Heima er bezt - 01.12.1963, Page 28
„Hvaða ástæðu áttir þú að hafa aðra til að segja hon-
um það á undan mér?“
„Ég sagði hvorki honum né öðrum frá því. Það átti
að vera afmælisgjöf til þín. Ó Björn, þú hefðir átt að
heyra, hve fallegan ræðustúf ég var búin að taka sam-
an.“
„Má ég heyra hann núna?“
„Nei, nú er það of seint, og ekki þörf á honum fram-
ar.“
Anna kom með litla snáðann inn snemma um morg-
uninn, þá vorum við enn að tala saman. Björn tók
drenginn og stakk honum niður á milli okkar.
„Drengurinn minn,“ sagði hann blíðlega og strauk
með grönnum fingrunum yfir koll barnsins. Svo lagði
hann handlegginn utan um mig.
„Strákarnir mínir báðir,“ sagði hann og brosti kank-
víslega.
Hans fékk hinztu hvílu við hlið Dóru. Ég heyrði
fólk stinga saman nefjum og telja það varla viðeigandi,
en Björn lét ekki telja sér hughvarf.
„Hún var stúlkan hans,“ sagði hann aðeins. „Það var
hennar vegna, sem pabbi hélt alltaf hlífiskildi yfir Hans.
Hún lét okkur báða heita því. Þess vegna var hún alltaf
hér heima, og einangruð. Hún hélt að fólk myndi þá
fyrr gleyma. Og Hans ásakaði hún aldrei! — Þannig er
ástin,“ sagði Björn og leit á mig.
Nú var allt gott á ný. Og eins og Brói hafði sagt,
hvort sem mér þótti betur eða verr, þá var ég ekki
neitt, nema Björn væri við hlið mína. Ég hafði gefið
honum sjálfa mig, og því varð engan veginn breytt,
sem betur fór. Við Björn vorum sköpuð hvort fyrir
annað, og framtíðin blasti við, björt og full af fyrir-
heitum, þótt ég efaðist ekki um, að lífið ætti í fórum
sínum dimma daga og erfiða, þá var ég líka viss um,
að sólskinsdagarnir yrðu svo mildu fleiri.
Kvöldið sem við leiddumst heim, eftir að hafa setið
í brúðkaupi Hönnu og Bróa, sagði Björn mér, að þeg-
ar hann hefði komið að okkur Bróa í svefnherberg-
inu, hefði sér ekki dottið annað í hug, en allt væri glat-
að. Hann ásakaði sjálfan sig fyrir að hafa verið svo
þurr og kaldur í stað þess að hlusta á útskýringar mín-
ar. En svo kom Brói til hans upp á sjúkrahús og sagði
honum til syndanna.
„Það endaði þannig, að ég fór heim, ákveðinn í að
rétta fram höndina til sátta, en þá varst þú farin, en
bréfmiðinn frá Hans lá á gólfinu í forstofunni. Mér
datt þá ekki annað í hug, en að þú ætlaðir að fara með
Hans, þrátt fyrir allt, sem þú vissir um hann, en mér
skjátlaðist eins og svo oft áður í sambandi við þig. Þú
ert sú óútreiknanlegasta stúlka, sem ég hefi kynnzt,“
bætti hann við brosandi.
„Hefirðu þekkt margar svo náið?“ spurði ég.
„Nei, þessi eina, sem var færð mér upp í hendurnar,
er meir en nóg fyrir mig. Væri ég sálfræðingur, fengi
ég óþrjótandi rannsóknarefni, þar sem hún er.“
„Þér ætti þá ekki að leiðast í framtíðinni!“
Hann hló dátt, svo unga parið, sem gekk á undan
okkur, sneri sér við. Ég sá að þau stungu saman nefj-
um og hlógu líka. An efa hlógu þau að alvörugefna
héraðslækninum, sem leiddi konuna sína eftir götunni,
eins og ættu þau tvö ein allan heiminn, og hló dátt eins
og strákur nýkominn úr skóla.
Mér var sama, hvað fólk hefði að segja. Ég var svo
ósegjanlega hamingjusöm, svo ánægð með fólkið í
þorpinu, sveitina, allt! Héðan í frá fannst mér ég ekki
hafa yfir neinu að kvarta, framtíðin blasti við umvaf-
in rósrauðum bjarma, og heima í garðinum svaf yngsti
meðlimur fjölskyldunnar sætum svefni, á meðan þrest-
irnir kepptust við að kenna ungunum sínum flugið, og
flugurnar suðuðu hver við aðra, á milli þess sem þær
stungu sér á kaf í ilmandi blómkrónurnar. Neðan úr
fjörunni heyrðust hlátrasköll og skvaldur, þar sem upp-
rennandi þorpsbúar voru að leik. En uppi á hæðinni
stóð hvíta kirkjan eins og útvörður þessa litla bæjar-
félags.
Ég fann fingur Björns fléttast saman við mína fing-
ur. Hann sagði ekki neitt, en ég fann hamingju hans í
þéttu handtakinu, og í golunni heyrðist mér rödd
pabba hvísla ofurlágt:
„Hamingjusöm börnin mín, gleymið ekki að þakka
þeim, sem öllu ræður!“
Nei, ég skyldi ekki gleyma, „því lofa ég þér pabbi
minn!“ svaraði ég í huga mér. Og ég skal framvegis
verða, eins og þú vildir að ég yrði:
Stúlkan sem þú gætir verið stoltur af sem væri hún
þín eigin dóttir! Endir.
BRÉFASKIPTI
Elisabet Karlsdóttir og Dóra Gunnarsdóttir, báðar í Alþýðu-
skólanum að Eiðum, Eiðaþinghá, S.-Múlasýslu, óska eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára.
Þórður G. Árnason, Unhól, Stokkseyri, Árnessýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við dreng (helzt frímerkjasafnara) á aldrinum 12—14
ára.
Hinrik J. Árnason, Unhól, Stokkseyri, Árnessýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við dreng (helzt frímerkjasafnara) á aldrinum 11—
13 ára.
Sigurður Þ. Árnason, Unhól, Stokkseyri, Árnessýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við dreng á aldrinum 10—12 ára.
Haukur Reynir Pálsson, Hvassafelli, Blönduósi, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. Æskilegt að
mynd fylgi.
Ingvar Pálsson, Hvassafelli, Blönduósi, óskar eftir bréfaskiptum
við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Jónas B. Hafsteinsson, Njálsstöðum, A.-Húnavatnssýslu, óskar
eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 19—27 ára.
Þorsteinn H. Sigurðsson, Kagaðarhóli, Torfalækjarhreppi, A,-
Húnavatnssýslu, pr. Blönduós, óskar eftir bréfaskiptum við stúlk-
ur á aldrinum 18—20 ára. Óska að mynd fylgi bréfi.
Ásta Margrét Gunnarsdóttir, Leysingjastöðum, Þingi, A.-Húna-
vatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 15—17
ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi.
432 Heima er bezt