Heima er bezt - 01.12.1963, Page 5

Heima er bezt - 01.12.1963, Page 5
Arni Jónsson, bókavörður. ar hæstaréttardómari sá um útgáfuna, en þá var hann fulltrúi í íslenzku stjórnardeildinni í Höfn. Alls telur skráin 816 bindi. Eg vona að ég komi því í verlt áður en langt um líður að kanna, hvað er til af þessum bók- um, og væri gaman að varðveita þær í sérstökum skáp. Hvað getur þú svo sagt mér meira um safnið á öld- inni sem leið? Fyrst virðist Andreas Mohr faktor hafa annazt safn- ið, en síðar tekur Ari Sæmundsen umboðsmaður við vörzlu þess. Arið 1863 eru þeir Jóhann Thorarensen, lyfsali, B. A. Steincke, kaupmaður og Jóhannes Hall- dórsson, skólastjóri skipaðir í nefnd, til þess að sjá um safnið, kynna sér ástand þess og gera tillögur um fram- tíð þess. Sennilega er það að þeirra ráði, að Friðbjöm Steinsson, bóksah, tekur að sér bókavörzluna 1866, en þá var safnið um 1000 bindi. Árið 1875 er enn kosin nefnd, til að koma safninu í betra horf. Þá flyzt það í hið nýja þing- og varðhalds- hús bæjarins í Búðargili, og brátt verður það venja, að amtsskrifarinn hafi bókvörzluna á hendi. Þannig var Júlíus Sigurðsson, síðar bankastjóri, bókavörður 1893— 1903. Þú vilt halda Amtsbókasafnsheitinu, þótt ömtin séu löngu horfin? Já hiklaust. Þetta er gott og gamalt heiti. Um 1890 var að vísu orðið „Austur“ fellt úr heitinu, og því breytt í Bókasafn Norðuramtsins, sem raunvemlega er hið eina opinbera heiti þess enn í dag. Þetta heiti hefur unnið sér hefð, og ég er sannfærður um, að safnið á eftir að verða aftur „amtsbókasafn“ eða fjórðungsbóka- safn Norðlendingafjórðungs. Já, kannske fyrr en varir. Það þykir mér gott að heyra að þú trúir á það, og vonandi verður þér að trú þinni, en hvenær hætti safn- ið að vera Amtsbókasafn? Skömmu eftir að ömtin lögðust niður. Árið 1906 verður það formlega eign Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, og er það þá flutt úr Ráðhúsinu í kjallara Samkomuhússins, þar sem það átti heima til 1930. Um þær mundir tóku þau hjónin Jóhann og Guð- rún Ragúels við bókavörzlunni og hafa hana á hendi um 12 ára skeið. Síðan var Brynleifur Tobiasson bóka- vörður eitt ár 1918, en eftir hann Jónas Sveinsson til 1925, að Davíð skáld Stefánsson frá Fagraskógi verður bókavörður, en því starfi hélt hann til 1954, að Sig- laugur Brynleifsson tók við og hélt því starfi til árs- loka 1961. Úr Samkomuhúsinu var flutt 1930 í Gamla barnaskólann (Hafnarstræti 53), þar sem safnið var til húsa til 1948, að það fluttist í núverandi húsnæði í Hafnarstræti 81 A, og er það þá í fyrsta sinn í eigin húsakynnum. Þetta er nú gott og blessað um fortíðina, en vilm ekki segja mér eitthvað um nútíð og framtíð. Hvað á safn- ið nú af bókum? Líklega er bókaeignin nú um 40 þúsund bindi, en ekki verður það sagt með fullri vissu, því að enn vant- ar fullkomna skrá um það. Samning hennar er margra ára verk, en ég vona, að þegar safnið flytur í nýtt hús- næði verði hægt að setja þar upp fullkomna skrá. Er ekki margt góðra og sjaldgæfra bóka í safninu? Vissulega er þar margt dýrmætra bóka, þótt margt Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.