Heima er bezt - 01.12.1963, Side 20

Heima er bezt - 01.12.1963, Side 20
Hann var að vísu brokkari, en viljugur og ágætur ferðahestur. Er til mynd af föður mínum á Dreyra frá þessum árum. En þó að foreldrum mínum liði að mörgu leyti vel í Hamarsseli, ákváðu |>au þó að flytja þaðan eftir átta ára veru þar. Fyrir því munu hafa verið ýmsar ástæð- ur. En tvær eru mér kunnar. Vorið 1906 misstu þau margt fé í fjárskaðaveðri og urðu þannig fyrir miklu tjóni. Og þá mun faðir minn hafa verið farinn að þreyt- ast á göngunum og erfiðri fjárgæzlu. Vorið 1908 fluttu þau að Borgargarði við Djúpavog, og tók faðir minn þar við bústjórn fyrir Stefán Guð- mundsson, verzlunarstjóra á Fáskrúðsfirði, sem átti jörðina. Jafnframt hafði hann allmikið bú sjálfur. Var það aðeins sauðfé, sem hann hafði fyrir Stefán og hirti fyrir hann dún úr tveimur eyjum, sem fvlgdu jörð- inni. I Borgargarði voru foreldrar mínir í sjö ár. Fjár- hagsleg afkoma þar var þeim fremur erfið. Stafaði það meðal annars af því, að afurðir sauðfjárins urðu lélegri þar en í Hamarsseli og að sumu leyti af miklu fóllts- haldi og mikiili gestakomu. En Stefán græddi á sínu búi. Verið getur að í þessu felist nokkur mannlýsing á föður mínum. Annars vegar trúmennskan fyrir því, sem honum var falið á hendur, hins vegar það, að hann vildi greiða fyrir öllum, en hugsaði minna um eigin hag. Eitt kom enn til. í Borgargarði vandist faðir minn á vínnautn, og var háður henni um tíma meira en góðu hófi gegndi. En eftir að hann flutti frá Borgargarði losnaði hann algjörlega við þennan veikleika sinn. Vera má, að það sé vegna minninganna frá þessum árum, að ég hef alla ævi verið ákveðinn bindindismaður. Hins vegar eignaðist hann marga góða vini á Djúpa- vogi eins og Ólaf Thorlacius, lækni á Búlandsnesi, séra Jón Finnsson, Ingimund Steingrímsson, Sigurð Berg- sveinsson í Urðarteigi og marga fieiri. Hélzt vinátta við þessa menn til æviloka. í Borgargarði fæddist yngsta barn foreldra minna, Solveig Þórlaug, 29. júní 1911. Þar dó einnig Margrét föðuramma mín 13. ágúst 1913, 86 ára að aldri. Hún var rúmföst síðustu árin. Og enn breyttu foreldrar mínir um jarðnæði. Eg hygg, að faðir minn hafi verið í eðli sínu breytinga- gjarn og viljað leita eftir öðru betra. En hann var eng- inn fésýslumaður enda eignalítill lengst af. Vorið 1915 fluttu foreldrar mínir frá Borgargarði og nú aftur frá sjó. Ég hygg, að þau hafi kunnað bezt við sig á dalajörðum. Fluttu þau nú að Dísastöðum í Breið- dal. Keypti faðir minn húsin á jörðinni fyrir 1000 krónur, en tók jörðina á leigu. Eigandi jarðarinnar var Árni Björn Árnason á Dísastaðaseli, en fráfarandi ábú- andi var Erlendur ísleifsson bróðir Jóns vegaverkstjóra á Eskifirði. Var Erlendur völundur í höndunum. Dísastaðir eru í miðjum Suðurdalnum, og eru nú komnir í eyði. Ofan við bæinn gnæfir Ásunnarstaða- fellið, en Bláin blasir við sunnan við Breiðdalsá, sem fellur rétt fyrir neðan túnið. Eftir hörðum bökkunum sunnan árinnar var þeyst á gæðingunum á þeim tíma. I Blánni áttu bæir beggja megin árinnar engjar. En í fjallinu á móti gnæfðu fagrir tindar, svo sem Kvensöðl- ar, Randólfur og Slöttur. Það var tekið hlýlega á móti okkur í Breiðdalnum. Nágrannamir urðu fljótt vinir okkar. Má þar einkum nefna næstu nágranna Jón Halldórsson og Guðbjörgu Bjarnadóttur, ljósmóður á Hóli og Baldvin Björnsson og ÁLheiði Bergsveinsdóttur á Framkleif. Minnist ég þessara hjóna og annarra vina okkar frá þessum árum ætíð með hlýju. Okkur leið vel á Dísastöðum, þó að fjárhagsafkoma væri fremur erfið, eins og algengt var um þetta leyti. Byggðar voru hlöður og útihús og skepnum fjölgað. Fyrstu árin höfðu foreldrar mínir vinnumann og vinnu- konu, þar til við börnin fórum að stálpast. Og nú var faðir minn laus við vínið, enda var þetta á bannárun- um. Hann var einn af þeim, sem losnaði við það með banninu. Ekki var að sjá, að hann saknaði þess neitt. Undi hann vel í smiðju sinni, þegar tóm gafst milli verka við að smíða amboð og undir hestana, því að hann var smiður bæði á tré og jám og eftirsóttur í byggingavinnu. Hann var bæði hagvirkur og mikil- virkur. í bændabrag Bjöms Björnssonar frá 1917 fékk faðir minn þessa vísu: „Víða er hér velkynntur, verkamaðurinn hraði. Sonur Þórðar Sigurður situr Dísastaði." Þetta tvennt, að faðir minn hafi verið vel kynntur og góður verkmaður hygg ég hafa verið sannmæli. Einhverjum trúnaðarstörfum gegndi faðir minn í Breiðdal eins og í Geithellahreppi. Meðal annars var hann í hreppsnefnd síðustu árin. En ekki hygg ég, að hann hafi beitt sér þar fyrir miklum nýmælum. Hann hafði ekki mikinn áhuga fyrir sveitarmálum. En bókhneigður var hann og fylgdist vel með því helzta, sem út kom í þá daga. Hann var félagsmaður bæði í Bókmennta- og Þjóðvinafélaginu og hafði ánægju af sögulegum fróðleik. Hann var hagmæltur og gerði lausavísur við einstaka tækifæri, en fátt af þeim vísum hefur varðveitzt. Á Dísastöðum bjuggu foreldrar mínir í 6 ár og eig- um við börnin góðar minningar frá þessum árum. Þó var alltaf nóg að starfa. Var unnið af kappi við hey- skapinn á sumrin, og fékkst oft mikið hey, því að engj- ar eru góðar í Breiðdal. Á vetrum gætti ég fjár með föður mínum og smalaði flest árin. I minningunni er sérstakur bjarmi yfir þessum árum, þar sem við vorum saman að verki, fyrir það, hversu samrýndir við vor- um. En brátt bar að höndum mikið vandamál. Eftir ferminguna hneigðist hugur minn til bókar og lærdóms og langaði mig að komast í skóla. Ekki gat heimilið kostað mig. En faðir minn vildi stuðla að því, Framhald á bls. 428. 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.