Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.04.1963, Qupperneq 34
ÚRSLIT í BARNA- GETRAUNNINNI Jæja börnin góð. Eins og ykkur er kunnugt, þá lauk hinni skemmtilegu barnagetraun í febrúarblaðinu, og nú eru úr- slitin kunn. Eins og við var að búast, varð mikil þátttaka í getrauninni, því til mikils var að vinna, og aldrei hægt að vita fyrirfram hver verður svo heppinn að hljóta verðlaun- in, en það getur sannarlega verið ómaksins vert að vera með. Verðlaunin voru að þessu sinni tvenn, önnur handa pilti en hin handa stúlku og að þessu sinni völdum við geysilega fallega handsmíðaða skartgripi, sem hinn viður- kenndi listamaður og gullsmiður Halldór Sigurðsson í Reykjavík smíðaði sérstaklega í þessu tilefni. Skartgripir þessir eru úr silfri með ífelltum mjög fögrum íslenzkum steinum. Stúlkan hlýtur fagurt hálsmen, sem mun verða henni til ánægju og gleði ævilangt. Þessi lánsama unga stúlka heitir Guðfinna H. Stefánsdóttir, Hjalla, Reykjadal, S.-Þing., en pilturinn hlýur samstæða bindisnælu og skyrtuhnappa, sem hann getur verið stolt- ur af hvar sem er. Hinn lánsami ungi maður heitir Eirikur Jónsson yngri, Vorsabæ II, Skriðum, Arnessýslu. Heima er bezt þakkar hinum mörgu ungu lesendum sem tóku þátt í getrauninni, kærlega fyrir þötttökuna, og vonar að þeir hafi haft gaman af að vera með, og óskar jafnframt hinum lánsömu sigurvegurum til hamingju með verðlaunin. Höfundar bókanna sem átti að raða eftir bókaheitum, voru þessir í réttri röð: 1) Jenna og Hreiðar Stefánsson, 2) Hjörtur Gíslason, 3) Gestur Hannson, 4) Thorbjörn Egn- er, 5) Ármann Kr. Einarsson, 6) Jón Sveinsson, 7) Frances Neilson, 8) Vald. V. Snævarr, 9) Walter Scott, 10) Jón Thor- oddsen, 11) Ólafur Jóh. Sigurðsson, 12) Guðmundur Thor- steinsson, 13) Sigurbjörn Sveinsson, 14) Rider Haggard. m sparnaðurinn er mikill með GASCOIG N E Þess vegna ætti líka að vera GASCOIGNE mjaltavélasam- stæða í þínu fjósi, eins og hjá fjölmörgum öðrum bændum víðs vegar um landið, því þá gætir þú einnig stytt mjalta- tímann um allt að 30% — og tíminn kostar peninga. Og hvort þú hefur fleiri eða færri gripi í fjósi þá getur þú auð- veldlega fengið GASCOIGNE mjaltavélakerfi sem hentar þínu búi, og hver veit nema þú verðir einmitt sá lánsami sem hlýtur algjörlega ókeypis GASCOIGNE mjaltavélar að verðmæti kr. 11.500.00 í verðlaunagetraun Heima er bezt, sem birtist í blaðinu um þessar mundir. Að þessu sinni er það 4. hluti getraunarinnar sem þú átt að glíma við, og þessi þáttur er nákvæmlega í sama dúr og undanfarnir 3 þættir. 4. ÞRAUT Að þessu sinni birtum við ó- venjulega mynd a£ núlifandi ís- lenzkri skáldkonu. Þessi skáld- kona hóf ekki rithöfundarferil sinn fyrr en hún var komin á efri /fti ár en hefir samt náð því marki m dnyrw. jgg að verða einn víðlesnasti rithöf- undur íslenzku þjóðarinnar. — Hver er skáldkonan? 4 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.