Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 13

Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 13
Um aldamótin 1900 Verbúðir í Brimnesbyggð við Seyðisfjörð. Myndin er tekin fyrir aldamót, áður en vélbátar komu til sög- unnar. Lengst til vinstri sést sjóhús Páls Árnasonar að Hrólfi, en lengra til hægri, fyrir miðri mynd, er Borgarhóll. Báturinn fremst á myndinni er með færeysku lagi, en Færey- ingar voru fjölmennir við fiskveiðar frá Austfjörðum um þetta leyti og seldu is- lendingum oft skektur sínar í vertíðarlok. Síðar urðum við Þorsteinn góðir vinir, mat ég hann mikils og var ekki einn um það. Það er frá Sigurði Ólafssyni ferða- félaga mínum að segja, að hann sat hinn hressasti á bóndabænum allan tímann, sem við biðum eftir skipinu, og lét hið bezta af líðan sinni. Strax eftir að við Steini litli vorum farnir kvöldið, sem við vorum að leita gist- ingar, var farið með Sigurð til bað- stofu og hann látinn fara úr öllu blautu og lánuð þurr föt, einnig bor- inn fyrir hann matur og kaffi til hressingar. í hlöðunni svaf hann allar næturnar þarna, en hafði fæði með heimafólki og dagvist í baðstofu að vild. Sigurður heimsótti mig næstum daglega, og gerðum við okkur þá til dægradvalar að grípa í spil. Það var ekki fjölskrúðugt, sem tveir gátu spil- að, en það dreifði tímanum. Steini litli leit oft inn til mín, aðra gesti hafði ég ekki. En vin átti ég og nokkuð fjarskyldan frænda á Seyðis- firði. Það var Guðmundur Albertsson frá Leiðarhöfn við Vopnafjörð. Við höfðum verið saman á unglingaskóla á Vopnafirði veturinn 1909-10 og orðið vel til vina. Hann vann nú við verzlun Stefáns Th. Jónssonar á Seyðisfirði, innan búðar, ásamt öðr- um manni, Guðmundi Guðmunds- syni, sem var úr Norður-Þingeyjar- sýslu. Það var oftast nóg að starfa í búðinni hjá þeim nöfnum, og var því lítt hægt við þá að ræða á búðartím- um, en eftir lokun var alltaf annar þeirra eftir við að laga til og búa ýmislegt undir morgundaginn, og gerðu þeir þetta sitt kvöldið hvor. Ég kom því alltaf um lokunartíma það kvöldið, sem Guðmundur Albertsson var í búðinni, og var hjá honum mis- jafnlega lengi eftir ástæðum. Hann hitaði þá jafnan vatn á olíuvél eða prímus, sem var þar í kompu inn af og var einkum notuð til að hita ræst- ingavatn fyrir búðina, og bjó hann út kakódrykk eða te handa okkur, en sykur og hart brauð fékkst í búðinni. Guðmundur Albertsson var greindur og góður piltur og skemmtilegur félagi. Loks fréttist síðari hluta dags, að Botnía væri komin og mundi fara aft- ur suður um seinni hluta nætur, og var þar með komið að lokum Seyðis- fjarðarveru minnar í það sinn. Þetta kvöld vildi ég hafa tal af Þor- steini eldra og taka peninga þá, sem ég átti hjá honum. Ég hafði aðeins einu sinni séð honum bregða fyrir þá daga, sem ég dvaldist í húsi hans, og yrtumst við þá ekki á. Nú fylgdi Steini litli mér til hans inn á skrifstofu, og tók hann mér hið besta. Bað hann Steina litla að segja frænku hans að koma með kaffi handa okkur, og kom það eftir nokkra stund. Þorsteinn ræddi þarna við mig um ferðalag mitt og fleira. Ég sagði honum, að ég ætl- aði að taka hjá honum innstæðu mína frá sumrinu á Skálum, sem ég þyrfti nú á að halda til skólaverunnar, og tók hann því vel. Var allt annað upplit á honum nú, en við fyrri fund okkar, þegar hann var að úthýsa mér. Tók hann nú fram möppu og úr henni reikning yfir innlegg mitt hjá honum á Skálum og þá peninga, sem ég hafði tekið út þar, ásamt mismun, sem hann taldi mér þarna út upp á eyri. Ég spurði hann, hvað ég ætti að borga fyrir húsnæðið, en hann kvað það sér óviðkomandi og vildi ekkert um það tala. Kvaddi ég hann svo með virktum. Ég bað Steina litla að spyrja frænku sína, hvað ég ætti að borga fyrir herbergið og fyrirhöfn hennar á fatnaði mínum, sem hún tók rennandi blautan og skilaði mér þurrum og hreinum. En það var sama svarið, ekkert að borga. Ég náði að kveðja gömlu konuna og þakka henni greiðasemi alla við mig, sem hún gerði lítið úr og vildi bara afsaka. Steini litli fylgdi mér til skips og hjálpaði mér með farangurinn, og við kvöddumst þar. Hann hafði verið mér mikil hjálparhella, svo sem frá hefur verið sagt. Heimaerbezt 125

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.