Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 17
varlega og vera lengi. En samt kom
loks að því að máltíðinni lauk.
Gestinum var boðið að vera um
nóttina og ég sá mína „sæng út-
breidda“, til fóta. Gestakoman olli
uppnámi í huga mínum. Minni áhrif
hafði hún á foreldra mína og systur
sem var á sjötta ári. Kýrnar voru
mjólkaðar, þegar tími var til kominn
og þegar búið var að „ganga frá“
mjólkinni voru Passíusálmarnir lesn-
ir. Ekki man ég fyrir víst, hvort gest-
urinn bauðst til að lesa, en mér er nær
að halda að svo hafi verið. Að minnsta
kosti hóf hann mikla trúarlega um-
ræðu, þegar lestrinum var lokið. Að
vísu talaði hann jafnan einn og án af-
láts og við hin hlustuðum á. Fátt af því
sem hann sagði festist í minni mínu en
nokkuð þó.
„Guð gaf mér röddina aftur eftir
alla brjósthimnubólguna,“ sagði
hann, „til að ég gæti flutt boðskap
hans.“ En ógleymanlegast verður mér
alla tíð, þegar hann þuldi yfir okkur
lífsreynslusögu sína þetta síðvetrar-
kvöld. Hvernig hann eitt sinn varðist
djöflinum í örvæntingu og jafnvel
heitustu bænir virtust ekki koma að
notum gegn óvininum, sem nálgaðist
hann stöðugt vegna þess hve hann
sjálfur var syndugur og hafði talað
ljótt. Og þegar ekki varð annað séð en
að öllu væri lokið fyrir þessum vesal-
ingi birtist þá ekki Frelsarinn sjálfur á
úrslitastundu.
Slík kynngi fylgdi frásögninni, að
ég var lamaður af ótta og skelfingu,
svo að ekkert sem ég hafði áður heyrt
komst í samjöfnuð, nema ef vera
kynni frásögnin af Glámi í Grettis-
sögu, sem ég hafði nýlega stautað mig
fram úr.
Lengi á eftir sá ég andskotann fyrir
mér í hrikalegri mynd, þegar fór að
halla degi, og jafnvel um hábjartan
dag gat ég ekki hætt að hugsa um
hann.
Daginn eftir fór gesturinn. Eitthvað
af smábæklingum skildi hann eftir
sem þóknun fyrir næturgreiðann. Ég
held að ekkert af slíku hafi verið keypt
heima hjá mér. Líklega hefur þó til-
gangur hans með þessu ferðalagi ver-
ið sá að bjóða slíka vöru til kaups.
STEFÁN ÁGÚST:
Séð
um vesturgluggann
Heiður himinn
hjúpaður kvöldroða.
Haust lœðist hœgt
yfir hœðir og dœldir,
háttar í skugga.
Hinum megin fylling fegurðar,
sem í fölva haustkveðju býr.
Turnar bera við blikandi himin,
breiðist dökkviyfir allt,
sem að mér snýr.
Fjœrst er háreist Hallgrímskirkja,
í hennar skjóli
tign Guðs býr.
Háteigskirkja er har/a nœrri,
víst er hún augnayndi.
A Esjuna skyggir skeleggur sjóhalíarturn,
útlínur hans eru sem hrönn,
sem undrun mér vekja og spurn.
Þessi kynjamynd af kveðju haustsins
er kynngi vígð, sem í vor.
Sólin steig þá
sömu spor.
Aðeins munurinn sá
að allt var á uppleið þá,
og óður minn flaug á fagnandi vængjum
í faðminn á gróðursþrá.
Núna sé ég rósir sofna
og svífa inn í haustsins kul.
Haustið virðist samt vorinu líkt.
Hvað veit ég um þess dul?
1983