Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 2
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri Jólin nálgast. Hátíð fagnaðar, ljóss og friðar. Um ald- ir hafa kristnar þjóðir haldið heilög jól með ýmsum hætti. Bæði í hreysi og höll hafa jólaljósin lýst, og söng- ur hefur hljómað jafnt undir lágri súð og háreistum hvelfingum. Mörg eru þau orðin jólaljóðin, sem ort hafa verið á ýmsum tímurn, bæði sálmar og söngvar. Og ekki hafa íslenzk skáld verið eftirbátar annarra í að syngja jólunum dýrð. Finna má jólasöngva í einhverri mynd langt aftur í aldir, þótt þeir sennilega breyti nokk- uð um svip eftir siðaskipti, og verði vafalítið meira per- sónulegir eftir því sem nær dregur vorum dögum. Eitt hið fegursta íslenzka jólaljóð er frá því skömmu eftir siðaskipti, en það er kvæði sr. Einars í Eydölum Af stalliniim Kristí eða Vöggukvæði, með viðlaginu: „Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Ég efast um, að nokkurt íslenzkt jólaljóð sé í senn jafn barnslega ein- falt og innilegt og þetta kvæði, skáldið krýpur niður við vöggu jólabarnsins og flytur því sína dýrustu fórn, vísnasönginn, sem sprottinn er frá hjartarótum þess. En um ieið og sr. Einar kveður sínar látlausu vísur verður honum þó til þess hugsað, að Jesúbarninu sé sungið „lofið og dýrð á himnum hátt“ af hersveitum englanna meðan hann sjálfur hrærir vöggu þess með sínum auð- mjúka vísnasöng: Þér geri eg ei rúm með grjót né tré, gjama læt ég hitt í té, vil eg mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hjá mér kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Og samtímis og vér lesum bænarávarp og lofgerð sr. Einars, finnum vér þar einnig hinn aldraða margra barna föður, sem vissulega hefur oft sinnis sungið börn sín í ró, með léttum ljóðastefjum. Sr. Einar í Eydölum krýp- ur niður við vöggu jólabarnsins sem fullorðinn maður, en mörgum öðrum skáldum verður það, er þau yrkja jólunum dýrð, að hverfa aftur til sinnar eigin bernsku og koma þar sem börn á fund jólabarnsins, og saman við ljóðið til jólanna blandast minningin um móður þeirra og hennar þátt í að skapa þeim jólagleði og kenna þeim boðskap jólanna. Síra Matthíasi verður tíðhugsað til bernskujóla sinna, þegar hann á efri árum yrkir jólaljóð. En um leið hvarflar hugurinn til móður hans. Við hné hennar hlýddi hann fyrst á boðskap jólanna, „meðan kertin brunnu bjart í lágum snúð“. Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál. Aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. Og þótt hann hafi síðan numið margan boðskap og fræði um hálfa öld, verður það allt hismi, bóla, ský hjá þeim fagnaðarboðskap, er hann nam við móðurkné í baðstofunni í Skógum, eða eins og hann segir á öðrum sta^: Leit ég hann fyrst í litlu kerti meinlaust barn við móðurkné. Þá var ljós, ljós, og ég lét mér nægja lítinn stúf, — því mér lýsti Guð. Þegar þetta var ort hafði síra Matthías kynnzt jóla- haldi með stórfenglegum brag, hjá auðugum þjóðum, en hann glotti að því glysi, því að „Guð einn gefur Gleðileg jól“. Hvað mundi hann segja nú blessaður um jólahald þjóðar sinnar. Jón Magnússon lýsir jólahaldi í kvæðaflokki sínum Birni á Reyðarfelli. Þar verður umhyggja og starf móð- urinnar einn meginþátturinn, og vitanlega man skáld- ið þar eigin bernsku, þótt um aðra sé ort: Mamma unnar eigin höndum öllum gjafir sundur rakti. því að vakir margar myrkar nætur móðurhuginn einn í förum. Það er móðirin, sem undirbýr jólahaldið, og hennar þáttur verður þar drýgstur, en undir húslestri föður- ins „Lýsti um bæinn helgi og friður“. Fyrir barna ungum eyrum ómaði mjúkra tóna kliður. Davíð Stefánsson er ennþá ungur maður, þegar hann yrkir hið fagra ljóð sitt Jólakvöld, en hann er fjarri bernskuheimilinu, en þangað leitar hugurinn og vill „Hjartanu orna við hljóma forna og heilagan jólaeld“. Honum verður hugsað til móður sinnar sem gaf hon- urn þann eld „sem ég ennþá í kveld get ornað hjartanu við“ og hann unir nóttinni við að láta mig dreyma um ljósin heima, sem loga hjá mömmu í nótt. Guðmundur Guðmundsson hvarflar einnig heim á bernskuheimilið og segir svo: Svo steig ég með kertið mitt stokkinn við og starði í ljósið við mömmu hlið, hún var að segja okkur sögur af fæðingu góða frelsarans um fögru stjörnuna og æsku hans, og frásögnin var svo fögur. 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.