Heima er bezt - 01.04.1963, Page 30

Heima er bezt - 01.04.1963, Page 30
Það fór svo, að réttarhöld fóru fram út af þessum atburði. Var það ekki fyrr en um vorið, að Þórarinn sýslumaður kom að þinga. Þótti hreppstjóra og raunar fleirum, að réttarhöld þessi væru aðeins til málamynd- ar, sýslumaður tæki ekki þetta mál nógu sterkum tök- um, enda árangurinn eftir því. Réttarhöld þessi urðu þó til þess, að enginn gat leng- ur efast um, að Páll hefði verið á ferðinni sjálfur, holdi klæddur, ljóslifandi. Ferill hans varð semsé rakinn alla leið sunnan úr Reykjavík. Hitt var ekki upplýst, hvort hann hefði verið á skipi því, sem hann talaði um við Möngu. Margir létu þá skoðun í ljós, að slíkt væri til- búningur einn, Páll hefði aldrei til útlandsins farið, heldur verið að flækjast hér og þar í fjarlægum lands- hlutum. Þóttust jafnvel sumir hafa frétt til hans fyrir norðan síðast liðinn vetur. Ekkert sannaðist þó þar um. Réttarhöld fóru fram heima hjá hreppstjóra. Þangað voru þau kölluð, Manga og Gvendur, og þar voru þau yfirheyrð. Já, mörg eru sporin þung! Sýslumaður stýrði að sjálfsögðu réttarhöldum, en hreppstjórinn var ritari réttarins. Og þegar hann bar þessa yfirheyrslu saman við réttarhöld, sem fyrrverandi sýslumenn höfðu framkvæmt, þá hristi hreppsyfirvaldið höfuðið. Fyrri sýslumenn höfðu gengið út frá því sem gefnu, að sak- borningar og allir, sem grunaðir voru um eitthvert ódæði, væru raunverulega sekir og þjarmað að þessum ræflum, þangað til þeir þorðu elcki annað en játa. Það endaði jafnan með hýðingu, brennimerkingu eða heng- ingu, um annað var ekki að ræða. Já, þá var röggsam- lega gengið að verki. Það var líka það eina, sem dugði. Það var öðrum til viðvörunar og til sáluhjálpar mann- skepnunni, sem fyrir hegningunni varð, því vafalaust myndi það draga úr kvölunum hinum megin. Svo að í raun og veru gátu allir verið ánægðir. A sinni löngu hreppstjóra-ævi mundi hann ekki eftir nema einu kven- snifti, sem ekki var hægt að koma neinu tauti við. Enda fór ekki betur fyrir henni en svo, að hún hljóp út í eld- hraun og svipti sig lífinu. Það var móðir hans Sveinka þarna á Bökkunum. Ætli það hefði verið nær fyrir hana að játa! Og láta drekkja sér! Þá hefði hún þó ekki fram- ið glæp í dauðanum. Hann vissi bersýnilega ekki, hvað hann var að gera, þessi ungi sýslumaður. Hinir fyrr- verandi hefðu áreiðanlega sett hjónaleysin á Bakkakoti í gæzlu. Það hafði komið fram í málinu, að þau hefðu verið ein með Páli langa stund eftir því sem þeir bæru, Steini á Böklcunum og Halldór á Laugum. Þeir vissu ekki einu sinni, hvað lengi. Þeir vissu ekkert, nema þeg- ar Manga kom inn til þeirra, var Páll horfinn og fannst ekki úr því. Það var enginn að halda því fram, að Manga oe Gvendur hefðu ráðið honum bana. En hver bar ábyrgð á því, að maðurinn fór dauðadrukkinn, eða mik- ið drukkinn að minnsta kosti út í myrkrið, þar sem hann þekkti engar leiðir. Já, hver bar ábyrgð á því? Einhver hlaut það að vera. Var ekki ástæða til að ætla, að þeim hinum sama eða sömu hefðu búið illt í hug? Vissulega var full ástæða til að upplýsa þetta allt betur en hér var gert, og láta þá, sem