Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 31
daglaunavinnu, er heimilisfaðirinn sótti bæði í þorpið
og sveitina í kring. Einnig stundaði Jakob sjóróðra frá
Hamarsfirði, er tækifæri gáfust. Bústofn Jakobs á
Skarði var ekki stór, ein kýr og tuttugu kindur enda
grasnytjar mjög rýrar á Skarði.
Þetta vor kom afar hart niður á fjölskyldunni á Skarði
eins og öðrum fátæklingum. Jakob var búinn að fara
margar ferðir til Agnars Ólafssonar í nauðum sínum
og aldrei bónleiður. Hann var einmitt að koma úr einni
slíkri ferð, er við kynnumst honum fyrst. Hann kemur
gangandi neðan túnið á Skarði. Hann dregur dálítinn
sleða með talsverðu hrúgaldi á. Það marrar í snjónum
undir fótum hans og sleðataugin skerst ofan i öxlina á
honum. Ækið er sjáanlega talsvert þungt, því sleða-
meiðarnir mynda djúpar rákir í fönnina.
Þegar Jakob kemur í hlaðið, hópast börnin í kring-
um hann, fölleit, mögur börn með forvitni og von í
spyrjandi augunum. Kona Jakobs, Hólmfríður Sveins-
dóttir kemur einnig út að heilsa manni sínum. Hún lít-
ur á sleðann.
„Agnar hefur ekki látið þig fara tómhentan í þetta
sinn frekar en endranær,“ verður henni að orði. Mikill
öðlingur er sá maður! Það er hörmulegt, ef hann sætir
ámæli fyrir hjálpsemi sína og drenglyndi. Mér hefur
borizt til eyrna að sumum hér finnist fullmikið að gert
með matvælaútlát hans til okkar smælingjanna.“
„Þeir þurfa ekki að sjá ofsjónum yfir þessu, sem ég
kem með nú. Það er ekki frá verzluninni," svaraði Jakob
hörkulega.
„Nú, hvaðan þá?“
Jakob svaraði ekki en tók að leysa böndin af ækinu.
Hann fletti því næst segldúknum burtu, er lagður var
ofan á hrúguna, og í ljós kom blóðrautt, rakt ket.
„Ket!“ hrópaði Hólmfríður undrandi. „Hvað er
þetta? “
„Þetta er rauði fallegi gæðingurinn hans Agnars Ól-
afssonar. Hann er nú þarna. fíann hafði ekki annað til.
Kornvaran er öll búin.“
Hólmfríður starði á mann sinn.
„Hvað segir þú, Jakob? Drap Agnar hestinn sinn okk-
ar vegna?“ spurði hún með grátstaf í kverkunum.
„Já, það gerði hann; skaut hann sjálfur og sagði okk-
ur Bjarna í Gerði að hirða hann. Bjarni var líka að
biðja hann um hjálp. Við reyndum að malda í móinn,
en líklega hafa mótbárur okkar ekki verið sannfærandi.
Það er ekki auðvelt að hafa á móti matargjöfum, þeg-
ar soltnir barnungarnir bíða heima — en það var dálítið
erfitt að sjá Agnar strjúka snoppuna á þessum vini sín-
um og klárinn nudda hausnum utan í húsbónda sinn.
Ég gat ekld að því gert, Hólmfríður, en það var ein-
hver undarleg móða í augunum á mér. Svo glumdi
skotið og klárinn skall flatur rétt við fætur Agnars.
Hann horfði á klárinn svolitla stund og tautaði: „Vertu
sæll, vinur! Þökk fyrir alla indælu sprettina!" Síðan
sneri hann sér að okkur Bjarna. „Þið hirðið hann, pilt-
ar,“ sagði hann rólega og gekk af stað heim á leið.
Ég stundi upp: „Þetta er voðalegt, Agnar.“
Hann brosti og sagði hlýlega: „Nei, nei, Jakob minn!
Börnin ykkar hafa meiri þörf fyrir mat en ég fyrir
reiðhest.“
Síðan hélt hann áfram. Þegar hann átti fáein fótmál
heini að húsi sínu, sneri hann sér við og kallaði: „Þú
talar við mig áður en þú ferð, Jakob.“ Síðan gekk hann
* _ íí
ínn.
Meðan Jakob sagði konu sinni þessar fréttir höfðu
þau lokið við að bera ketið inn í skemmuskriflið. Hólm-
fríður húsfreyja hafði oft þurft að bregða svuntuhorn-
inu upp að augunum meðan á þessu stóð.
„Þú skalt taka dálítinn bita og sjóða strax, góða mín.
Ég ætla að kasta í skepnurnar þessum fáu stráum sem til
eru. Svo þarf ég að skreppa bæjarleið,“ sagði Jakob um
leið og hann gekk út úr skemmunni.
Hólmfríður tók dálítið af ketinu, bar það inn í eld-
húsið, setti upp vatnspott og byrjaði að tína bitana ofan
í. Tárin hrundu nú óhindrað niður vangana.
„Guð blessi þig, Agnar, og gefi þér af náð sinni jafn
innilega gleði og þú hefur veitt okkur nú,“ sagði hún
lágt.
Þegar fjölskyldan á Skarði var að matast, spurði
Hólmfríður:
„Hvert ætlar þú, góði minn? Þú sagðist ætla að
skreppa bæjarleið núna á eftir.“
„Ég verð að reyna að fá einhvers staðar mjólkur-
sopa, — ætli þér gagni ekki illa að halda lífinu í hvít-
voðungnum á hrossaketi og enginn dropi í kúnni,“
sagði Jakob.
„Hvar ætlar þú að bera niður nú?“ spurði Hólm-
fríður.
„Ég ætla fram að Heiði,“ sagði Jakob.
„Jæja, fram að Heiði! Það má segja, að það sé að
höggva alltaf tré í sama skógi. Það eru ófáir bitarnir,
sem komið hafa þaðan nú í vor, bæði hingað og á önn-
ur heimili, sem þurft hafa þess með. Það verða þér
þung spor, vinur minn.“
„Þau eru aldrei létt, þurfamannssporin, Hólmfríður
mín,“ svaraði maður hennar. Hólmfríður stundi við.
Jakob bjó sig, kvaddi fólk sitt og hélt af stað.
Þegar Jakob kom að Heiði, var enginn sjáanlegur
úti við. Hann knúði dyra. Telpukrakki opnaði; hún var
jarphærð með fallegan svip og stór skýrleg augu. Þetta
var Jórunn Erlendsdóttir yngri á Heiði.
Jakob gerði boð fyrir Jórunni Erlendsdóttur.
„Ég er Jórunn Erlendsdóttir,“ sagði telpan glettnis-
lega.
Jakob brosti.
„Já, vina mín, en ég ætla að fá að tala við hana ömmu
þína.“
(Framhald.)
Heima er bezt 435