Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 33
Þeir eru skrýtnir, — undantekningalaust ótuktir. Því miður,
þá verður það að segjast eins og er.“
„Nú, jæja. Er ég nokkuð annað eða meira en ógerð, eins
og flestir mannanna barna?“
„Þú ert alveg gerólíkur öllum öðrum, en þú veist ekki af
því, — ekki ennþá. Seinna munt þú verða þér þess með-
vitandi, að þú býrð yfir góðum og sérkennilegum gáfum,
einmitt á því sviði, er hvað minnst hefur verið lagt upp úr til
þessa, en vegna utanaðkomandi áhrifa fyrirspillandi afla
verður þér minna úr þeim en efni standa til.“
Daníel þagði og starði enn agndofa á Sóley. Svo rétti
hann henni hendina.
„Þakka þér fyrir hreinskilnina, vinkona, Einhvern tíma
seinna getur verið að mér auðnist að launa þér. Ég hef oft
hugsað um þetta og alltaf komist að þeirri niðurstöðu að
einhver mótsögn brjóti í bága við okkar daglega líf. Það
virðist sem fortíð okkar sé rangtúlkuð á einhvern hátt.
Okkur er kennd einhver vitleysa í sambandi við sjálf okkur,
— ég er alveg sannfærður um það.“
Hún brosti og þrýsti hönd hans.
„Þau verða mörg, árin, þangað til þér tekst að efna þetta
loforð þitt, að launa mér fyrir hreinskilnina, eins og þú
orðar það. Þá verður orðin breyting á högum okkar beggja,
kannski til hins verra. Að minnsta kosti skulum við ekkert
hugsa um það, ekki núna. Nógur er tíminn.
Daníel undraðist, hve fullorðinsleg hún var í tali, því hún
var varla nema rúmlega fermd eða svo, og hvað hún var
ólík öllum öðrum, er hann hafði nokkru sinni fyrir hitt.
„Trúir þú kenningunni um að Guð sé til ?“ spurði Danni.
Nú fór Sóley að hlæja, en varð fljótt alvarleg aftur.
„Að vissu marki trúi ég henni, en eins og þú orðaðir það
áðan, held ég líka að hún sé rangtúlkuð á marga lund. Að
minnsta kosti trúi ég því ekki, að við mennirnir séum
komnir af öðrum dýrum. Við höfum alla tið verið sér kyn-
stofn, hvítir, svartir, gulir eða rauðir, eftir því, hvað á við í
hverjum heimshluta. Að sumu leyti eru margar dýrateg-
undir betur gerðar en maðurinn, bæði andlega og líkam-
lega,“ sagði hún, en þagnaði skyndilega. „Þau eru að koma,
Ranka og Bensi, og best að hætta þessu tali,“ sagði hún og
færði sig fjær honum.
Danm tók blað upp af gólfinu og var að lesa, er hús-
bændurnir komu inn.
„Hvar er Sóley?“ spurði Ranka.
„Ha? Sóley? Ég veit það ekki,“ ansaði hann.
Ranka gekk um húsið og kallaði, en fékk ekkert svar.
„Hvar getur stelpan verið? Sástu hana ekki?“ spurði
Bensi. „Ég ætla að biðja hana að reka kýrnar.“
En hún virtist gersamlega horfin, hvernig í ósköpunum
sem hún fór að því að laumast svona, án þess hann yrði þess
var. Það skildi hann ekki, þar sem hún hafði verið hér fyrir
örfáum mínútum. En hann hafði ekki orð á því við þau.
„Hún skilar sér,“ sagði Ranka með hægð og fór að taka
til kvöldkaffið.
„Ja, ég hef nú hálfgerðar áhyggjur af henni. Hún er
kannski ekki búin að ná sér eftir öll þessi skakkafölí," sagði
Bensi.
Á meðan þau drukku kaffið, strunsuðu kýrnar fyrir eld-
húsgluggann og kaupakonan á eftir.
„Nú, þá hefur þú það. Ekki hefur hún farið sér að voða,“
sagði Danni.
Hann hélt til í Klettakoti næstu vikur. Honum féll alltaf
betur og betur við Rönku, eftir þvi sem hann kynntist henni
meira, en því var öfugt farið með Bensa. Hann var oft
hálfleiðinlegur, en samt sem áður gat karlinn stundum
verið kátur.
Sóley var svo ólík öllum, er hann hafði nokkru sinni
kynnst. Hann gat svo sem sett sig í spor þeirra, er sögðu
hana öðruvísi en annað fólk, fávita og allt þess háttar. Þeir
fundu auðvitað inn á óvenjulega skarpa hæfileik hennar að
þekkja náungann. Hún bókstaflega las manngerðina enda
á milli um leið og hún birtist henni í fyrsta sinn, og við-
komandi varð á einhvern hátt var við þessi viðbrögð og
sárreiddist. Það sem hver og einn vildi halda leyndu fyrir
umheiminum, var henni eins og opin bók, en hún fleipraði
ekki með það upp í alla. Þeir voru ekki margir, er fengu
vitneskju um sjálfa sig. Daníel var einn þeirra útvöldu.
Það var unnið í línunni laugardag og sunnudag, en svo
var frí á mánudag og aftur á fimmtudag.
Danna fannst ekki taka því að fara heim þessa daga. Það
var líka miklu skemmtilegra að spjalla við Rönku en hlusta
á jagið, hrópin og köllin heima á Hálsi.
Daníel var að hjálpa Bensa að smiða hurð fyrir fjós-
hlöðuna á fimmtudaginn, en áður höfðu þeir hreinsað allar
rekjur og gólfskán, ekið því út á mel og kveikt í.
Skyndilega kom Sóley móð og másandi í hendingskasti
inn í hlöðu.
„Hvað? Er eitthvað að?“ spurði Danni.
„Hvar er Bensi? Er hann ekki hér?“
Daníel fann strax, að það var í rauninni eitthvað annað,
er henni lá á hjarta. Þess vegna spurði hann:
„Hvað sástu, vinkona? Þér er óhætt að segja mér frá því.“
Hún kastaði sér í fang hans, greip báðum höndum í
úlpuna og kreppti fingurna saman, svo hnúarnir hvítnuðu,
og grúfði andlitið við barm hans.
„Það . . . það var svo ljótur skuggi, hræðilega ógeðslega
ljótur, að ég hef sjaldan séð annað eins,“ sagði hún.
„Hvar sástu hann?“ spurði Daníel.
„Hérna á hlaðinu, fyrst við dyrnar. Svo fór hann hingað
inn í hlöðuna til þín. Ég varð hrædd um þig. Þetta fylgir
einhverjum manni, einhverjum Eiríki, — hann er kryppl-
ingur. Þú átt eftir að líða fyrir þessa persónu. Hann mun
gera þér illt, spilla fyrir þér. Þú trúir of mikið á hann. Hann
er illmenni. Varaðu þig, Danni minn. Þú ert of góður
drengur fyrir svona svín.“
Svo var hún horfin út og inn í bæ. Hann stóð agndofa
eftir og skildi hvorki upp né niður í þessari stelpu.
Eiríkur! Æ-já, auðvitað. Það var þessi þarna á Mólendi.
Hann var með herðakistil, úfinhærður, stór og ljótur. Nú
minntist hann þess, hvernig honum hafði liðið daginn sem
Guðríður sendi hann að Litla-Læk, þegar hann mætti
þessum manni með hrossin.
Það var varla liðinn nema klukkutími þar til Danni sá til
Heima er bezt 145