Heima er bezt - 01.04.1985, Qupperneq 26
Henriette Louise Svendsen fæddist á
Djúpavogi, en ólst upp á ísafirði til 16
ára aldurs og átti þar„/ rauninni
heima alla tíð“, eins og dóttir hennar
segir í þessum fróðlegu minningum
um aldamótafólkið. Samt sá Henriette
ísafjörð aldrei aftur, en bjó í Kaup-
mannahöfn og svo í Reykjavík með
manni sínum Birni Jenssyni, yfirkenn-
ara við Menntaskólann í Reykjavík.
(Hann var bróðursonur Jóns Sigurðs-
sonar, forseta).
Henriette mætti margvíslegt and-
streymi í lífinu, og mun sumum þykja
nóg um hörku þá sem rektor Mennta-
skólans sýndi fjölskyldunni eftir lát
Björns. Henriette var draumspök,
söngelsk — og einnig tónskáld, —
hjúkrunarkona af guðs náð, og góð
móðir. Afkomendur hennar eru marg-
ir og sumir þjóðfrægir sökum hæfi-
leika og atgervis.
Móðir mín, Henriette Louise Svendsen, fæddist á Djúpa-
vogi 17. nóvember 1859. Foreldrar hennar voru Henrik
Henckel Svendsen kaupmaður þar og seinni kona hans,
Ágústa Arnórína Snorradóttir Svendsen, síðar kaupmaður
í Reykjavík.
Líf móður minnar er svo samtvinnað lífi ömmu minnar,
Ágústu, að erfitt fr að greiða í sundur örlög þeirra. Þær
skildu aldrei meðan báðar lifðu. Ég vísa því til þess sem ég
hefi skrifað um ömmu mína, um alla ytri atburði sem
sköpuðu hagi þeirra. (HEB 9-10, 1984, bls. 292).
Þessar konur voru afar ólíkar að eðlisfari. Þær áttu það
þó báðar sameiginlegt að vera vel viti bornar og komu sér
aldrei undan því sem skyldan lagði þeim á herðar.
Móðir mín var þriggja ára þegar hún missti föður sinn og
fluttist til ísafjarðar. Þar lifði hún sína æsku og átti í raun-
inni heima alla tíð, þó hún hafi neyðst til að flytja þaðan 15
til 16 ára gömul og sá ísafjörð aldrei síðan, nema í draum-
um sínum. Hún var alla tíð afar draumspök kona og
dreymdi oft fyrir óorðnum hlutum, en þeir draumar
gjörðust ávallt á ísafirði.
Ég man enn einn drauminn sem hún sagði okkur áður en
hann kom fram, og líkist hann mjög í eðli sínu öðrum
forspáum draumum sem hana dreymdi við og við, alla ævi.
Hana dreymdi að hún væri stödd í kirkjugarðinum á ísa-
firði og danskur vinur hennar var með henni. Hún heyrði
hann segja, um leið og hann benti á ákveðinn stað, sem hún
kannaðist við: „Se, der er stedet.“ Lát mannsins barst henni
með fyrstu ferð að vestan og gröf hans var gjörð á þeim stað
sem hún sá í draumnum.
Amma mín Ágústa bjó í 12 ár á heimili bróður síns,
Lárusar Snorrasonar kaupmanns, á ísafirði og hafði móður
mína hjá sér.
Dvalar sinnar á ísafirði var móður minni ávallt ljúft að
minnast. Hún eignaðist þar vini, sem héldu tryggð við hana
ÁGÚSTA B. THORS:
Móðir
mín
Henriette
Louise Svendsen
M r
V v t L M V T ' ^ vl W H
I . v. wf.
138 Heimaerbezt