Heima er bezt - 01.04.1963, Page 29

Heima er bezt - 01.04.1963, Page 29
ust þeir þangað fyrir dagmál. Þar var enginn Páll. Var nú hafin almenn leit um allan hreppinn. Allt til einskis. Páll fannst hvergi. Eitt var víst. Nú var af og frá, að hann hefði komizt út í skip. Hér var þannig háttað, að skip komust ekki nálægt landi, nema stranda. Það var langt síðan, að önnur eins tíðindi og þetta höfðu gerzt í Miklahreppi. Þau voru svo stórkostleg og sérstæð, að ýmsir vildu jafnvel ekki trúa þeim. Þeir vildu vefengja, að Palli hefði nokkum tíma komið. En sú vitleysa var auðvitað óðara kveðin niður. Palh, sem hafði komið á bæi, talað við sjálfan prófastinn og feng- ið meira að segja tvo fylgdarmenn. Þrátt fyrir þessar sannanir voru enn nokkrir, sem leyfðu sér að vefengja söguna. Er kannske ekki margt furðulegt, sem við ber í skammdeginu? Er þá ekki ýmislegt á ferð og flökti? Alenn höfðu það fyrir satt, að hann hefði ekki tekið í hendina á nokkrum manni, því síður kysst neinn, eins og siður var. Nema Möngu. Hana hafði hann kysst. Það báru þeir, Steini og Dóri. Einn af þessum fulltrúum efasemdanna, gömul ltona, hafði komið að máli við Guðrúnu á Bökkunum. Það var sunnudag eftir messu. Guðrún gat ekkert sagt, hvorki til né frá. Palli hefði ekki fengizt til að koma inn á Bökkunum, enginn hefði séð hann á heimilinu, nema Steini. Guðrún virtist vera hlutlaus í þessu máli. Gamla konan spjallaði lengi við Guðrúnu, bað hana tala rækilega við Steina og spurja hann um ýmislegt, er kerling lagði fyrir Guðrúnu. Lofaði Guðrún því. Ekki löngu síðar kallaði Guðrún Steina inn til sín, í norðurenda baðstofunnar. Það hittist þá svo á, að þau voru tvö ein stödd uppi á lofti. „Ivomdu hingað, Steina- tetur og segðu við mig nokkur orð,“ kallaði Guðrún fram til Steina. Og þegar Steini var kominn inn fyrir, þagði Guðrún litla stund, leit svo fast á Steina og sagði: „Ég hef verið beðin um að tala dálítið við þig, Steina- tetur, undir fjögur augu. Ég veit að þú ert stilltur og sannorður og ferð ekki með fleipur. Eg veit að þú ert hæglátur og trúverðugur og óhætt að tala við þig, án þess að þú gerir skimp að eða hlaupir með.“ Eftir þennan formála þagði Guðrún enn um stund og sagði svo: „Þegar þú fylgdir honum Páli suður að Bakkakoti um nóttina, komstu þá nokkuð við hann?“ „Ekki man ég eftir því,“ svaraði Steini. „Heilsaði hann þér ekki með handabandi?“ „Ne-i.“ „Og ekki með kossi?“ „Nei.“ , „Svo þú ert viss um, að þú hafir ekki komið neitt við hann, aldrei snert hann?“ „Eftir á að hyggja, jú, ég man nú, að ég stjakaði við honum, þegar hann ætlaði að flana ofan í einn pyttinn í henni Illu-Keldu.“ „Jæja!“ sagði Guðrún, „svo þú stjakaðir við honum. Hvemig var hann viðkomu?“ Nú skildi Steini ekki, hvað Guðrún átti við. „Ég meina,“ sagði Guðrún, „var hann kaldur?“ „Ég kom ekki við hann beran.“ „Nú,“ sagði Guðrún, og var auðheyrt á röddinni, að hún varð fyrir vonbrigðum. Eftir ofurlitla þögn hélt hún áfram: „Fannst þér hann vera harður viðkomu?“ Steini hugsaði sig um ofurlítið og sagðist ekki hafa veitt því neitt eftirtekt, en þó sé hann ekki frá því. „Var hann rauður til augnanna?“ „Já.“ „Var so!“ sagði Guðrún og lifnaði nú heldur yfir henni. „Glóðu í honum augun?“ „Ekki segi ég það,“ sagði Steini. „En ert ekki frá því?“ „Ég þori eiginlega ekki um það að segja, ég horfði eiginlega aldrei í augun á honum.“ „En þú hlustaðir á hann tala?“ „Já.“ „Og þú manst eftir hvemig hann talaði, þegar hann var á Laugum héma um árið?“ „Já.“ „Fannst þér vera einhver munur á því, hvernig hann talaði nú?“ „Já.“ „Og í hverju var sá munur fólginn?“ „Hann talaði þvoglulegar og stagaðist á sömu orðun- um tvisvar og þrisvar.“ „Já, aldeilis!“ sagði Guðrún og þótti þetta stórmerk- ar upplýsingar. „Svo hann tvítók sömu orðin?“ „Já, oft.“ „Hvernig var hann í framan, var hann rjóður eða fölur?“ „Ég sá það ekki vel. Úti var dimmt, en dauf birtan inni í baðstofunni. Auk þess sneri hann andlitinu þannig, að það var oftast í skugga.“ „Gerði hann það? Gerði hann það af ásettu ráði, held- urðu?“ „Það held ég ekki, hann sneri sér venjulega alltaf að Möngu og þá hittist svo á, að skugga bar á andlitið.“ „Sástu þá aldrei framan í hann?“ „Ojú, og utan á vangann.“ „Nú, jæja. Og var hann þá fölur eða rjóður?“ „Æ, mér sýndist hann fölur, já, alveg náfölur.“ „Hvað segirðu!“ hrópaði Guðrún, „var hann ná- fölur?“ „Ekld gat ég betur séð.“ Eftir nokkra þögn sagði Guðrún og horfði nú enn fast á Steina: „Heldurðu, Steina-tetur, að hann Páll hafi verið þarna sjálfur, ljóslifandi, líkt og þú og ég eram núna?“ „Já,“ sagði Steini, „það held ég.“ „Já?“ endurtók Guðrún snöggt, „ertu viss um það?“ „Já, ég er viss um það.“ „Og af hverju? Mér finnst ýmislegt benda til hins gagnstæða,“ sagði Guðrún. En er Steini vildi ekki fall- ast á það, vildi Guðrún ekki ræða þetta mál meir og sagði Steina, að hann mætti nú fara. Heima er bezt 145

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.