Heima er bezt - 01.12.1963, Page 18
að koma að bænum um 40 manns, er komu til að hitta
þau hjón og fagna þeim.
Hallgrímur var mikill gleðimaður og er hann átti
heima í hreppnum, var hann hrókur alls fagnaðar, þar
sem hann mætti á gleðisamkomum. Hann var glímu-
maður ágætur og dansmaður miltill.
Austur á kirkjuhólnum í Saurbæ var þinghús hrepps-
ins. Byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Þegar dansað var
þar í fyrsta sinn eftir að það var byggt, var Hallgrím-
ur þar og hann og dama hans voru þau fyrstu, er tóku
dansspor á því gólfi. Norðan við húsið var glímuvöll-
ur góður, er mikið var notaður, þegar ég var að vaxa
upp. Þar hafði Hallgrímur farið í marga bröndótta og
lagt margan sveitunga sinn á fallega teknu klofbragði
eða góðum mjaðmarhnykk.
Nú er Hallgrímur var kominn að Saurbæ minntist
hann margra atvika, er höfðu gerzt á kirkjuhólnum í
„gamla daga“, og hann gekk með sveitungum sínum,
er þama voru mættir, austur á hólinn. Fagurt útsýni er
á hólnum, sést bæði suður eftir öllu og alla leið að
Tjörnum, syðsta bænum í dalnum, og norður á nyrzta
bæ hreppsins, Öxnafell.
Ekki var farið í glímu, aðeins rætt um hana, enda
var þá svo komið að lítið var um glímumenn er voru
í æfingu. En það hafði einhver náð í harmoniku, og
nú var gengið inn í þinghúsið og dansaðir þar nokkrir
dansar. Hallgrímur sýndi þá, að enn kunni hann að
taka falleg dansspor. Fjörið var enn það sama og áður,
þó hann væri nú orðinn 42 ára. Hann sveiflaði dömu
sinni léttilega í dansinum, eins og fyrr á árum.
Þegar Hallgrímur átti heima í Djúpadalnum, Syðra-
Dalsgerði og Hvassafelli, smalaði hann kvíám, bæði
fram á Hvassafellsdal og í Hvassafellsfjalli.
Þennan sunnudag, er þau hjón komu í Saurbæ, var
þungbúið loft og hafði sól ekki sézt um daginn. En er
menn gengu út úr þinghúsinu frá dansinum rofaði til
í vestri og sólin hellti geislum sínum yfir fólkið á hóln-
um og alla sveitina. Man ég vel hvað Hallgrímur gladd-
ist innilega yfir því að fá að sjá sveitina sína í sólar-
flóði, nú þegar hann var að kveðja. Enda var því lík-
ast sem Djúpadalssólin væri að blessa smalann sinn með
geislum sínum.
Þá er þau hjón riðu úr Saurbæjarhlaði fylgdi þeim
stór vinahópur, er reið með þeim norður undir Djúpa-
dalsá. Þar var stigið af baki og þau hjón kvödd. Þau
voru ekki kvödd með háværum ræðum eða glymjandi
húrrahrópum. En þau voru kvödd með hlýjum hand-
tökum og hjartanlegum kveðjuorðum. Og það er víst,
að hugheilar óskir sveitunganna um bjarta og gleðiríka
framtíð fylgdi þeim hjónum. Saurbæjarhreppsbúum var
það Ijóst, að hér voru að kveðja hjón, sem höfðu ver-
ið og mundu verða sómi Eyfirðinga.
Og það er svo enn í dag, að sólskin kemur í hug
hinna gömlu Eyfirðinga, er þeir minnast Hallgríms
Kristinssonar. Svo björt og hugljúf er minningin um
þann starfsglaða og mikilhæfa drengskaparmann.
Draumur Helgu
Framhald af bls. 413. ---------------------------
Og niðurlagið þannig:
„Hefur nú umboði
ævi sinnar
skörungur skilað
á skapadægri.
Lærið lífsspeki
lýða synir,
sanngöfugs manns:
fyrir satt og rétt.“
Ekki mundi ég bæta um þessi orð séra Matthíasar, þó
ég lengdi þetta mál. Læt ég því staðar numið.
Ritað 17. júní 1963.
Stefán Jónsson . . .
Framhald af bls. 416. ----------------------------
ingum og ég hafði skilið við mig áður. Og án þess mér
væri Ijóst, hvernig það gerðist, var ég kominn aftur í
minn gamla líkama.
Hvílík viðbrigði!
Saga Sigurðar er ekki lengri. Ég hefi enga ástæðu til
að rengja frásögn hans, en hvort hér hefur verið um
verulegar sálfarir að ræða, eða þetta hafi aðeins verið
draumur, skal ég engan dóm á leggja. Lýsingin á ferð
hans um himingeiminn virðist mér bera talsverðan
keim af „Úraníu“ Flammaríons, sem ég tel víst, að
Sigurður hafi verið búinn að lesa, áður en þetta kom
fyrir hann. Getur svo hver sem kynni að lesa línur
þessar, metið þær eftir eigin geðþótta.
BRÉFASKIPTI
Anna Björg Kristbjörnsdóttir, Eiríksbúð, Arnarstapa, Snæfells-
nesi, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14
—16 ára.
Hildur Inga GuÖmundsdóttir, Brjánslæk, Barðastrandarsýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 14—16
ára.
Jón Kristinn Ingui Eiriksson, Þverá, Skíðadal, Eyjafjarðarsýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—17
ára. Mynd fylgi.
Dagný Hannesdóttir, Kristin Þórarinsdóttir og Björg Bjama-
dóttir, allar í Kvennaskólanum á Blönduósi, óska eftir bréfaskipt-
um við pilta á aldrinum 18—21 árs.
422 Heima er bezt