Heima er bezt - 01.12.1963, Side 33
ORUGG I UTILEGU MEÐ UTBUNAÐ FRA BELGJAGERÐINNI
Já, þið getið óhrædd farið í titilegur í hvaða veðri seni er með
útbúnað frá Belgjagerðinni. Tjöldin frá Belgjagerðinni leka ekki,
hvað sem hann rignir, og svefnpokamir þeirra halda á ykkur hita
á köldustu nóttum. Og fyrir alls konar titbúnað sem ]>ið viljið
taka með í útileguna framleiðir Belgjagerðin ágætis bakpoka, sem
bæði eru rúmgóðir og næstum óslítandi. Þess vegna er sjálfsagt að
spyrja fyrst eftir útbúnaði frá Belgjagerðinni, þegar þið farið að
hugsa um útilegur.— En kannski verðið þið svo heppin að eignast
tjald, svefnpoka eða bakpoka frá Belgjagerðinni alveg ókeypis,
bara ef þið yrðuð nú svo heppin að vera eitthvert af þeim 3 sigur-
vegurum sem sigra í „Heima er bezt“ verðlaunagetrauninni fyrir
lesendur sem eru á aldrinum 13—16 ára. — Fyrstu þrautina birt-
um við í síðasta hefti, og hér að neðan sjáið þið 2. þrautina.
2. ÞRAUT.
ÞEKKIÐ ÞIÐ FUGLANA?
Hér til vinstri sjáið þið teikningar af tveim alkunnum íslenzkum
fuglum, alveg eins og í síðasta hefti. Og nú eigið þið líka að segja
til um hvaða tveir fuglar þetta eru:
Nr. 3 ........................ Nr. 4 .........................
Ráðningar á ekki að senda blaðinu fyrr en getrauninni lýkur, það
er að segja, ekki fyrr en eftir áramót, þegar þið hafið fengið janú-
arblaðið.
Heima er bezt 437