Heima er bezt - 01.12.1963, Side 10
BERNHARÐ STEFANSSON:
Jónsson,
Iþi
aiDingismaour
&
Iinn 17. júní, afmælisdagur Jóns Sigurðssonar
forseta, er þjóðhátíðardagur okkar Islendinga.
Sá dagur var og valinn til lýðveldisstofnunar-
innar árið 1944, beinlínis með tilliti til þess að
það var afmælisdagur Jóns. Engan mann tignum við ís-
lendingar eins og Jón Sigurðsson. Hann var hinn mikli
foringi, sem vísaði veginn fram á við til fulls sjálfstæðis,
þó hann hafi sennilega aldrei hugsað sér að landið yrði
lýðveldi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Aumur er höfuð-
laus her“ segir gamalt máltæki með réttu, en hinu má
heldur ekki gleyma, að liðlaus foringi getur ekki kom-
ið miklu til leiðar, hversu ágætur sem hann kann að
vera.
Jón Sigurðsson hafði góða liðsmenn. Þjóðin fylgdi
honum og kaus yfirleitt fylgismenn hans á þing. Þeir
þjóðkjörnu þingmenn, sem brugðust í því efni, féllu
oftast í næstu kosningum. Það er eftirtektarvert, að
þeir þingmenn, sem oftast stóðu fastast með Jóni Sig-
urðssyni í frelsisbaráttunni, voru aðallega úr tveim stétt-
um manna, sem þó var að nokkru sama stéttin, en það
voru prestar og bændur. Þó Jóns Sigurðssonar hafi ver-
ið allrækilega minnzt að maklegleikum, og svo muni
enn verða gert á hverju ári, þá hefur margra þessara
ágætu liðsmanna hans að litlu eða engu verið getið.
Sjálft tímarit Þjóðvinafélagsins, Andvari, hefur birt
margar ævisögur þingmanna frá dögum Jóns, sem voru
honum og stefnu hans andvígir um lengri eða skemmri
tíma, en tæplega nema eins bónda, sem jafnan var fylg-
ismaður hans á þingi, svo og tveggja presta.
Hér verður nú sagt nokkuð frá eyfirzkum bónda, sem
sat á Alþingi í 30 ár, samtímis Jóni Sigurðssyni og stóð
jafnan við hlið hans í frelsisbaráttunni. Þessi maður var
Stefán Jónsson á Steinsstöðum í Öxnadal. Hann var
fæddur 30. september (í Alþingismannatali stendur 24.
september) árið 1802 á Hlöðum á Þelamörk í Evja-
fjarðarsýslu. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Jóns-
son hreppstjóri og kona hans Þórey Stefánsdóttir frá
Litlahóli í Eyjafirði. Stefán fluttist með foreldrum sín-
um að Espihóli (Stórhóli) 7 ára gamall og síðan að Lög-
mannshlíð í Glæsibæjarhreppi 10 ára. Þar ólst hann
síðan upp og var með foreldrum sínum til fullorðins-
ára.
Ekki hef ég neinar teljandi heimildir um æskuár Stef-
áns, enda munu yfirleitt fara litlar sögur af unglingum
frá þeim tíma. Fullar líkur eru þó til og jafnvel vissa,
að hann hefur notið meiri tilsagnar í æsku, heldur en
þá var títt um bændasyni, sem ekki voru beinlínis settir
til mennta. Hins vegar hefur Stefán sjálfur skrifað
minningar frá æskuárunum. Ekki þó um sjálfan sig,
heldur um hið almenna ástand sem þá ríkti í sveit hans
og án efa víða um land. Þessi frásögn hans birtist í
blaðinu Norðlingi á Akureyri árið 1879. Samkvæmt
henni hefur ástandið verið mjög bágborið á æskuárum
hans. Fólkið svalt og vanhagaði um flestar nauðsynjar.
Orsakir þess hallæris virðast hafa verið tvenns konar:
Hart tíðarfar með hafísum o. s. frv. Af því leiddi gras-
leysi og lítinn heyfeng, en kunnátta lítil til jarðræktar
og verkfæri léleg. Sjávarafli var og lítill, að nokkru
vegna hafísa, og svo vantaði sæmileg skip og veiðar-
færi til sjósóknar. I öðru lagi má með fullum rétti segja,
að þá hafi verið eins konar „móðuharðindi af manna-
völdum“, það er að segja af völdum Dana. Þeir höfðu
verið bandamenn Napoleons í styrjöldum hans, að vísu
að nokkru tilneyddir vegna ofbeldis Breta við þá. Af
því leiddi svo m. a. siglingabann til Islands um tíma og
gífurleg verðhækkun erlendra vara hér. Þegar svo veldi
Napoleons hrundi, varð danska ríkið gjaldþrota og því
fylgdi gífurlegt gengisfall á dönskum seðlum, en þeir
voru einnig gjaldmiðill hér og helzt í höndum almenn-
ings af peningum. Þá keyrði um þverbak með verzlun-
ina, sem var svo til öll í höndum Dana. Utlendar vörur
hækkuðu í samræmi við gengisfallið, en afurðir lands-
manna ekki að sama skapi. Fólkið gat því ekki keypt
nauðsynjar sínar og hreint og beint hungur og vöntun
á öllu, sem hafa þurfti, fylgdi í kjölfarið. Sem dæmi
um ástandið segir Stefán, að hann hafi séð „eitt lík
jarðað kistulaust“. I annað sinn sá hann að „skíðagarm-
ar voru notaðir til viðbótar líkkistu. Og einn hrepp-
stjóri tók það til ráða, að hann lét slá rimla á gafl-
myndir langsum og strengdi svo skinn um, en botn-
fjölin var heil.“ Auðvitað var í bæði skiptin verið að
jarða þurfamenn, en þetta sýnir þó trjáviðarskortinn,
sem þá var. Horfellir á búfé var algengur, enda gekk
heyskapur illa, m. a. sökum þess, að varla fékkst jám í
Ijái né brýni til að hvetja þá með. Matarskortur var
mikill og leið fátækara fólk — en það var margt —
hreint og beint hungur, eða svo hlýtur að hafa verið
með þann matarskammt, sem Stefán segir að hafi ver-
ið algengur meðal þess. Jafnvel á hinum efnaðri heim-
ilum, eins og hjá foreldrum Stefáns, varð að gæta hinn-
414 Heima er bezt