Heima er bezt - 01.12.1963, Page 4

Heima er bezt - 01.12.1963, Page 4
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Elzta menningarstofnun Akureyrar r Rætt við Arna Jónsson, bókavörð r A rni Jónsson, bókavörður á Akureyri, er fæddur / A í Hvammi í Eyjafirði 28. maí 1917, en ólst að mestu upp á Akureyri. Hann lauk stúdents- prófi á Akureyri 1938 og prófi í forspjallsvís- indum í Reykjavík 1939. Síðan var hann um skeið bæjarstjóraritari á Akureyri og síðan gagnfræða- skólakennari frá 1951. En þá hafði hann um mörg und- anfarin ár átt við vanheilsu að stríða, svo að oft var tví- sýna á lífi hans. Síðan 1962 hefur hann verið bókavörð- ur Amtsbókasafnsins á Akureyri. Á menntaskólaárum sínum var Árni eitt ár í Svíþjóð, dvaldist hann þá við lýðháskólann í Sigtuna og lagði einkum stund á að kynna sér bókmenntir, bæði sam- tíðar og hðinna tíma. En frá ungum aldri hafði hugur hans hneigzt mjög í þá þátt, og var hann þegar á skóla- árum sínum flestum, ef ekki öllum jafnöldrum sínum víðlesnari og fróðari um bókmenntaleg efni. Hefur hann haldið því áfram síðan, og munu þeir ekld margir, sem betur bera skyn á þá hluti en hann, né eru þar fróðari, þó að lítið láti hann yfir sér. Einnig lagði Árni mjög stund á leiklist meðan hann var í skóla, og bæði stjórnaði og lék í skólaleikjum við ágætan orðstír, og leikrit eftir hann hefur verið leikið bæði á Akureyri og í útvarp. En Árni hefur lagt gjörva hönd á fleiri greinir bók- mennta, eitthvað hefur hann fengizt við Ijóðagerð, og árið 1951 gaf hann út skáldsöguna Einum unni eg manninum. Vakti hún athygli allra góðra manna, enda frumleg að efni og meðferð. Og nú um þessar mundir er önnur skáldsaga eftir hánn að koma á markaðinn. Heitir hún Lausnin. í tilefni þess sneri ég mér til Árna og vildi spjalla við hann fyrir Heima er bezt um skáld- sagnagerð hans og skáldskap yfirleitt. En hann svaraði mér því einu, að ef hann ætti að svara nokkrum spum- ingum mínum, þannig að á prent kæmi, þá vildi hann einungis tala um Amtsbókasafnið á Akureyri. Og þar sem ég vissi, að þeim ásetningi Árna, að þegja um sjálf- an sig og skáldskap sinn, yrði ekki þokað, tók ég þann kostinn, sem hann bauð, og má hér sjá árangurinn. Einhvers staðar verðum við að byrja, og segðu mér þá það, sem þú veizt um aldur safnsins. Því miður veit ég iítið um hann. Saga Amtsbóka- safnsins hefur aldrei verið könnuð, og væri það þó þarft verk. Líkur benda til þess, að það eigi bráðum 150 ára afmæli. Færi vel á að minnast þess með því að skrá sögu safnsins. Klemenz Jónsson segir að Stefán Þórarinsson, amtmaður, hafi stofnað Bókasafn Norður- og Austuramtsins, en getur ekki heimilda. Sé það rétt, ætti safnið að vera stofnað um 1820, því að Stefán lézt 1823. Hins vegar segir Kristmundur Bjarnason, rithöf- undur mér, að hann hafi í skjölum Gríms amtmanns Jónssonar fundið heimildir fyrir því, að Grímur hafi stofnað safnið, en ekki hefi ég enn fengið að sjá þær heimildir, en Kristmundur hefur lofað að láta mér þær í té síðar. Að sögn Kristmundar hefur safnið upphaf- lega verið einkafyrirtæki og heitið „Læseforeningen“. Það hefur áreiðanlega í fyrstu verið varðveitt á Möðru- völlum í Hörgárdal, og ef tíl vill hafa bækur þess brunn- ið í staðarbrunanum 1826. Vera má, að það hafi verið til að bæta úr þeim bruna, að safnið fær fyrstu tvítaka bækurnar frá Stiftsbókasafninu (Landsbókasafninu) ár- ið 1828. En vitneskjan um þá gjöf er með elztu heim- ildum um safnið. Ég tel því áreiðanlegt að safnið sé um 140 ára gamalt og því langelzta menningarstofnun, sem nú starfar á Akureyri. En eru nokkrar heimildir um starfsemi safnsins fyrstu áratugina? Enn sem komið er, þá eru þær fáar. Sennilegt er þó, að eitthvað mætti finna, ef einhver hefði dug og tíma til að leita þess. Þó veit ég að 16. maí 1846 hefur Grím- ur amtmaður skrifað innanríkisráðuneytinu danska og tilkynnt, að þar eð hann hafi engan fengið til að varð- veita bókasafnið og annast það, hafi hann neyðzt til að láta bækurnar í kassa og koma þeim fyrir í „et Kjöb- mand Gudmann tilhörende Lokale“. Hér er vafalítið um að ræða flutning safnsins til Akureyrar, og hefur innreið þess ekki verið með neinum glæsibrag, og bæj- arbúar furðu tómlátir um það. Eitthvað hefur þó verið um safnið hugsað, því að fimm árum seinna er á vegum innanríkisráðuneytisins prentuð skrá um bækur safnsins. Heitir hún: Registur yfir Islands Norður- og Austur- Amts Bókasafn. Var hún prentuð hjá Berlingum, en Vilhjálmur Finsen síð- 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.