Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.02.1978, Blaðsíða 36
BÓKAHILLAN Hjálmar Vilhjálmsson: Seyðfirskir hernámsþættir. Rvík 1977. örn og Örlygur. Tíminn líður, og það fennir í gömul spor. Atburðir, sem fylla hvers manns huga og eru á allra vörum í dag, eru horfnir í móðu gleymskunnar fyrr en varir. Svo er því farið um viðburði þá, sem þessi bók greinir frá. Atburðir hernámsáranna eru því gleymdir meira eða minna. Þau ár, sem hemámið stóð voru þó svo viðburðarík, að þau mörkuðu spor í lífi þjóðarinnar, sem raunar vara enn, enda þótt atburðirnir að baki þeirra séu löngu gleymdir. Það er því fyllilega tímabært að rifja upp og skrá- setja atburði þessara ára, svo að seinni tímar, og raunar unga fólkið nú í dag geti fengið hlutlausar myndir af því, er gerðist. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefir því hafist handa um að safna minningum fólks um her- námsárin, og ef vel tekst til um það, ætti að fást glögg mynd af hinni raunverulegu sambúð þjóðarinnar og hersins. Þessi bók er hin fyrsta í væntanlegu safni og hefir Hjálmar Vilhjálmsson fyrrum ráðuneytisstjóri riðið á vaðið með því, að lýsa því, er gerðist á Seyðisfirði á hernámsár- unum, en hann hafði þá óvenjugott tækifæri til að fylgjast með við- burðarásinni, er hann var bæjarfógeti á staðnum, og þurfti því að hafa margháttuð samskipti og kynni af hernum. Bókin er rituð að sanngirni og glöggri yfirsýn um atburðina, án haturs og hylli ef svo mætti að orði kveða. Hún bregður upp mörgum svipmyndum, sumum gamansömum af því er gerðist þá á Seyðisfirði. Og hún getur verið fyrirmynd öllum þeim sem vildu rifja upp og skrásetja viðburði þessara ára. Eysteinn Jónsson: f sókn og vðrn. Rvík 1977. Almenna bókafélaglð. Engum blandast hugur um, að Eysteinn Jónsson var um áratuga skeið einn umsvifamesti stjómmálamaður landsins jafnt á opinberum vett- vangi og að tjaldabaki og kunni manna best að reka áróður fyrir skoð- unum sínum og flokks síns. f bók þessa er saman safnað úrvali úr ræðum hans um áratuga skeið, svo og nokkrum ritgerðum. Kemur þar ljóst fram, að eingin stórmál hafa verið á dagskrá þjóðarinnar, svo að Ey- steinn hafi ekki tekið þau til meðferðar á einn eða annan hátt. Bókin verður þannig merk heimild um stjómmálasögu landsins á þessu tíma- bili og gefur lesandanum færi á að vega og meta það sem þar er til mála lagt, en verður þó jafnframt að minnast þess, að málin eru skoðuð af sjónarhóli flokkshyggjunnar, sem veitir útsýn aðeins í eina átt. Út frá því verður hún að dæmast hverju sinni. Eysteinn Jónsson er enginn glæsi- mælskumaður. Ræður hans eru þurrar staðreyndir, slyngur áróður fyrir stefnu hans, og voru á sínum tíma áhrifamiklar fyrir þá sök. Nú heyra þær til liðinni tíð, og menn lesa þær sem heimildarit en ekki sér til skemmtunar. Jón Helgason hefir valið efnið og skrifar hann greinagóðan formála um höfundinn. Alfræðl Mennlngarsjóös: Islands saga og Tónmenntlr. Rvík 1977. Mennlngarsjóðurog Þjóðvlnalélaglð. Tvö bindi af Alfræði Menningarsjóðs fylgjast nú að, íslands saga síðara bindi L—Ö og Tónmenntir fyrra bindi A—K. Höfundur Islands sög- unnar er Einar Laxness. Um hana má í stuttu máli segja, að það gegnir furðu hve miklu efni höf. hefir tekist að þjappa saman í stutt mál og aðgengilegt. Þarna eru t.d. greinar um sögu landbúnaðar og sjávarútvegs svo að eitthvað sé nefnt. Engan þarf að undra, þótt hann finni ekki svör við hverju einu atriði sögunnar, sem hann fýsir að fræðast um, en hitt er merkilegra, hve mörgu eru gerð skil á viðunandi hátt í svo víðfeðmu efni og forvitnilegu fyrir allan þorra manna, verða vitanlega mörg atriðisorð, sem velja þarf á milli, þar sem rúmið er takmarkað, en við fljótlega skoðun virðist sem höf. hafi tekist valið vel. En annars hefði það varla talist ofrausn af útgefanda, þótt íslands sögunni hefði