Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 6
Friðarboðskapur kisu í Holtsseli um páskana 1983 komst í fréttirnar: Hún stökk ofan í kassann til andarunganna og tók þá að sér eins og kettlinga. greiðar, svo fólk sótti mikið hvað til annars í nágrenninu og samgangur milli bæja var meiri en ég þekkti hér inni í Eyjafirði. - Það sést hér innanstokks, að þú stundar ýmsar hann- yrðir. - Ég hef alltaf haft gaman af öllu sem er skapandi, að það sjáist eitthvað eftir mann. Kannski er það einmitt þess vegna sem ég hef dálæti á búskapnum, að þar sér maður handaverk sín og - fær að njóta þeirra, - eða gjalda, eftir atvikum. En að öðru leyti þá hef ég t.d. gripið í að mála og teikna, sótti t.d. námskeið í því á Akureyri á sínum tíma. Ef ég hefi ekki orðið bóndi hefði ég helst viljað læra innanhússarkitektúr. - Minnistu margra eftirminnilegra persóna héðan úr þínuungdæmi? - Já, hér var margt merkisfólk. Mér er t.d. minnisstæð ein síðasta förukonan sem ég hef spurnir af á landinu, hún hét Kristín Jónsdóttir, alltaf kölluð Litla-Stína. Hún taldi sér held ég heimili vestur í Ási á Pelamörk, en fór alltaf á milli bæja, bæði hér og austur í Þingeyjarsýslu, kom ævin- lega á hverju sumri með 7 til 8 léreftspoka með sér, í þeim var búslóðin hennar. Litla-Stína stoppaði svona viku á hverjum bæ og hafði alltaf uppi sömu formúluna þegar hún birtist, taldi upp hvað hún vildi borða, mjólkurgraut, fisk og fleira, - og síðan sagði hún ævinlega: ,,Og svo þarf ég að hafa kopp“. Kristín lapti ekki sögur milli bæja, en hafði gaman af að segja sögur af sjálfri sér og þá sérstaklega frá æskuárum. Hún hafði verið kaupakona í sveitinni og þekktu hana flestir. Ég held hún hafi verið nærri níræð þeg- arhún lést. - Er eitthvað fleira úr gamla tímanum, sem nú er horfið, en þú kynntist í æsku? - Þá var náttúrlega heyjað meðgamla laginu, hestavélar voru í notkun, orf og hrífur, - fyrsta dráttarvélin var ekki keypt hingað fyrr en ég var komin vel á legg, en Búnaðarfé- lagið var búiö að kaupa tæki til sameiginlegra nota og auð- vitað búið að rækta heilmikið þegar ég man fyrst eftir mér. - Hvenær finnst þér mestu umskiptin hafa orðið? - Maður sá held ég ekki hestaverkfæri eftir 1960 hér í sveit. í Holtsseli urðu mestu viðbrigðin þegar byggt var, um svipað leyti og búið var að skipta fjallinu og stækka landið hjá bæjunum hér ofan við Grund. Nýtt fjós breytti aðstöðunni geysilega hjá okkur. - Hvað er mikilvægast til að halda mjólkurgæðunum og mjólkurmagni í æskilegu horfi? ,,Barnaleikur“ er að aka ilmandi þurrheyinu úr hlöðu með svona nýtísku kerru. Heydreifarinn myndar lög í hlöðuna, og má þekkja einstakar spildur (og jafnvel votviðrisdaga úr). - Fyrstogfremstræktunin, aðgetagertgottúrmoldinni og halda túninu í góðri rækt og sinna vel um það, til að geta aflað nægra og góðra heyja. Við hagnýtum okkur alltaf ráðunautaþjónustu Búnaðarsambandsins að einhverju leyti, en ég held að hver bóndi verði líka að geta hagað þessu eftir auganu, ef svo má segja. - Hvaða atvikum manstu fyrst eftir í bernsku? - Mér finnst endilega að ég muni eftir Heklugosinu 1947, sem var nú nokkrum mánuðum áður en ég fæddist, svo ég verð að telja að minnið bregðist mér þar að ein- hverju leyti. Hins vegar var náttúrlega mikið um það talað Rafmagnsskeri er notaður til að rista fyrir, en krabbi sem hangir í hlaupaketti lyftir votheyinu. heima, ekki síst vegna þess að dynkirnir höfðu heyrst hingað. Ég fæddist ekki fyrr en í desember 1947, svo að þetta gæti aftur á móti stutt þá kenningu, að heyrn fósturs- ins sé næm í móðurk viði! Ég man fyrst eftir mér sífellt í kringum skepnur, t.d. gleymi ég ekki fyrstu ánni sem mér var gefin. Ég fékk hanq sem gimbur þegar ég var tveggja ára og man skýrt eftir því þegar hún átti fyrst lamb. líklega vorið 1949, sem var mjög kalt. Mér fannst lambið voðalega stórt, gimbrin bar niðri á túni og pabbi hefur vafalaust fundið hana fyrst, en sótti mig og lét mig finna hana borna. Svo þurftum við að koma lambinu og ánni heim. Þótt gimbrarlamb sé nú enginn stór- gripur man ég að ég rogaðist með lambið heim í fanginu og hljóp svo til að kalla á afa og sýna honum lambið. Þetta var hvítur hrútur og ég stórkostlega montin af honum. - Skógræktin í Holtsseli vekur sérstaka athygli, hver var þarað verki? - Það var hún mamma, hún hafði ahtaf geysilegan 118 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.