Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 24

Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 24
Og ljósin brunnu svo ljómarík, frá rúmi hverju á rekkjubrík. V. Og prúð var stundin er pabbitók af hillunni ofan þá helgu bók. Og las með andakt um lífsins sól; um herrans fæðing, um heilög jól. Og lyfti mér barni í Ijómann þann, er hirðingja-flokki af hæðum brann. VI. Ó, blessuð jólin, er barn ég var. O, mörg er gleðin að minnast þar. í gullnum ljóma hver gjöf mér skín. En kærust voru mér kertin mín. Því lausnari heimsins þeim ljóma gaf. Þau fegurst lýstu, er fólkið svaf. Þau kerti brunnu svo bjart og rótt, í Jesú nafni um jólanótt. VIT. Ó, láttu Kristur þá laun sín fá, er ljós þau kveiktu, er lýstu þá. Ég sé þær sólir, mín sál er klökk, af helgri hrifning og hjartans þökk. Lýstu þeim héðan, er lokast brá, heilaga guðsmóðir, himnum frá. Þorsteinn Erlingsson skrifar þetta jólaávarp eða heillaósk á jólakort 1907: A þig skíni endalaust unaðssólin bjarta. Vonargeislar vor og haust vermi þig inn að hjarta. Og við vetrar þögn og þrár, þegar vantar blómin, sendi þér hýrust bros á brár bjarti jólaljóminn. GLEÐILEG JÓL! Stefán Jónsson. Sigurður Þórðarson . . . Framhald af bls. 424. -------------------------- að ég kæmist til náms. En þó treysti hann sér ekki til að búa einn, ef ég færi. Hann var þá kominn nær sex- tugu og farinn að þreytast, enda hafði hann aldrei hlíft sér. Fleira kom og til. Erfiðar skuldir á búinu, sem hægt var að greiða, ef seldur væri bústofn, meðan hann var í háu verði. Það varð því að ráði, að faðir minn brá búi vorið 1921, og fóru foreldrar mínir með telpurn- ar að Geithellum í Álftafirði til Guðmundar Eiríksson- ar, móðurbróður míns. En ég fór í kaupavinnu upp á Jökuldal til að vinna fyrir fé til skólanáms. Ætlaði ég í Eiðaskóla um haustið. Þar með var lokið búskaparsögu föður míns. Og fer ég fljótt yfir síðustu 11 ár ævi hans. Eftir tveggja ára dvöl á Geithellum fluttu foreldrar mínir til Solveigar Eiríksdóttur, móðursystur minnar, en hún ólst að mestu upp hjá þeim, og manns hennar Guðmundar Þorgríms- sonar, fyrst að Kirkjubóli svo að Brimnesi í Fáskrúðs- firði. Leið þeim þar vel. VToru þau hjá þeim hjónum, unz þau fluttu til okkar barnanna. Voru þau um tíma hjá mér á Seyðisfirði og Norðfirði og Guðbjörgu syst- ur minni á Hafranesi við Reyðarfjörð. Þar lézt faðir minn þann 18. ágúst 1932, tæplega 69 ára að aldri. Var hann jarðsettur þar í heimagrafreit. Þegar ég hafði lokið námi í Eiðaskóla, fór ég til Dan- merkur vorið 1925. Þegar ég kvaddi föður minn þá, var hann mjög dapur og sagði, að sér segði svo hugur um, að hann sæi mig ekki aftur. Báðir álitum við, að ég mundi ekki koma aftur, eða hann mundi falla frá meðan ég væri erlendis. En þetta fór á annan veg. Þeg- ar ég kom heim aftur haustið 1927, var faðir minn orð- inn blindur. Síðustu sex ár ævinnar lifði hann í myrkri, og var það honum þungur kross. Lík ég svo þessari aldarminningu, sem er rituð af þakklátum syni eftir góðan föður. 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.