Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 16
stundum kölluð Lambhúsgrund, var hún órótuð en slétt- umar allar nýrækt úr óræktarholti. Suður frá heimreið- inni heitir Grund, og syðsti hluti hennar A usturhúsagrund. Norðan við heimreiðina stóð fjárhús, Réttarhús, byggt 1909. Austan undir því var fjárrétt og sunnan við hana aðalhliðið heim að bænum. Eru þá talin ömefni í túni. Eftir endilangri landareigninni liggur Moldhaugaháls, og nær hann lítið eitt lengra norður en túnið. Hálsinn hækkar nokkuð jafnt til suðurs og er 124 m. yfir sjó sunnan við Hlaðamerkin á Stórhæð. Hálsinn er sýnilega urðarrani frá ísöld, hefir hann orðið til af jaðarurðum jökla þeirra, sem gengu út Hörgárdal og Eyjafjörð. Ber landslag allt þess ljós merki, og klappir þar eru allar jökulsorfnar. Hlaðaland liggur uppi á hálsinum og vestan undir honum. Niður eða vestur undan bænum eru breiðir bakkar að Hörgá frá melabarði því, sem bærinn stendur á, það er um 20 m hátt yfir sjó. Mestur hluti af bökkum þessum er Bœjarhólmi, hann er landfastur að sunnan, þar sem grónir farvegir skilja hann frá Ytranesi. Vestan að Bæjarhólm- anum var alldjúpur farvegur, sem vatn stóð oftast í, en vestan hans breitt svæði af malareyrum, sem voru að gróa upp. Allmikill hluti þeirra næst farveginum var þá þegar algróinn og hét Eyri. Norðan við hólma þessa var allhár hólmi, Sandhólmi, skilinn frá þeim af farvegum. Allir þessir farvegir fylltust í vatnavöxtum og flóði þá áin yfir alla Eyrina og oft verulegan hluta af Bæjarhólma. Hann var vaxinn vallkenndum gróðri, víða mikill smári, en elfting og umfeðmingur víða á bakkanum, í Sandhólm- anum óx mikið af loðvíði. Mikið af hólmum þessum er nú tún, enda voru þeir sléttir. í æsku minni lá Hörgá mjög upp að bökkum Möðruvallamegin, en hlóð upp eyrar vestur af Bæjarhólmanum. Móti honum var svartur hol- bakki. Þar var lengstum vök á yetrum af kaldavermslis- vatni úr Sandhólmasíki. I þeirri vök drukknaði Jón Jóns- son frá Amamesi nokkru fyrir aldamót. Kíllinn skilur Bæjarhólmann frá landinu að austan, hann er allbreiður og djúpur einkum norðantil. Milli hans og melbrekkunn- ar er mjó ræma, Bakkar. Þeir eru votlendir af uppsprett- um undan melunum. Syðst á þeim var grunn tjöm. önnur tjörn einnig mjög grunn var í Ytranesi, flóði áin oft í hana í vöxtum. Sunnan að Ytranesi skagar allhár melrani alveg fram í Hörgá, Melshorn. Suður og upp frá Ytranesinu skerst allbreið, mýrlend dæld upp milli melanna. Heitir hún Stekkjarlaut. Geilar suður úr henni heita Básar fimm að tölu, eru hinir neðri dýpri og kallast Stórubásar, en hinir Litlubásar. Norður úr Stekkjarlautinni ofarlega er þurrlendur hvammur, Stekkjarlautarhvammur, en undir melnum neðan við hann er Stekkjarlautartjörn, alvaxin ljósastör. Ekki man ég að nokkurt stekkjarbrot væri sjáanlegt í eða við Stekkjarlautina. Meðfram ánni suður frá Melshomi eru mjóir bakkar undir melbrekkunni. Heita þeir Syðranes. Nálægt því miðju hafði áin brotið mjög bakkann, þar heitir Mjódd. Nær nyrst í nesinu uppi undir melnum var allstór tjöm Nestjörn, gmnn og vaxin gisnu fergini og vatnsnál. I vöxtum hljóp kvísl úr Hörgá oft upp í Mjóddina norður með melunum og