Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 16
Drangeyjarbjarg. unnt myndi að finna upp einhverja þá aðferð, sem fengi fest fuglinn við tréð. Flekaveiðar byrjuðu oftast 4—5 vikur af sumri og stóðu a. m. k. fram í 12. viku sumars, stundum lengur, jafnvel framundir slátt. Lengst af var bæði fugl, og egg, sem aflaðist við Drangey, eign Hólastóls. Miklu meiri var eftirtekjan talin af flekaveiðunum heldur en við bjargsigið. ÓÞRIFALEGAR KVEÐJUR. Litlar heimildir eru um magn fugla- og eggjatöku við Drangey fyrr en á síðustu áratugum. Þorvaldur Thoroddsen getur þess að árið 1893 hafi nær 162 þús- und fuglar veiðzt við Drangey, en tveim árum síðar aðeins 47 þúsund. Hver eftirtekjan hefur orðið hin síð- ustu ár er mér ekki kunnugt um, en vafalaust mjög miklu minni en áður. Bæði er það að flekaveiðar eru ekki stundaðar af sama kappi og áður, enda færri um það, svo líka hitt að fýl hefur fjölgað ört í Drangey síðustu áratugina og það hefur fælt svartfuglinn í burt. Samlífi svartfugls og fýls hefur aldrei verið gott. Svart- fuglinn er einn þrifalegasti fugl sem um getur, en fýll- inn hins vegar sá sóðalegasti. Einkum kvarta sigmenn- irnir undan fýlnum þegar hann gubbar lýsinu upp úr sér framan í mennina. Þykja það óþrifalegar kveðjur. Framhald. Kerlingin séð frá annarri hlið. um hans, þannig að hann situr fastur áður en varir. Áð- ur var það venja að skilja einn fugl eftir hverju sinni og var honum ætlað það hlutverk að lokka aðra fugla til sín á flekann. Þessi fugl var kallaður bandingi. Nú mun lögum samkvæmt vera bannað að hafa bandingja á flekunum og við skulum vona að því lagaákvæði sé hlýtt. Hins vegar sé ég ekki að það skipti nokkru meg- inmáli, hvort þessi eini fugl er Iátinn kveljast lengur eða skemur á flekanum á meðan flekaveiðar eru yfir- leitt leyfðar. Aðferðin öll er í einu orði sagt hroðaleg. Verst af öllu er þó þegar hvassviðri kemur á. Þá er ekki unnt að vitja um flekana, jafnvel ekki dægrum eða dögum saman, fuglamir drukkna, þeir svelta, stundum slitna fæturnir af þeim eftir snörurnar eða þá að gráðug veiðibjalla ræðst á varnarlausan fuglinn og rífur hann á hol. Þótt veður sé sæmilegt eru oft harðir straumar, ýmist svokallað austur- eða vesturfall, við Drangey og þeir draga fleka-niðurstöðumar oft og einatt á haf, þannig að fuglinn drukknar. UPPFINNING HÓLAMANNA. Sagt er að það hafi verið Hólasveinar, sem fundu upp flekaveiðina. Sáu þeir tré eitt á relti við Drangey og var þéttsetið svartfugli. Kom þeim þá til hugar að 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.