verið ætluð þrjú bindi. Hallgrímur Helgason dr. er höfundur Tónmenntanna, og verður víst naumast um það deilt, að hann sé lærðastur Islendinga í þeim fræðum, sem að sögu tónmennta lúta. I þessu bindi er gerð grein fyrir flestum þáttum tónmennta og skýrður fjöldi orða, sem vér heyrum nær daglega í útvarpi eða lesum í blöðum, án þess að vita gerla við hvað er átt, er því fengur að þessu fræðsluriti, bæði fyrir leika og lærða I tónmenntunum . Trúlegt þætti mér, að margur, sem fávís er í fræðum þessum, eigi eftir að leita þar oft og mörgum sinnum, hvað þá hinir, sem eitthvað kunna fyrir sér, en þurfa að fræðast meira. Þetta er því næsta gagnleg bók á sínu sviði. Baldur Pálmason: Hrafnlnn flýgur um aftanlnn. Rvfk 1977. Bókaútgáfan Þjóðsaga. Hinn vinsæli útvarpsmaður Baldur Pálmason hefir safnað hér nokkrum Ijóðum frá löngum tíma og sett á bók. Kvæðin eru mörg stutt og gagnorð, en lýsa einstökum hughrifum og er þar víða vel að orði komist svo að lesandinn man eftir því, sem er meira en sagt verður um margt af nútímaskáldskap. Eitt lengsta kvæðið er Herör gegn her. Það væri ágæt á róðursgrein fyrir málstað hemámsandstæðinga, en á vart heima í ljóða- bók. Til þess svo væri þyrfti að lyfta efninu upp yfir dægurþrasið. Annars tekst höfundinum að bregða upp skýmm myndum, og síðasta ljóðið um tunguna er perla. Þórunn Magnúsdóttlr: Ungverjaland og Rúmenía. Rvík 1977. Mennlngarsjóður. Rit þetta er talið 10. bindi í ritsafninu Lönd og lýðir, sem ég satt að segja hélt að væri úr sögunni, enda liðnir áratugir, síðan það hóf göngu sína. Vel má segja, að full þörf væri á að fræða oss um þessi lönd, og að því leyti fyllir bókin upp í autt skarð, og ekki verður því neitað, að mikill fróðleikur er þama saman kominn, studdur tölum og hagfræði. En ekki finnst mér sem sá fróðleikur sé gæddur því lífi, sem vekur forvitni um ókunn lönd, svo að lesandinn fái áhuga á efninu. Þegar sleppt er lýsing- um á náttúru landanna, er engu líkara en hin þrúgandi hönd einræðis kommúnismans. sem heldur löndum þessum í helgreipum sínum, hafi stýrt hendi höfundar meðan hún hélt á pennanum. Af þessum sökum verður frásögnin öll stein runnin. Hvergi verður þó ljósara, hver penn- anum stýrir en í frásögninni um blóðbaðið í Ungverjalandi 1956 og innrás Rússahers til að kæfa frelsisbaráttu þjóðarinnar i blóði sínu. Enginn vafi er á, að margt er vel um það sem þama er gert, en að tala um frelsi í þessum löndum er háð en ekki lof eins og Snorri sagði. Þau geta verið auðug af hverskyns jarðargæðum, en frelsi er ekki til fremur en annars staðar þar sem einræði drottnar. I lelt að horfnum helml — Síglldar sögur með lltmyndum. Rvlk 1977. örn og Örlygur. Þetta eru nöfn tveggja bókaflokka,sem forlagið Öm og Örlygur gefa út handa unglingum eða öllu heldur handa stálpuðum bömum. Mjög er vandað til mynda, sem gerðar eru af góðum listamönnum, og bæði gleðja augað og vekja forvitni lesandans. I fyrri flokknum eru bækur um horfinn heim. Er þar skýrt frá fornleifarannsóknum og sögu fornaldar- þjóða og menningu þeirra. Er önnur bók þessa flokks um Trójustyrj- öldina og hrakninga Odysseifs, en hin er um Faraóana egypsku og einkum er þar sagt frá gröf Tut-Ank-Amens og út frá því er lýst sögu og menningu forn—Egypta. I flokknum Sígildar sögur eru einnig tvær bækur, en eins og nafnið bendir til er ætlunin að gefa hér endursögn nokkurra sígildra skáldsagna heimsbókmenntanna. önnur sagan er Róbinson fjölskyldan en hin er Gulleyjan.Ágætir þýðendur hafa verið fengnir til að gefa þeim íslenskan búning. Loftur Guðmundsson þýðir fomaldarsögurnar en Andrés Kristjánsson skáldsögurnar. Er íslensku ntáli vel borgið i höndum þeirra, auk þess sem báðir eru þjálfaðir í að skrifa fyrir unglinga. Ég tel góðan feng að bókaflokki þessum St. Std.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.