Heima er bezt - 01.02.1978, Page 24
hún sé margfalt afurðabetri gripur nú
en á dögum Magnúsar Thorarensen.
En hvernig svo sem farið er að því
að meta þessa 3.000 ríkisbankadali er
ljóst að hér var um mikið fé að ræða. I
ofanálag bættust svo auðævi tengda-
föðurins, Thyrrestrups, og þau áhrif
sem slíkum mægðum fylgdu. Thyrre-
strup kaupmanni þótti vænt um dæt-
ur sínar og sparaði hvorki fé né annað
til að gera veg þeirra sem mestan.
Af framansögðu má sjá að þau
Eyrarlandshjón hafa ekki verið stödd
á neinu flæðiskeri fjárhagslega eða
neðarlega í mannfélagsstiganum.
Þrátt fyrir mikinn auð er ekki svo að
sjá að Magnús hafi beitt sér fyrir
neinum umtalsverðum umbótum á
jörðum sínum, svo sem faðir hans
vildi og lagði til að efnaðri bændur
gerðu. T.d. er ekki kominn matjurta-
garður á Eyrarlandi fyrr en skömmu
fyrir andlát hans. [25]. Þó hefur hann
gert einhverjar jarðabætur því túnið á
Stóra-Eyrarlandi var víðfrægt fyrir
stærð og af góðum heyfeng.
Á Eyrarlandi var stór torfbær og
vafalítið hefur Magnús eitthvað dytt-
að að honum, þótt heimildir um það
bresti. En maddama Geirþrúður hef-
ur ekki látið sér lynda slíkan húsakost,
hún var vön honum betri í föðurgarði.
Einhverntíma fyrir 1846, sennilega
1844 eða 1845, ræðst Magnús í smíði
timburhúss með eikarloftum. Hús
þetta var síðar nefnt Eyrarlandsstofa
og stendur enn. Magnús Elíasson tré-
smiður mun hafa smíðað hana. Hann
bjó lengstum í svonefndum „Sal-
bjargarbæ" inní Fjöru sem heitinn var
eftir konu hans, Salbjörgu Pálsdóttur.
[26].
Eyrarlandsstofa er því mun eldra
hús en talið hefur verið hingað til.
En þá eru upptaldar umbætur
Magnúsar á höfuðbólinu.
Tekjur hans af jarðeignum voru
margvíslegar. Auk jarðaafgjalda og
leigna af kúgildum hefur hann
hlunnindatekjur af sela-, síldar- og
silungsveiði á Akureyrarpolli.
Tekjur af Eyrarlandi munu hafa
verið þessar:
Afgjald af Eyrarlandi, Barði,
Hamarkoti og Kotá. Leiga eftir
hólmana í Eyjafjarðará, Eyrarlands-,
Hamarkots- og Barðshólma. Leiga
eftir Glerárdal (sunnan ár). Gjald
fyrir hagagöngu kúa og hesta (senni-
lega einnig vegna sauðfjár, þótt þess
sé ekki getið), mó- og grjótsala. [27]
Árið 1841 eru 9 manns í heimili hjá
honum, þar af 3 verkfærir karlmenn.
Bústofn hans er 3 kýr, 18 ær, 5 geml-
ingar og 3 hross. Alls ekki meira en
þokkalegt bú eftir þeirra tíma mæli-
kvarða. Þetta ár ber hann 50 fiska út-
svar til Hrafnagilshrepps, og er 10
fiskum lægri en Gudmannsverslun og
Örum & Wulffs höndlunarhús sem
hvort um sig báru 60 fiska. Móðir
hans, ekkjumaddama R. Thoraren-
sen, var þetta ár hæsti gjaldandinn í
hreppnum og greiddi 100 fiska útsvar.
Ef verðeiningu þessari (fiskum)
væri breytt í gjaldmiðilinn sem tók
gildi í Danmerkurríki 1813, ríkis-
bankadalinn, þá gerir útsvar Magn-
úsar (1841) 4 rbd. og 1 mark, eða ná-
lægt 12 þúsundum króna. Útsvars-
byrðin hefur því ekki íþyngt óðals-
bóndanum á Eyrarlandi um of. Þess
ber að geta að leiguliði galt tíundina
fyrir landsdrottin af kúgildunum, en
þau voru ávallt helsta tekjulind
jarðareiganda. Bóndi sem bjó á
meðaljörð, þ.e. 20 hundraða, galt eftir
hana 120 álnir, eða kýrverð á ári skv.
venjulegu mati kúnna til álna, en
jafngildar henni voru sex ær.
