Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 27
greyið, bara óttalega þunn eins og móðirin, en ekki eins framgjörn.“ „Þú ert nú líka óttalega heimsk, mín kæra vinkona, nei, systir ætti ég víst að segja.“ Hann þagði dálitla stund, eins og væri hann að velta einhverju fyrir sér, og svo sagði hann: „Vissirðu þarna um árið, að ég væri bróðir þinn, þú veizt hvað ég á við?“ Ég vissi ósköp vel, við hvað hann átti, og gat ekki varizt því að roðna. „Ég hefi aldrei sagt, að ég væri systir þín, Hans. Ég sagði aðeins, að þú værir sonur pabba.“ „En hvernig þá?“ spurði hann, og innföllnu augun horfðu spyrjandi á mig, sóttheit og gljáandi. „Ég var bara fósturbarn,“ sagði ég. Það var eins og þetta væri ofvaxið skilningi Hans. Hann lagði aftur augun. Loks tautaði hann: „Ég átti þá að fá Björk og allt, sem pabbi átti. Mig grunaði allt- af, að Björn hefði ekki hreint mjöl í pokahorninu.“ „Þér skjátlast, Hans, sagði Björn rólega. „Allt sem faðir þinn lét eftir sig, var marg-veðsett, og það var þín vegna, að svo var komið.“ „En eitthvað hefur Sóley fengið,“ maldaði Hans í móinn. „Já, skrifborð og ruggustól, það var allt og sumt, þér er óhætt að trúa því.“ Það færðist mók á Hans, og um stund leit-út fyrir, að hann væri sofnaður rótt. En allt í einu reis hann upp og rétti fram hendurnar: „Dóra, Dóra mín, ertu nú að koma, — geturðu fyrir- gefið mér?“ hvíslaði hann í bænarróm. Björn lagði hann hægt niður á koddann og þerraði svitann af enni hans, svo gaf hann mér bendingu um að fara. Hjúkrunarkonan kom og fór inn í herbergið til þeirra. Ég heyrði stunur og óskiljanlegt muldur frá rúminu, áður en hún lokaði. Úti á tröppunum stóð Hanna. Hún sagði mér vin- gjarnlega, að nú væri bezt, að ég ltæmi heim með sér og fengi mér kaffisopa. Anna væri varla komin á fæt- ur enn. Hún tók undir handlegginn á mér og leiddi mig heim með sér. Brói sat við eldhúsborðið og las í blaði, þegar við komum. „Ég ætlaði að fá fréttir, áður en ég færi, en þá var enginn heima, svo ég ákvað að bíða,“ sagði hann og stóð upp og kyssti Hönnu á kinnina: „Góðan daginn annars, vina mín.“ Ég fór hjá mér, og Brói sem hafði sagt, að milli þeirra væri aðeins gagnkvæm vinátta, — gat hún orðið eins hlý og ástin? Brói bauð mér einnig góðan daginn, en því fylgdi enginn koss. Hann hafði verið búinn að hita á könn- unni, og fyrr en varði var rjúkandi kaffibolli fyrir fram- an mig. Brói og Hanna töluðu saman um veðrið og fiskiríið, en lofuðu mér að vera í friði með hugsanir mínar, og ég var þeim innilega þakklát fyrir það. Eftir að hafa drukkið kaffið, sótti á mig svo mikill svefn, að ég gat varla haldið opnum augunum. Hanna sá, hvemig mér leið, og fór því með mig inn í svefn- herbergi sitt og háttaði mig niður í rúmið sitt. Það var svo ósegjanlega indælt að sökkva sér í faðm svefnsins, og áður en Hanna hafði lokað dyrunum á eftir sér, var ég sofnuð. Það var komið fram yfir hádegi, þegar ég vaknaði. Hanna lá á legubekknum á móti mér og svaf. Ég lædd- ist því eins hljóðlega og ég gat fram úr rúminu og klæddi mig. Ég var á báðum áttum, hvort ég ætti að fara upp í sjúkrahús, eða beint heim. Það varð úr, að ég fór heim. Björn var einmitt nýkominn heim og reyndar á leið- inni út aftur, en dokaði aðeins við og sagði mér frá líðan Hans, svo var hann þotinn. Eftir kvöldmat klæddi ég mig í kápu og lagði af stað út. Ég vissi ekki vel, hvert halda skyldi, en ákvað svo að fara til Hönnu og fá hana með mér uppeftir. Ég var ekki komin nema spölkorn út fyrir hliðið, þegar ég mætti Bimi. Hann tók undir handlegg minn og saman gengum við út með sjónum. Björn réð ferðinni. Ég þóttist vita, að hann væri ekki í skapi til að tala strax, og gekk því þögul eins og hann. Loks sagði hann: „Nú er því lokið,“ og leit um leið framan í mig. Ég gat ekkert sagt. Mér fannst ég vera bæði svo óendanlega þreytt, og þó var eins og þungu fargi væri af mér létt. „Voruð þið sáttir?“ spurði ég á heimleiðinni. „Já,“ svaraði hann lágt. „Hann bað líka að heilsa þér, en vildi ekki að þú kæmir til sín.“ Ég nam staðar á tröppunum og horfði út á sjóinn. Ég sá að Björn gaf mér auga í laumi. „Þú ert svo þögul,“ sagði hann loks. „Hvað get ég sagt?“ Hann tók mig allt í einu í fangið og bar mig inn og alla leið upp á loft. Rúmið okkar var autt. Anna hafði tekið snáðann inn til sín. Það var svo yndislegt að leggjast milh svalra rekkju- voðanna, og þó var það ekkert á móti því að vita, að í nótt yrði ég ekki ein að hnipra mig saman í þessu stóra rúmi. Inni í baðherberginu rann vatn úr krana. „Flýttu þér, Björn, flýttu þér,“ hvíslaði ég niður í koddann. Loks kom hann, hreinn og ilmandi af sápu í gömlu náttfötunum sínum. Ég rétti fram báðar hendurnar, og hann kom til mín, alveg eins og ég hafði vonað. „Þú vilt mig þá enn?“ hvíslaði hann undir vanga mín- um. Ég þrýsti mér að honum. Það var svar mitt. Við höfðum svo margt að segja hvort öðru, að nótt- in entist ekki til þess. Eg fékk að vita, að Hans hefði sagt honum, að hann ætti barnið, sem ég gengi með. „Og þú trúðir því? “ sagði ég. Heima er bezt 431

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.