áttuð ekki von á neinum gestum. Svo kem ég, mað-
urinn þinn, og þú kallar mig gest, ha? Þú kallar mann-
inn þinn gest! ímyndarðu þér kannske, að ég skilji
ekki? fmyndarðu þér það?“ og nú hækkaði Páll rödd-
ina. „Þú settir upp hundshaus, þegar ég kom, ég sá það
vel, ójá, ég er ekld svo fullur, ekki svo fullur. Þig lang-
ar víst til að eiga heima í þessum bölvuðum grottakofa
og éta skít, ha? Þig langar til þess. Einhver kona hefði
tekið betur á móti manninum sínum loksins, þegar hann
kemur heim, ójá, einhver kona hefði gert það, segi ég.“
Og nú stóð Páll snöggt upp, án þess að athuga, að hann
var enn með askinn á hnjánum. Valt askurinn á gólfið
með því, sem í honum var. Rann það út um pallinn, en
liðurinn skoppaði fram að uppgangi. Palli skjögraði
eftir liðnum og niður stigann.
„Hvert ertu að fara?“ spurði Alanga.
„Ég ætla að fá mér ferskt loft áður en ég drepst,“
svaraði Palli.
Manga ætlaði að segja eitthvað, en varð nú að sinna
sonum sínum, sem höfðu vaknað við hljóðin og voru
farnir að grenja af miklum ákafa og tala um, að ljótt
úr Illu-Keldu væri komið. Flýtti Manga sér að hugga
þá og bæla þá niður. Tók það hana nokkum tíma. Þreif
hún því næst askinn sinn og liðinn upp af gólfinu, bað
Gvend í öllum bænum að líta eftir strákunum meðan
hún færi ofan, tók koluna og skauzt niður stigann og
inn í eldhús.
Nei, Palli var ekki í eldhúsinu, hafði ekki komið þar.
„Er hann ekki uppi?“ spurði Steini.
„Hann fór ofan rétt áðan,“ svaraði Manga, „ég hélt
hann hefði lent hjá ukkur.“
„Vissi hann, að við vorum hér?“ sagði Steini.
„Æ, ég veit það ekki,“ sagði Manga. „Ég hef víst
ekki sagt honum það, komst víst aldrei að með það.“
„Bara að hann hafi ekki haldið, að við væmm farnir
á undan honum upp að Bökkunum, eins og hann sagði
okkur,“ sagði Steini.
„Auðvitað hefur hann ætt eitthvað út í mvrkrið,“
sagði Dóri.
„Blessaðir farið þið strax á eftir honum,“ sagði Manga,
„og reynið til að fá hann upp að Bökkunum og látið
hann hátta og hvíla sig. Hér getur hann víst ekki hvílt
sig.“
Þeir fóru strax að leita og komu upp að Bökkunum
án þess að finna hann. Og þegar þangað kom var hann
ekki þar. Brynjólfi fannst illa hafa tiltekizt hjá fylgdar-
mönnunum að hafa misst Pál út úr höndunum á sér.
Sögðust þeir hafa verið grandalausir og ekki til hugar
komið, að Páll færi án þess að þeir vissu. Leitað var alla
nóttina. Var Brynjólfur með í leitinni. Allt árangurs-
laust. Fyrir dag var haldið upp að Laugum. Fór Brynj-
ólfur þangað ríðandi á hjónahestunum með Dóra. Kom-
144 Heima er bezt