Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Page 27

Heima er bezt - 01.04.1985, Page 27
allt lífið. Beztu vinir hennar voru Ásgeir Ásgeirsson kaup- maður þar og kona hans, Sigríður, og börn þeirra. Þau voru á líkum aldri og mamma og leikfélagar hennar. Þau komu aldrei til Reykjavíkur á meðan þau dvöldust á ísafirði, án þess að heimsækja mömmu. Dvöl hennar á ísafirði varð henni ekki aðeins ánægjuleg. Hún varð henni einnig gæfurík. Ásgeir Ásgeirsson eldri var þá mesti fram- kvæmda- og athafnamaður þar vestra, og góðum efnum búinn. Hann vildi gefa börnum sínum hið bezta uppeldi sem völ var á og hafði því ávallt heimiliskennara. Þau hjónin buðu móður minni að taka þátt í þessari kennslu, og varð það til þess að hún varð miklu betur upplýst en al- mennt gerðist. Hún var vel læs á enska tungu, dönsku talaði hún fagurlega og eitthvað lærði hún í þýzku, því hún gat leiðbeint okkur börnunum, þegar við síðar fórum að glíma við það tungumál. Það fór ekki hjá því að þessi menntun og menningaráhrif, sem hún naut á þessu tímabili, setti svip sinn á framkomu hennar, sem mér fannst ávallt mikið til koma. Hún lýsti sér í frjálslegu látleysi og hégómaleysi. Háttvísi hennar var svo mikil, að aldrei var ófriður í nær- veru hennar. En tíminn leið og hún varð að yfirgefa alla þessa æskuvini sína. Marga þeirra átti hún aldrei kost á að sjá aftur. Lárus Snorrason kaupmaður fluttist til Kaupmanna- hafnar, eins og ég hefi skýrt frá í blöðum mínum um ömmu mína, og þar biðu hennar erfið 12 ár. Tólf ára strit, sem fór svo illa með heilsu hennar, að hún beið þess aldrei bætur. Læknar sögðu að hún hefði of stórt hjarta. Ég veit ekki hvað sá sjúkdómur er kallaður nú, en mamma var aldrei sterkbyggð. Þær mæðgurnar, amma og mamma, þurftu að leggja hart að sér öll þau ár sem amma hafði matsölu. Húsnæðið var kalt og varð móðir mín oft að setjast upp í rúmi sínu klukkan 4 að morgni og hekla barnsflík, til að selja, áður en Henriette Louise Svendsen er önnur frá vinstri í neðri röðinni. Hægra megin er móðir hennar, Ágústa Svendsen, en með þeim á myndinni eru sjö börn Henriette og Björns. Efst til hægri er höfundur þessarar greinar, Ágústa, en síðan koma Olöf, Þórdís, Viggó og Sigríður. I fremri röð er Soffía lengst til vinstri og Arndís (síðar leikkona) lengst til hægri. aðalstörfin hófust. Það þurfti líka að spara eldiviðinn. Þessi ár í Kaupmannahöfn voru samt ekki gleðisnauð. Alls staðar sem mamma var eignaðist hún vini. Það var líka ánægjulegt fyrir hana að kynnast systkinum sínum, Sophie, síðar Djörup og Harald Viggo, bróður sínum. Hún átti töluvert af frændfólki í föðurætt, sem hún átti ánægju- leg samskipti við. Móður minni var einu sinni boðið til Jóns Sigurðssonar forseta, og þar hitti hún tilvonandi mann sinn í fyrsta skipti. Faðir minn, Björn Jensson, var bróðursonur Jóns Sigurðs- sonar og var þeirra á milli innilegt samband alla tíð. For- eldrar mínir voru bæði svo stödd efnalega, að þau gátu ekki gift sig. Faðir minn fór því á undan henni til íslands og sáust þau ekki næstu þrjú árin. Hann vildi reyna að grynna á námsskuldum sínum, sem nú þurfti að greiða, varð kennari og síðar yfirkennari við Menntaskólann í Reykja- vík. Kennarastaða við Menntaskólann var ekki, á þeim tíma, nein gullnáma og var hann alla ævi sína að greiða þessar skuldir. En árið 1886 giftust þau og flutti amma mín þá, sem fyrr segir, með þeim. Fyrstu hjónabandsárin áttu þau heima í Þingholtsstræti, í sambýli við Jón, bróður Björns, og Sigríði konu hans, en fluttu síðan í Menntaskólann, sem þá var nefndur Latínuskólinn og var í þá daga eina menntastofnun landsins, sem brautskráði stúdenta. íbúð þeirra í Menntaskólanum var afar lítil, eitt gott svefnher- bergi og borðstofa, sem var svo þröng að ekki var unnt að ganga í kring um borðið. Það stóð upp við sófa og svo voru stólar á þrjá vegu. Amma mín hafði sæmilegt herbergi á háaloftinu og var ég þar hjá henni. Þar að auki var herbergi sem kallað var kennarastofan, og áttum við að hafa afnot af henni eftir skólatíma. Þetta var nothæft á meðan börnin voru fá, en þeim fjölgaði stöðugt og þurfti amma þá að bæta við sig fleiri og fleiri herbergisfélögum. Þar við bættist að kennarastofan varð ávallt notuð meir og meir, og einu sinni þegar faðir minn tók við kennslu í bekk sem var alveg ónýtur í stærðfræði, sagði hann við piltana: „Ég felli ykkur alla í vor, ef þið gerið ykkur ekki meira far um að læra.“ Það varð til þess að þeir báðu hann um að gefa sér auka- tíma á eftirmiðdögunum. Þetta fór síðan með allar hans frístundir og kennarastofan varð ekki lengur til okkar nota. Það hlóðust þvi alltaf meiri og meiri störf á foreldra mína með hverju árinu sem leið. Hvernig móður minni var unnt að halda 7 börnum í skefjum í þessari þröngu borðstofu, sem þá var orðin eina stofan okkar á vetrum, skil ég ekki. Engin ærsl máttu eiga sér stað á meðan kennslan var í skólanum, og i þessari stofu urðum við öll að búa okkur undir skólann. Það var heldur ekki lengi verið að hendast út á ganginn, þegar bjallan gaf til kynna að tímum væri lokið. Þá vorum við ekki lengur í herbergiskytru — við höfðum stærstu höll landsins til umráða. Móðir mín hafði mörgu öðru að sinna, heldur en sínu eigin heimili. Fyrst þegar ég man eftir mér voru heimavistir í skólanum og þurfti hún að sjá um morgunkaffi handa piltunum. Þessu fylgdi auðvitað uppþvottur á öllum þeim leir. Auðvitað voru engin þægindi, vatnið var skammtað, því það þurfti að sækja í brunn, sem var neðst á skólatúninu Heima er bezt 139

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.