Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 35

Heima er bezt - 01.12.1963, Síða 35
235. Með sameiginlegum átökum tekst okkur að hrinda upp annarri bílhurð- inni, og þá er okkur auðvelt að fleyta okkur upp á yfirborð vatnsins, og dauð- uppgefnir skreiðumst við upp á vatns- bakkann. 236. En eltingarmenn okkar eru alveg á hælunum á okkur. A ég að stanza og segja þeim alla söguna? Nei, ég ætla að geyma það til seinna. Eg held ásamt Serki inn í skóginn, en Aki og Kláus fara meðfram vatninu. 237. Við erum ekki komnir langt, þeg- ar kallað er á eftir okkur. Við erum fundnir. Við hlaupum eins og ættum við lífið að leysa, en heyrum fótatak manna skammt undan á eftir okkur. 238. Skyldi okkur ætla að takast að komast undan? Nei, það er alveg von- laust. Nú dettur mér nokkuð í hug. Eg gef Serki bendingu um að koma á eftir mér og fer síðan að klifra upp í gamalt, þéttlaufgað eikitré. 239. Á þennan hátt tekst okkur að fela okkur fyrir eltingarmönnunum. Það er ljómandi fylgsni þarna uppi í lauf- skrúðinu. Og undir morguninn, þegar allt er hljótt og kyrrt, læðumst við ofan úr trénu. 240. Eftir örskamma stund hafa njósn- ararnir fundið okkur á ný. Og okkur til mikillar skelfingar verðum við þess var- ir, að heill hópur fóthvatra manna er að elta okkur. 241. Mér er það ljóst, að okkur tekst aldrei að komast undan, nema við beit- um einhverjum brögðum. Eg brýt heil- ann með herkjubrögðum, og upp á von og ótta hlaupum við nú í áttina til stórr- ar hlöðu framundan. 242. Aðrar hlöðudyrnar eru opnar. Þeg- ar við erum komnir inn, lokum við dyr- unum rækilega með sterkum bjálka, sem til þessa er ætlaður. Og nú getum við kastað mæðinni ofurlitla stund. 243. Skömmu síðar berja eltingarmenn okkar harkalega á hlöðudyrnar og hrópa í skipunarróm: Opnið þið, strákar! und- ireins! Nú komizt þið svei mér ekki und- an. Opnið þið! Annars brjótum við upp hurðina! Heima er bezt 439

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.