Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.12.1963, Qupperneq 32
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH I LLAN Amaldur Ámason: Þegar himnamir opnast. Akureyri 1963. Bókaíorlag Odds Björnssonar. Framhald lífsins og samband við framlxfsmenn er hið síendur- tekna viðfangsefni hugsandi manna víða um lönd og ekki sízt hér á íslandi. Höfundur þessarar bókar, sem um mál þessi fjallar, fer að ýmsu leyti inn á nýjar brautir er hann leitar svars við spum- ingunni um framhaldslífið. l’Jt frá dularreynslu sjálfs sín og kenn- ingum annarra um dulvísindi leitast hann við að sanna, að fram- líf mannsins sé náttúrlegt framhald jarðlífsins, og beri því að rannsaka það eftir leiðum raunvísinda. Munu flestir geta verið höfundi sammála um það viðhorf, þótt þá greini á um annað. Höfundur hefur aflað sér mikillar fræðslu um þessi efni og reynt margt furðulegt. Hann ræðir málið djarflega og hispurslaust, og skrifar þróttmikinn stíl. Gerir þetta bókina læsilega og skipar henni framarlega í röð þeirra rita, sem við dulvísindi fást. Því gleymi ég aldrei, II. bindi. Akureyri 1963. Kvöld- vökuútgáfan. Eftirminnilegir atburðir úr lífi einstaklinga eru alltaf vinsælt lestrarefni. Margir slíkir atburðir eru sögulegar heimildir um lífsbaráttu þjóðarinnar. Aðrir eru hins vegar svo einstaklings- bundnir, að frásögnin ein gefur þeim bókmenntalegt gildi og þá einkum um persónuleg viðbrögð. Þetta bindi, sem Gísli Jónsson, menntaskólakennari hefur séð um eins og hið fyrra, flytur 19 slíka minningaþætti. Allir eru þeir hinir læsilegustu. Sumir höf- undanna fara þó óþarflega vítt yfir, og lýsa heilum ævisögubrot- um. En þótt þættirnir séu vitanlega misjafnir er fengur í þeim, og vér kynnumst þar fólki og viðbrögðum þess á örlagastundum, fáum lýsingar af sögulegum viðburðum og þáttum þjóðlífs vors, sem annars eru oft látnir liggja i þagnargildi. Svipmestur þykir mér þátturinn af Talisman-slysinu, sem Kristján Jónsson hefur skráð eftir frásögn Arinbjamar Árnasonar. Hann á skilið að geymast meðal sígildra hetjusagna íslenzkrar þjóðar. Mjög greina- góður er þáttur Ólafs Jónssonar um Geysisslysið, og fróðlegt er að lesa þátt Sigurðar Nordals um viðbrögð íslenzks menntamanns við þeim atburðum, er heimsstyrjöldin fyrri hófst. Þá vil ég nefna þátt Vigfúsar Björnssonar, þar sem sögð er draugasaga svo mögnuð af kynngi og þrungin þeim ugg og óhug, sem vér ein- ungis þekkjum úr hinum beztu sígildu þjóðsögum vorum. íslenzkar ljósmæður, II. bindi. Akureyri 1963. Kvöld- vökuútgáfan. Bindi þetta flytur 29 þætti íslenzkra ljósmæðra, og hefur Sveinn Víkingur annazt útgáfu þess eins og hins fyrra. Sumir þáttanna eru eigin minningar ljósmæðranna en aðrir skrásettir af ýmsum, bæði skyldum og óskyldum. Eins og við er að búast, eru þættimir misjafnir, og enginn svo, að hann verði lesandanum sérstaklega minnisstæður. Hins vegar eru þeir vel læsilegir og bregða upp myndum úr starfssögu merkrar stéttar um heila öld, og gefur það bókinni Iífsgildi. Efnið er mörgum hugstætt, og sannarlega eiga ljósmæðurnar það skilið, að á lofti sé haldið minningunni um hin