Heima er bezt - 01.12.1963, Page 11

Heima er bezt - 01.12.1963, Page 11
Stefán Jónsson, alþingismaður. ar mestu sparsemi, þó fólk muni ekki beinlínis hafa soltið til skaða þar. Árið 1829 fluttist Stefán að Syðri-Reistará í Arnar- neshreppi og 10. október það ár kvæntist hann heima- sætunni þar, Sigríði Árnadóttur. Svo er að sjá, að þau ungu hjónin hafi ekki hafið sjálfstæðan búskap þá þeg- ar, heldur verið á vegum foreldra Sigríðar, eða búið í félagi við þau. En árið 1833 hefja þau búskap á allri jörðinni og þar bjó Stefán síðan þar til hann flutti í Steinsstaði í Öxnadal, sem síðar segir. Sigríður kona Stcfáns andaðist árið 1851. Þau hjón- in höfðu eignazt 3 börn. Eitt þeirra mun hafa dáið í æsku, en þau sem upp komust voru Árni og Þórey. Ámi var um tíma skrifari hjá Pétri Hafstein amtmanni á Möðruvöllum, en veiktist af „brjóstveiki“ (lungna- berklum?) og dó um þrítugsaldur, ókvæntur og barn- laus. Þórey giftist Áma Hallgrímssyni trésmið. Þeirra börn, sem úr æsku komust voru Stefán, sem lengi bjó á Steinsstöðum í Öxnadal og jafnan við þann bæ kennd- ur. Hann var ókvæntur og barnlaus; María gift Sigurði Jónassyni frá Bakkaseli. Þau bjuggu fyrst á Steinsstöð- um og síðar á Bakka í Öxnadal, áttu 6 börn, en eitt þeirra dó í æsku. Þau hjónin dóu með stuttu millibili á miðjum aldri; Gísli, fór ungur til Ameríku, var ókvæntur en átti eina dóttir. Stefán Jónsson hefur snemma notið álits og tiltrúar bæði valdsmanna og- almenningfs. Hann var um tíma hreppstjóri í Amarneshreppi og árið 1844 var hann skipaður umboðsmaður þjóðjarða (,,konungsjarða“). Því starfi gegndi hann til hárrar elli, eða þar til 1887. Þegar svo Alþingi var endurreist 1843 var Stefán kjör- inn alþingismaður Eyfirðinga og sat því fyrstur manna í því sæti. Hið endurreista Alþingi, sem þá var aðeins ráðgjafarþing og hafði því ekki löggjafarvald, kom ekki saman nema annað hvort ár, í fyrsta sinn 1845. Sat Stefán það þing og 2 hin næstu sem þingmaður Eyfirð- inga. Þegar kosnir voru fulltrúar á þjóðfundinn 1851, 2 fyrir hverja sýslu, náði Stefán þó ekki kosningu í Eyjafirði, heldur voru þeir bræður, Eggert Briem sýslu- maður og Ólafur Briem bóndi á Grund, kosnir fulltrú- ar Eyfirðinga á Þjóðfundinum. Stefán lét þó ekki þetta á sig fá. Þá var ekki sami kjördagurinn um land allt, eins og nú. Eftir var að kjósa í Skagafirði. Stefán brá sér þangað og náði kosningu sem fulltrúi Skagfirðinga á Þjóðfundinum. Þegar svo kosið var á ný til Alþingis 1852 varð Stefán aftur þingmaður Eyfirðinga. Átti hann síðan sæti á öll- um ráðgjafarþingunum, síðast árið 1873, var jafnan end- urkosinn í Eyjafirði. Eftir að stjómarskráin frá 1874 gekk í gildi, gaf Stefán ekki lengur kost á sér til þing- mennsku. Hann var þá kominn yfir sjötugt, þó hygg ég að heimilishagir (sem síðar gemr) hafi valdið meiru um þessa ákvörðun, heldur en aldurinn. Nú víkur sögunni til Steinsstaða í Öxnadal. Rann- veig Hallgrímsdóttir systir Jónasar skálds var svo til jafn gömul Stefáni, fædd 9. nóvember 1802. Þau Stefán hafa án efa þekkst frá æskuárum, því ekki var langt á milli. Rannveig giftist árið 1822 Tómasi Ásmundssyni og bjuggu þau á Steinsstöðum. Þau eignuðust 4 börn. Tvö þeirra dóu í æsku, en þau sem upp komust hétu Hallgrímur og Kristín. Tómas var hinn mesti athafna- maður. Hann byggði upp bæinn á Steinsstöðum, reisu- legar heldur en þá var títt, girti túnið og bætti jörðina á ýmsan hátt. Þóttu Steinsstaðir eitt mesta myndarheim- ili, sem þá var til í sveit. Tómas Ásmundsson andaðist árið 1855. Vorið eftir giftist Rannveig svo Stefáni al- þingismanni Jónssyni á Reistará og fluttist hann þá til hennar í Steinsstaði og tók þar við búsforráðum. Stóð brúðkaup þeirra 21. júní 1856. Þegar þau Stefán og Rannveig giftust voru þau bæði á 54. aldursári. Ræður því að líkum að þau áttu ekki börn saman. En þau ólu að mestu upp Tómas sonarson Rannveigar og kostuðu hann í skóla. Hann varð síðar prestur að Völlum í Svarfaðardal. Fleiri sonarbörn Rannveigar dvöldu og oft á Steinsstöðum. Einnig ólu þau að mestu upp Stefán Árnason, dótturson Stefáns. Stefán var ekki þvílíkur athafnamaður í búnaðar- framkvæmdum, sem fyrirrennari hans, TómasÁsmunds- son hafði verið. Hann var þó hinn mesti þrifnaðar- og reglumaður og hélt öllu ‘prýðilega við á Steinsstöðum, þó hann væri ekki mjög gefinn fyrir nýjungar. Ég hef heimildir frá fyrstu hendi um Steinsstaða- heimilið frá dögum þeirra Stefáns og Rannveigar. Móð- ir mín kom til þeirra vorið 1865, þá 9 ára gömul, og ólst síðan upp hjá þeim til tvítugsaldurs. Sagði hún mér margt frá þessum æskuárum sínum og heimilinu á Steinsstöðum. Er þess þá fyrst að geta, að þar var meiri og betri húsakostur heldur en víðast annars staðar. Stef- án var manna gestrisnastur og konan honum samhent í því, enda var þar stöðugur straumur gesta. Þar gistu Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.