Heima er bezt - 01.04.1963, Page 33
Jack London: Sonur sólarinnar og Snædrottningin.
Reykjavik 1962. Isafoldarprentsmiðja.
Enn koma tvaer nýjar skáldsögur eftir Jack London í safni
ísafoldar. Það er sama hvernig tízkan breytist, sögur J. L.
halda velli. Frásagnargleði höf., ævintýralegir atburðir og
kuldalegt heiði umhverfisins skapar þeim sömu vinsældir nú
og fyrr. Saltur sjór og helkaldar auðnir Alaska, barátta við
hamfarir náttúrunnar, gullleit og gullæði eru viðfangsefni,
sem ekki fölna, þótt höfundurinn sé löngu genginn fyrir ætt-
ernisstapa.
Hinrik Ottósson: Hvíta stríðið. Reykjavik 1962.
Setberg.
Hér er lýst atburðum þeim, er gerðust haustið 1921, er
stjórnarvöldin létu taka höndum rússneskan dreng úr fóstri
Olafs Friðrikssonar, og flytja hann utan af ótta við næman
augnsjúkdóm. Var um fátt meira talað í þann tíma. Höfund-
ur var i innsta hring atburðanna, og mun hvorki gera sinn
hlut minni, né andstæðinganna betri en efni stóðu til. Frá-
sögnin er fjörug og spennandi, enda kann höf. vel að segja
frá. Og þótt sagan sé ekki hlutlaus, þá kemur vel fram, að
þarna fór saman þröngsýn stjórn og æstir andstæðingar henn-
ar. Og um eitt er bók þessi merkileg. Hún bregður nokkru
ljósi yfir með hverjum hætti kommúnisminn laumaðist inn í
íslenzka verkalýðshreyfingu og sýkti hana þegar frá upphafi,
vegna þess, að forvígismenn alþýðuhreyfingarinnar uggðu
ekki að sér, og þekktu ekki vinnubrögð hins alþjóðlega
kommúnisma, sem höf. var þá fulltrúi fyrir. Þessa sögu má
lesa milli línanna ,og er fengur að, ef verða mætti einhverj-
um til varnaðar.
BRÉFASKIPTI
Herborg Guðmundsdóttir, Húsmæðraskólanum Löngumýri,
Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—19
ára.
Sólrún Konráðsdóttir, Grund, Hrunamannahreppi, Árnessýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—18
ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Karen Ó. Hannesdóttir, Hlíðarenda, Bárðardal, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi.
Aldis R. Hannesdóttir, Hlíðarenda, Bárðardal, S.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—16 ára. Mynd fylgi•
Sigrún Brynja Hannesdóttir, Hlíðarenda, Bárðardal, óskar eftir
bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11—13 ára. Æskilegt
að mynd fylgi.
Sigriður Emilsdóttir, Bræðraborg, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 14—15 ára.
Björg Guðlaugsdóttir, Björk, Fáskrúðsfirði, S.-Múl., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—16 ára.
Þórunn S. Sigurðardóttir, Herðubreið, Skagaströnd, A.-Hún.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—15
ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Júlia H. Viggósdóttir, Grafarbakka, Skagaströnd, A.-Hún., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—17 ára.
Æskilegt að mynd fylgi.
Ólöf J. Smith, Herðubreið, Skagaströnd, A.-Hún., óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—17 ára. Æskilegt
að mynd fylgi.
Maria Jónsdóttir, Holtabraut 27, Skagaströnd, A.-Hún,, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—16 ára. —
Æskilegt að mynd fylgi.
Vísa Látra-Bjargar?
í febrúar-hefti „Heima er bezt“ 1963 er grein eftir
Jón Sigurðsson, Yztafelli, og er þar birt vísa eftir Látra-
Björgu. Þar er hún þannig:
Góður drottinn gæfi þér
göfuga fiska fjóra.
Hann mun kannske hugsa sér
að hafa þá nógu stóra.
í marz-hefti blaðsins er athugasemd við vísu þessa
eftir Martein Ág. Sigurðsson, Gilsá, Vatnsdal, Austur-
Húnavatnssýslu. Hann óslcar þar eftir að heyra meira
um vísu þessa, ef einhver vissi. Hann segir, að í Þjóð-
sösum Torfhildar Hólm sé vísan eignuð fátækum
ónefndum manni. Og sé hún þar á bls. 40, svo:
Guð á himnum gefi þér
geðuga fiska fjóra,
hann mun sjálfur hugsa sér
að hafa þá nógu stóra.
í vísnasafni Jóhanns Sveinssonar frá Flögu, — Höld-
um gleði hátt á loft, — sem kom út 1961, er vísa þessi,
og svo þar:
Guð minn góður gefi mér
geðuga fiska fjóra.
Hann mun sjálfur hugsa sér
að hafa þá nógu stóra.
Loks kemur svo fjórða útgáfan af vísu þessari, þar
sem hún er prentuð í ljóðum Látra-Bjargar á bls. 70.
Þar er sagt að hún hafi kveðið vísuna við bónda á Knar-
areyri, sem gaf henni fjóra fiska:
Góður drottinn gefi þér
göfuga fiska fjóra.
Hann mun, máske, hugsa sér
að hafa þá nógu stóra.
Eins og sjá má af þessu er þessi vísa ein af þeim gömlu
vísum, sem gengið hefur manna milli, og þess vegna
tekið breytingum, eins og þjóðsagan. Um slíkar vísur
er fátt hægt að fullyrða, hvernig þær hafa upphaflega
verið gerðar, og hver er þeirra rétti höfundur, jafnvel
þótt þær séu prentaðar í Ijóðabókum. — Ljóð Látra-
Bjargar eru yfirleitt vel rímuð, en vísa sú sem hér um
ræðir hefur rímgalla í annarri hendingu, þótt að vísu
að það sanni nokkuð, út af fyrir sig, um höfund vísunn-
ar, því alltaf geta verið undantekningar, sérstaklega, ef
sá sem safnar tekur allt sem hann heyrir eignað höf-
undi, þótt misjafnt sé að gæðum. Jóh. Ásgeirsson.
Heima er bezt 149