Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 13

Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 13
ÞORSTEINN JOSEPSSON: Feré til Drangeyjar „Út i bláum agisveg una fáir betur. Drangey há og hrikaleg húfu gráa upp setur.“ Pessa vísu hafði ég einhvern tíma heyrt án þess þó að rnuna eða vita eftir hvern hún var. Mér fannst þessi vísa hrein öfugmæli og það á fleiri en einn veg. Ég minntist orða Ásdísar Grettis- móður, er hún sa^ði að sonur sinn myndi enga heiil sækja í Drangey. Áþekk orð lét Þorbjörn öngull sér um munn fara við Gretti, „muntu ills bíða“, sagði hann þegar útlaginn neitaði að hverfa brott úr eynni. Ekk- ert af þessu fannst mér benda til þess að Drangey væri þeim sérstaklega happasæl, sem hana byggðu eða sæktu heim. Auk þess vissi ég mýmörg dæmi um slysfarir úti þar og loks hafði ég illan bifur á uppgöngunni, sem margir höfðu lýst fyrir mér sem glæfralegu einstigi. Það síðastnefnda hafði ráðið mestu um það að mig brast kjark til Drangeyjarfarar. Hafði meira að segja allt að því strengt þess heit að þangað upp skyldi ég aldrei fara. Lífshræðslan var mér í blóð borin. Svo skeði það einn góðan veðurdag í vor, að lífshræðslan var í einni svipan horfin úr búk mínum og sál. Hvernig á því stóð veit ég ekki. Ég fann það aðeins að ég þorði að ganga upp á Öskjuhlíð án þess að hafa sigkaðal og annan öryggisútbúnað meðferðis, og þorði að ganga yfir Laugaveginn án þess að biðjast fyrir áður og meira að segja gat ég staðið úti á svölunum heima hjá mér án þess að finna til lofthræðslu. Voru þær þó fulla tvo metra frá jörðu. FÓR TIL SIGLUFJARÐAR. Um líkt leyti og undur þessi öll skeðu barst mér boð norðan úr landi um flutning og fylgd út í Drangey. Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.