mikilvægu störf þeirra, fórnfýsi og þann menningarauka, sem margar þeirra lögðu þjóð sinni til. íslenzk orðabók. Ritstjóri: Ámi Böðvarsson. Reykjavík 1963. Menningarsjóður. Oft hefur bókaútgáfa Menningarsjóðs valdið nokkrum deilum, en ekki geta orðið skiptar skoðanir um, að Orðabók sú, sem hér verður getið, er rit, sem sjóðnum bar að kosta, og ein hin þarf- asta bók, sem prentuð hefur verið á íslenzku um langan aldur. Orðabókin hefur um 65 þúsundir orða með skýringum, er talið að þar séu öll ósamsett orð íslenzkrar tungu að fomu og nýju, auk fjölda samsetninga. Auk sjálfra uppsláttarorðanna eru og mörg samsett orð, sem fyrir koma í skýringum. Það má því fara nærri um, að menn fari ekki oft bónleiðir, er þeir leita fræðslu í bók þessari. Hefur slík bók aldrei fyrr verið út gefin á íslenzku. Það þarf ekki að orðlengja um hvílíkur fengur hún er öllum þeim, sem eitthvað þurfa að skrifa á íslenzku, hvort heldur er sendibréf, skýrslugerð, ritgerðir eða skáldskapur, það er því full- komið sannmæli um þessa bók, að hún þurfi að vera í hvers manns eigu að kalla má. Þá má ekki gleyma hvílík happasend- ing hún er skólafólki og íslenzkukennslunni í landinu yfirleitt. Ekki treystist ég sem leikmaður í fræðum þessum til að gagnrýna bókina í heild, þótt ég hafi séð nokkur orð, sem ég hefði kosið skýrð á aðra lund. Hefi ég einkum litið til grasafræðiheita og því er þá fræði snertir. Þannig heldur bókin við ruglingnum á orð- unum flóra og gróður. Flóra hefur verið tekin í málið sem plöntu- ríki og er rétt þýdd með því, þ. e. þær tegundir sem vaxa á til- teknu landsvæði án tillits til hversu þær skipa sér í samfélög. Gróður og gróðurríki á hins vegar við um plöntusamfélög. Þenna mun hefði þurft að taka fram. Óþarfi virðist mér að taka upp í bókina allar heitaþýðingar á erlendum plöntum og dýrum, sem mörg hver ná aldrei festu í málinu. Ekki kannast ég við að mosa- teygjur geti þýtt samfellt mosalendi né mosató þurfi endilega að vera þúfa. Slík atriði má vafalaust finna mörg, sem skiptar skoð- anir eru um. Eins þykir mér of skammt gengið í því að setja við- vörunarmerki við notkun ýmissa skrípiyrða í málinu. En allt um þetta þá eru kostirnir svo miklir, að allir aðilar eiga þakkir skild- ar fyrir framtak sitt, og víst er það, að með bók þessari er reist- ur varnarmúr um íslenzka tungu. Goðasteinn. Tímarit um menningarmál. Þeir eru athafnasamir kennaramir í Skógaskóla. Nú um tvö ár hafa þeir gefið út tímarit um þjóðleg fræði og menningarmál og standa að því Jón Hjálmarsson, skólastjóri og Þórður Tómasson, þjóðsagnaþulur. Og þótt Goðasteinn sé ekki mikill fyrirferðar, er vandlega frá honum gengið og hann flytur margt athyglisvert efni, minningarþætti, þjóðlífslýsingar, þjóðsagnir, sögulegar rit- gerðir, ferðaþætti o. fl. auk margra athyglisverðra ljóða. Og þótt efni hans sé að verulegu leyti frá þröngu svæði, á það erindi til allra, sem þessum fræðum unna, og sýnir raunar, hversu mikið er til af slíkum hlutum í landinu. Vel er frá ritinu gengið, og á það skilið langa lífdaga. St. Std. 436 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.