Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 25
HULDUKONAN í KLETTAGERÐI
Á AKUREYRI
Halldóra Arnardóttir, Klettagerði 6, Akureyri, sem nú er
um tvítugsaldur, sá fyrir nokkrum árum konu inni í stof-
unni á heimili sínu, er hún þóttist vita að væri ekki af þess-
um heimi. Hún varíbláum kyrtli, skósíðum, og með slegið
hár, og virtist vera um þrítugt eftir andlitsfalli að dæma.
Sýnin var mjög skýr og varaði nokkra stund, en hvarf þegar
hún leit sem snöggvast af henni. Halldóra segist viss um,
að þetta hafi verið huldukona eða dís úr klettaborgunum,
sem eru þarna rétt fyrir norðan, ogkalla má ,,Dalsborgir“,
eftir Lækjardalnum, sem þær standa við.
(Sögn Halldóru og Arnar Inga föður hennar, vorið
1984).
HULDUFÓLKIÐ Á GLERÁ
í frásögninni um barnshvarfið á Glerá, sem birt er í Þjóð-
sögum Jóns Arnasonar og Grímu, (og endursögð eríHEB,
34. árg., 5. tbl. bls. 162), er sagt að barnið hafi verið leitt
,,að hól einum í túninu“, án þess að tiltaka það nánar.
Þann 14. júlí síðastliðið sumar (1984) ræddi ég þetta við
Ásgeir Oddsson, Lönguhlíð 14, Akureyri, sem er upp alinn
á Glerá. Taldi hann líklegt, að huldubærinn sem litla stúlk-
an hvarf í, hafi ekki verið í neinum hól á túninu, heldur í
kletti einum litlum eða klettahjalla, austanvert við svo-
nefndan Vaðshvamm, sem er stór hvammur í Glerárgilinu,
beint suður af Glerárbænum. Því til staðfestingar sagði
hann mér sögu, er hljóðaði einhvernveginn þannig:
Eitt sinn á unglingsárum okkar bræðra á Glerá, vorum við að
reka fé upp með gilinu, og yngri systir okkar með okkur. Áður
en við lukum rekstrinum, sneri hún við og hélt heimleiðis niður
með gilinu, og sá þá litla stelpu, er var á stjái framan við þennan
klett, þar sem engra manna var von. Varð hún hrædd við þessa
sýn, og hljóp heim sem fætur toguðu og sagði frá þessu. Ekki
varhúnskyggnella.
Sjálfur segist Ásgeir eitt sinn hafa leitað um allt gilið að
á, sem komin var að burði, en fann hana hvergi. Gekk
hann þó gilið báðum megin og skyggndist í allar smugur.
Morguninn eftir gekk hann að henni neðan við fyrrnefndan
klett, og var hún þar borin.
Aðspurður um Vörðuhólinn, segist hann ekki hafa heyrt
um huldufólksbyggð þar meðan hann var að alast upp á
Glerá, og efnishvarfið úr honum telur hann, að hafi getað
orðið af náttúrlegum orsökum.
GUNNAR GUÐMUNDSSON,
frá Hofi:
Kúfiskuiinn
Hér í Dýrafirði var það sem víðar mikið stundað að
plægja kúfisk til beitu. Það var ágætis atvinna og góð-
ur hlutur fyrir.
Flotplæging með vélbát varð algengari þegar tím-
inn leið og útrýmdi eldri aðferðinni, að plægja frá
landi. En hér skal þeirri aðferð lýst að nokkru:
Báturinn sem innbyrti kúfiskinn var skammt und-
an, en við höfðum spil í landi og gengu tveir menn á
það og sneru. 60 faðma undan landi eða grynnra var
framhalari eða anker. Framan á bátnum var svo spil
með tveim sveifum, Híft var með því eftir að hafa
plægt 10-15 faðma. Var þá yfirleitt fullur plógurinn.
Kúfiskurinn var seldur í stykkjatali, og vatnsfata
tók um 100 skeljar. Plógurinn var gríðarlega þungur.
Á honum voru 12 gaddar, sem gengu um fet niður í
sandinn. Það sem rann upp, þegar plógurinn var
dreginn fór í poka úr togaravörpu, sem hafður var á
grind aftan við plóginn.
Kúfiskur var alls staðar hér í Dýrafirði. en ekki
hægt að ná honum í Önundarfirði. Ströndin þarf að
vera sendin og alveg grjótlaus. Til dæmis er ekki hægt
að plægja kúfisk á þennan hátt á Ingjaldssandi.
Það þótti gott að fá um 6 þúsund kúfiska á dag.
Þúsundið var selt á 10 krónur. Einn kúfiskur dugði í
2-4 beitur. Hann var geymdur lifandi i gryfjum í mal-
arkömbum og lifði í viku, ef ekki fraus. Ekki mátti
heldur vera mikið sólskin.
Kúfiskskelin var opnuð með örþunnu ljáblaði og
síðan skorið sundur. Skóflað var út úr skelinni með
bakka. Þessu var hætt um 1921 og þá tók flotplæging-
in alveg við. 2 plógar voru út frá hvoru borði bátsins,
og dregið að með dekkspili. Það var og er vitleysa að
plægja ekki kúfiskinn upp sem matarskel handa fólki.
Kúfiskurinn er ögn seigur, en góður bæði súr og soð-
inn.
Öðuskel og kræklingur voru líka teknar til beitu, sá
síðarnefndi með kræklingahrífu sem skrapaði hlein-
arnar. En þessar tegundir tolldu illa á öngli, miðað við
kúfiskinn, og fáir notuðu þær. Ég smakkaði fyrst skel-
fisk í Mosdal.
Heimaerbezt 137