Heima er bezt - 01.12.1963, Side 21

Heima er bezt - 01.12.1963, Side 21
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Komiá er Alltaf þegar jólin nálgast læðast bernskuminningarn- ar fram í hugann feimnar og brosandi eins og litlar telpur, sem fela andlitið í höndum sér. Jólasveinar og nýársdísir feta svo hægt heim að fennt- um bæ í sveitinni, sem nú er nær kominn í eyði, guða á stofugluggann á stafni torfbæjarins og depla augun- um við krokið skin týrunnar í hliðarglugga baðstof- unnar, þar sem torfþakið vefst að póstum eins og feld- ur að vanga hefðarmeyjar í borgum nútímans. Og nú er þessi bær minn ekki lengur til, bærinn þar sem við sátum á rúmstokknum í rökkrinu forðum og sungum hljóðum hvíslandi röddum, því að fullorðna fólkið var einmitt að fá sér rökkurblundinn í sömu baðstofunni. En stundum urðurn við nú samt að fara fram í hlóða- eldhús eða jafnvel fjós til að syngja þessa söngva okk- ar, en jafnvel þar eignuðust þeir einhvern sérstakan hljóm, sem verður aldrei neinu öðru líkur. Alla söngva bernskujólanna kenndi mamma, það er fóstra mín oltkur. Á því sem hún kunni virtist aldrei hvorki þrot né endir. Og hún kunni líka margar sögur, en samt voru það vísur og lög, sem bezt hafa geymzt í minni. Það eru tvær vísur, sem ég man bezt af öllu því, sem sungið var í rökkurhúmi skammdegiskvöldanna í gömlu baðstofunni minni heima. Lagið við þær hef ég hvergi annars staðar heyrt, og raunar vísurnar ekki heldur. Þær eru svona: aá jólum Komin eru jólin, sem ég hef lengi þráð, ég skal vera glaður, og lofa Drottins náð. Allt er hreint og fágað og fögrum ljósum skreytt, flúið burtu myrkrið og sorg í gleði breytt. Komin eru jólin, sem Jesús fæddist á. Eg hef heyrt og lesið, hann elski börnin smá. Ég skal alltaf reyna að lifa líkt og hann: Lýsa hverri sálu og hryggja ei nokkurn mann. Það eru tvö atvik, sem sérstaklega gera þessi erindi minnisstæð. Einu sinni seint um haust, fékk eldri kona á heimil- inu sendingu. Það var fallegur kassi með myndum ut- an á. En samt var innihaldið ennþá betra. Það voru alla vega lagaðar kexkökur, með ýmislega litum sykri utan á, rauðum, grænum, gulum og bleikum. Ennfremur voru bæði epli og súkkulaði í kassanum, en kexið var þó sérstakast og fallegast og kallað ,,'biskví“. Við fengum aðeins að bragða á þessu góðgæti og svo var kassinn látinn út á skemmuloft og átti að geymast til jóla. En eitt kvöld í rökkrinu vorum við að leika okkur úti, en allir inni sváfu sinn venjulega rökkurdúr. Þá kom kassinn fagri allt í einu í hug okkar og við feng- um ómótstæðilega löngun til, þó ekki væri nema skoða kexið í honum í tunglsljósinu. Við fórum því öll inn í skemmu, og réðumst til upp- göngu á loftið í myrkrinu, þreifuðum fyrir okkur og

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.