Kúgildaleigurnar, fjórar að tölu, átti
að greiða í smjöri (80 pund) eða fjög-
urra lamba eldi ef smjör var ekki til í
skileyri. Leigan fyrir kúgildið var
annars metin á tuttugu álnir, þ.e.a.s.
sjöttung úr kýrverði eða verð einnar
ær. Með tíundinni gat leiguupphæðin
orðið alls á landsvísu 244 álnir. Útsvar
Magnúsar árið 1841 nam tæplega
hálfu kýrverði eftir álnareikningnum.
Haustið 1845, síðasta árið sem
Magnús lifði, eru sjö manns í heimili
hans sem merkir að hann hefur haft
tvær vinnumanneskjur. Búskapur var
mannfrekur á þessum árum og hon-
um viðhaldið af mannafla sem var
frekar ódýr. Það virðist því alveg
augljóst, og nálgast fullvissu, að land-
setar Magnúsar hafa þurft að leggja
fram vinnu í skileyri. Vinnukvöð mun
þó ekki hafa verið jafn algeng í Eyja-
fjarðarsýslu og víðast hvar annars-
staðar á landinu.
Einhverra hluta vegna hefur
Magnús ekki kært sig um mikil umsvif
í búrekstrinum. Kann þar einhverju
að hafa valdið að hann gekk ekki heill
til skógar og var orðinn helsjúkur
maður undir það síðasta.
Af úttektabókum Gudmannsversl-
unar má ráða að hann hefur ekki ver-
ið verri landsdrottinn en svona gerðist
og gekk. Leiguliðar hans virðast þó
nokkuð þaulsætnir, enda átti þess
konar fólk ekki í mörg hús að venda
og því jafngott að láta ekki standa upp
á sig með skileyri eða aðrar kvaðir.
Árið 1845 er talið að 80% bænda
hafi verið leiguliðar, eða 5.967 bænd-
ur af þeim 7.204 sem sagðir voru í
landinu. Fólk þetta átti allt sitt komið
undir duttlungum jarðareigenda.
Stritið var sameiginlegt öllum leigu-
liðum, og afkoman lagaði sig eftir ár-
ferði og heilsufari. Fólk varð ekki
gamalt á þessum árum. Maður kom-
inn yfir fimmtugt taldist í hópi þeirra
eldri. Á þessu voru þó til undantekn-
ingar en fremur sjaldgæfar.
Hér kemur í hug leiguliði Magnús-
ar (og síðar Geirþrúðar) sem hét
Sveinn Jónsson. Hann og kona hans,
Ingibjörg Ólafsdóttir, náðu til þess að
gera háum aldri og verður því að ætla
að þau hafi verið frekar heilsugóð.
Á árunum 1843—1850 búa þau á
parti Stóra-Eyrarlands og virðast hafa
það bærilegt, því að árið 1843 geldur
Sveinn 20 fiska útsvar til Hrafnagils-
hrepps sem óneitanlega er miklu
þyngri byrði en hvíldi á herðum
óðalsbóndans sjálfs, miðað við tekjur
og eignir. [28]
Næstu fimmtán árin má svo rekja
spor þessa leiguliða eftir Eyrarlands-
eignum. Því eldri sem hann verður og
vinnuþrek dvínar, því þrengra verður
um hagi hans.
Árið 1860 er hann farinn að búa í
þríbýlinu á Kotá. Ómögulegt er að sjá
hvemig land þessarar jarðar gat
framfleytt þrem fjölskyldum. Samt
voru þær þama. Þá er svo komið fyrir
Sveini og Ingibjörgu að þau verða að
fá hjálp af sveit til að geta bjargast.
Hann er þá 67 ára gamall en hún 72.1
gröfina fóru þau jafn snauð og þau
komu í þennan heim, með þurfa-
lingsstimpilinn á bakinu.
Upp á þessi býti lifði meginþorri
leiguliða á þessum árum, og voru þó
60 Heima er bezt