Heima er bezt - 01.02.1978, Side 13

Heima er bezt - 01.02.1978, Side 13
þeirra böm fengi annan mat en vinnufólkið, t.d. smér og nýmjólk, þegar undanrenna og bræðingur þótti fullgott handa fólkinu. Og um einn bónda var það kunnugt, að honum var borið feitt ket, þegar trosfiskur var á borðum vinnufólksins. Ekkert af slíku tagi þekktist á Hlöðum. Kaupgjald var lágt sem annars staðar, en það bættist að nokkru upp af því, að flest heimafólk átti nokkrar kindur á fóðrum, og var fóðrið selt eitthvað lægra en gangverð ef t.d. almennt fóðurverð var 5.00 kr., þá var það reiknað krónu ódýrara. Þetta var m.a. hvatning til allra að leggja sig sem mest fram um heyskapinn. Mikil hey gátu gert það, að hinn litli bústofn ykist um eitt eða tvö lömb. Allir gengu í sams konar fötum hversdagslega, svo að þar varð ekki séður munur á starfi eða stétt, og fólkinu var ekki skipað til verka heldur beðið að ganga að þessu eða hinu. Einn mismunur var þó og það var á vinnu og kaupi karla og kvenna. Stúlkur unnu öll þjónustubrögð utan hins fasta vinnutíma, að vísu höfðu piltar oft aukasnún- inga einkum í sambandi við sauðburð og fjárrag, en sem heild voru það smámunir hjá aukaverkum stúlknanna, og karlmannakaup var allt að því helmingi hærra en kvenna. En þetta var aldarandinn og ævagömul venja. En allt um það, heimilið var samfelld heild, ungir og gamlir, húsbændur og hjú, og raunar féll húsmennsku- fólkið alveg inn í heildarsvipinn. Vafalítið hefir slíkt verið víðar, en þó grunar mig, að í þessu efni hafi Hlaðaheimilið verið óvenjulega heilsteypt. Ritgerð þessi var skrifuð að mestu leyti milli 1950 og 60 og þá eftir minni eingöngu. Ömefnalýsingin er þó skráð laust eftir 1930 en endursamin nú í kaflanum Jörðin 1977. Löngu eftir að ritgerðin var samin fékk ég í hendur dag- bækur bræðranna Halldórs og Þorsteins frá árunum 1907—1914, þó ekki samfelldar. Fékk ég nokkum styrk af þeim einkum um tölur og ársetningar, en mestan þó að því, að þær sönnuðu mér, að ég mundi rétt, þar sem saman fóru lýsingar mínar og frásagnir dagbókanna. I. Jörðin Hlaðir í Hörgárdal er næst neðsta býli að austanverðu í dalnum, neðst er Skipalón. Land jarðarinnar liggur vestan undir nyrsta hluta Moldhaugaháls og uppi á honum. Bærinn stendur á flata, sem verður vestan undir hálsend- anum, en rétt neðan við túnið er brött melbrekka niður að árbökkunum, sem eru allbreiðir. Brekka þessi, sem er gamalt sjávarmál frá ísöld, nær með nokkrum skörðum utan frá Skipalóni og suður hjá Hörgárbrú. Telur Þor- valdur Thoroddsen, að á jökultíma hafi fjörður gengið þama inn, og er það vafalaust rétt. Víðsýnt er á Hlöðum. Þó sér þar ekki á sjó nema lítils- háttar á tveim stöðum, yfir Hörgárósum, og í skarði, er verður milli Gæsaása og Lónshóla, og austan árinnar sér hvergi til næstu bæja, nema að Lóni. Kalla má, að allur ■' ' |||Éi«p ■■■ Heima er bezl 49

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.