Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 14
Hinar illrœmdu flekaveiðar við Drangey. Flestir fuglarnir eru dasaðir orðnir og hreyfa sig ekki, þótt að þeim sé komið, en lengst til hægri eru tveir eða þrir fuglar enn i fullu fjöri og berjast um og busla. Það eru þeirra siðustu fjörbrot. A bak við sér d duflin sem flekinn er festur við. Það boð gat ég ekki afþakkað eins og á stóð. Því var það, að ég bjó mig út með nesti og nýja skó og lagði leið mína til Siglufjarðar, en þaðan skyldi farkosturinn til Drangeyjar gerður út. Þótt komið væri til Siglufjarðar leit á engan hátt byr- lega út með framhald ferðarinnar. Eg beið dag eftir dag að veður batnaði. En það batnaði aldrei. Eilíf suðvest- an átt með stinningskalda og allt upp í rok. Þá er ólend- andi í Drangey. Svo kom að því að ég var steinhættur að hugsa um Drangeyjarför, hugsaði um það eitt að komast heim til Reykjavíkur, en þá var það heldur ekki hægt. Siglufjarðarskarð lokað og einu skipaferðirnar, sem til greina komu, voru með flóabátnum Drang til Sauðárkróks. En Drangur tók stefnuna beint út í hafs- auga og sigldi til Grímseyjar, þegar hann átti að fara til Sauðárkróks. Þangað átti ég ekkert erindi og Gríms- ey var — þegar öllu var á botninn hvolft — enn afskekkt- ari staður en nokkurn tíma Siglufjörður. Löngu nokkuð eftir að síðasti vonarneistinn var fjar- aður út um að ég myndi nokkru sinni komast til Drang- eyjar, var ég allt í einu rifinn upp úr rúminu kl. 2 um hánótt og mér skipað að hypja mig í buxurnar. Suð- vestanáttin hafði skyndilega snúið baki við Drangey og það tækifæri mátti ekki láta ganga úr greipum sér. STALDRAÐ í MÁLMEY. Klukkustundu síðar vorum lagðir af stað, fimm sam- an í stórri og góðri trillu og höfðum litla skektu um borð til að róa á henni til lands hvort heldur væri í Drangey eða annars staðar, sem okkur fýsti. Okkur sóttist ferðin vel. Eg hef aldrei séð sléttari sjó og það var eingöngu í kjölfari bátsins, sem gárur mynduðust. Við höfðum nokkra viðstöðu í Málmey, rerum í land og skoðuðum eyna. Elún er stór og gróðursæl og út- sýn er þaðan mikil og fögur. En hana skortir glæsileik og hrikaleik Drangeyjar og þess vegna dveljum við að- eins skamma hríð í Málmey og höldum í áttina til klettaeyjunnar fögru, sem bíður framundan böðuð í árdegissól. Það tók okkur um þrjá stundarfjórðunga að fara milli eyjanna. Vegalengdin sýnist skemmri en hún í rauninni er. Við getum cldci slitið augun af þessum sæbratta vegg, sem báturinn okkar stefnir á. Elann heillar. Þegar Vest- mannaeyjar eru undanskildar er Drangey fegursta eyja á íslandi. STÓRBROTIN ÍÞRÓTT. Við erum komnir um það bil mitt á milli Málmeyjar og Drangeyjar, þegar einn félagi okkar þrífur sjón- aukann, horfir skamma stund yfir til Drangeyjar og kveðst ekki betur sjá en verið sé að síga í berginu. Sjón- aukinn gengur mann frá manni og allir virða þessa undarlegu sýn fyrir sér. Sig er stórbrotin íþrótt, krefst leikni, fjaðurmagns og dirfsku. Það var furðulegt að sjá manninn spyrna sér frá berginu, slöngvast að því aftur og ná fótfestu einhvers staðar á tæpri syllu, þar sem Séð frá Uþpgönguvik til lands. Tindastóll til vinstri. 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.