ábyrgðina báru, sæta tilhlýðilegri refsingu. Þetta var í stuttu máli skoðun hreppsyf irvaldsins. En skoðun Þórarins sýslumanns á þessu máli var önn- ur. Eftir að hafa yfirheyrt alla, sem hér komu við sögu, sagðist hann ekki sjá ástæðu til að láta höfða mál gegn einum né neinum út af því. Að vísu hefði það verið klaufalegt að láta Pál fara einan út í náttmyrkrið eins og hann var á sig kominn, enda hefði enginn gert það viljandi. Konan hefði farið ofan á eftir honum eins fljótt og hún gat komið því við. Bæri að líta á allar aðstæður. Eðlilegt hafi verið, að hugur þeirra Guðmundar og Margrétar á Bakkakoti hafi verið í uppnámi og fát kom- ið á þau, er Páll kom jafn óvænt. Fylgdarmennirnir hefðu sýnt vanrækslu með því að tefja í eldhúsinu. Þó bæri að líta á það, að báðir væru ungir, annar fyrir inn- an tvítugt. Með því að hann var holdvotur og kaldur gat ekki talizt óeðlilegt, þótt hann vildi vinda sig og hlýja sér á meðan hann var að bíða eftir því, að Páll yrði tilbúinn að halda af stað. Enda hafi báðir fylgdar- mennirnir verið fullvissir um það, að elcki gæti komið til mála, að Páll færi án þess þeir vissu. Þegar á allt þetta væri litið sem og hitt, að sami Páll hafi flækst um allt bæði fullur og ófullur í myrkri og óveðri án þess að nokkur hafi þá litið til með honum, þá sagði sýslumaður, að hann sæi ekkert réttlæti í því, að fara að refsa fólkinu, sem væri riðið við þetta mál. Það myndi hvorki verða því til sáluhjálpar né bæta framferði þess hér í heimi. Þegar hreppstjóri hafði heyrt þessa greinargerð sýslu- manns, hafði hann vogað sér að gera þá athugasemd, þó eins meinleysislega og honum var unnt, að sér virt- ist nú að lög, réttur og réttvísi yrði að hafa sinn gang, hvað svo sem réttlætinu liði. Réttlætið, það gæti nú ver- ið teygjanlegt, ef menn vildu aðskilja það frá lögunum. En sín skoðun hafi alltaf verið sú, að lögin væri rétt- lætið, og að annað réttlæti væri ekki til. Það var langt frá því, að sýslumaður reiddist þessari athugasemd hreppstjóra. Hann brosti og sagði: „Ef réttlætið er teygjanlegt, hvað haldi þér þá að lögin séu, Einar hreppstjóri? Eg held að ekkert sé hægt að teygja og toga jafn mikið og þau. Og í þessu máli er ekki erfitt að láta fara saman lög og réttlæti. En það er ekki alltaf. Því er það, að lög eru úr gildi numin og önnur sett, réttlátari, mannúðlegri væri kannske rétt- ara að segja. Því er það, að menn eru jafnvel famir að láta sér detta í hug að afnema sjálfan Stóradóm ....“ Þetta álit hreppstjóra og sýslumanns varð heyrin- kunnugt um allan hreppinn og þótti stórmerkilegt. Varð það til þess, að menn og konur ræddu næstu vikur um lög og rétt, réttvísi og réttlæti. Og með því að þeir töluðu einna mest, sem lítið skyn báru á þessa hluti, gátu myndast út af þessu allharðar orðasennur manna á milli. Engu að síður urðu umræður þessar orsök til ýmis konar heilabrota hjá mörgum manni. Gvendur var einn í þeirra hópi. Var naumast hægt að segja, að hann hugleiddi mál þessi af hlutleysi eða rósemi hugans. Þvert á móti myndi margur hafa talið hann fremur ofsafeng- 146 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.