gegnum tjömina og fram sunnan undir Melshominu. Kom þá oft mikið af silungslontum upp í Tjömina. Þama undan nesinu, örskammt fyrir sunnan Melshomið, drukknaði Ólafur Davíðsson náttúrufræð- ingur í Hörgá 1903. Suður frá Mjóddinni breikkar nesið aftur, og er þár mýrlent og nokkuð vaxið gulstör. Það var besta torfristulandið á Hlöðum, en mjög var tekið að sneiðast um það í æsku minni. Fyrrum var veitt vatni úr Tréstaðalæk á syðsta hluta Nessins, og stóðu þar enn tveir flóðgarðar, hinn syðri allhár og lítt skemmdur. Frá honum suður að Tréstaðakíl, en svo heitir lækurinn þar neðst, heitir Syðstastykki, þurrt og víðast vallkennt. Ann- ars er Nesbakkinn vaxinn elftingu. Rétt norðan við Syðstastykki er hvammur upp í melana, liggur hann allmiklu hærra en nesið. Þar eru tóttarbrot, sem Kot (flt.) heita. Sagt var að þar hefði verið bær, en engar heimildir eru til um hann, en svo er tóttin lítil, að varla hefir það verið meira en einsetumannskofi, ef mannabyggð hefir verið. Framan við við Nesið sunnanvert er alllangur hólmi í Hörgá, Hlaðahólmi, í honum var kríuvarp nokk- urt, og þar var heyjað flest ár. Ær sóttu mjög í hann á vorin, og varð stundum að slysi, ef áin óx snögglega. Ofan við Nesið var allstór móaspilda, fjalldrapa og lyngmóar. Heitir þar Nesbarð. Náðu móarnir fram á Melshorn og út að Stekkjarlaut. Yfir Melshomið lá gamalt garðbrot. Þar óx smávaxinn einir á einni þúfu. Suður frá Stekkjarlaut- inni og ofan við Nesbarðið voru Melarnir, afbæjar oftast nefndir Hlaðamelar, sléttir, smágrýttir og gróðurlitlir, enda var þar enn uppblástur. Gróðurtorfa stóð á þeim miðjum með bröttum rofbörðum, sem stöðugt fauk úr í sunnanátt, og stóð þá moldarmökkur norður á tún. Eftir melunum lágu reiðgötur. Sunnan að þeim er alldjúpt gil Stóragil, um það rennur Tréstaðalækur. 1 gilinu að norð- an sást enn áveituskurðurinn á Nesið. Efst á melunum er Gilshóll á norðanverðum gilbarminum. Fram með honum voru reiðgötur fomar og yfir gilið ofanvert, þar sem það var grynnra. Ef farið er aftur heim að túni verður fyrst fyrir allstórt holt, Vesturhúsaholt milli Stekkjarlautar og Vesturvallar. Austan þess suður frá Miðhúsum rétt sunnan við vallar- garðinn er Miðhúshóll, kollóttur melur með nokkrum stórum steinum, sunnan í einum þeirra er stallur, tilvalið sæti. Sunnan undir Miðhúshólnum liggur vegurinn suður á Melana, og hefir svo verið frá ómunatíð. Þar fyrir sunnan var garðbrot, sýnilega gamall vegur, sem síðar hefir blásið upp á melunum. Þar fann Ólöf á Hlöðum nælu foma, sem nú er á Þjóðminjasafni. Framhald þessa „vegar“ er í móunum suður undir Stóragili, og eins sunn- an við það. Til norðurs og austurs má einnig rekja brot af honum allt að Gásakaupstað. Suður frá Miðhúshól, skil- inn frá honum með litlu skarði, er Ásinn (Neðri Ás), hann liggur fyrir ofan mestan hluta Melanna og er örfoka að vestanverðu suður fyrir miðju, en þar fyrir sunnan eru móar. Var rofbarð norðan í þeim, sem stöðugt fauk úr. (Nú 1977 eru Melarnir, Nesbarðið, Vesturhúsaholtið og móarnir vestan í Ásnum allt orðið að túni). Austan við norðurenda Ássins heitir Tjörn, allstórt svæði vaxið 52 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.