Heima er bezt - 01.04.1985, Síða 34
ferða ríðandi manns ofan veginn. Hann þekkti strax, að
Eiríkur var þar á ferð.
„Þú hafðir aldeilis rétt fyrir þér, Sóley litla,“ sagði hann,
„en ég vona, að hann eigi ekki erindi við mig, krypplings-
skrattinn.“
Þeir voru báðir úti í hlöðu, Bensi og Danni, er gestinn bar
þar að. Ranka fór til dyranna og vísaði honum á húsbónd-
ann. Daníel sýndist hann fylla út í dyrnar.
„Góðan daginn hér. Hvor ykkar er húsbóndinn?"
Röddin var dimm eins og í gömlum, illum tarfi.
Danni tók ekki þessari kveðju, enda fannst honum henni
ekki beint að sér.
„Hvað er þér á höndum, og hvaðan ert þú?“ spurði
Bensi.
„Ég er að sunnan,“ ansaði gesturinn og ræskti sig
hressilega.
„Varla hefur þú komið ríðandi alla leið úr Reykjavík eða
hver veit hvaðan, sagði Bensi.
„Nei, ég kom í vor,“ ansaði sá langi.
Bensi fór að hlæja.
„Hvaðan komstu í vor, segir þú?“
„Ég? Ég kom að sunnan, var fyrir norðan fyrst, svo kom
ég hingað."
„Hvenær fórstu að norðan?“ spurði Bensi.
„Það er langt síðan, meira en mánuður.“
„Jæja. Svo þú hlýtur að vera ferðalúinn, býst ég við. Og
aumingja hesturinn. Hann er líklega orðinn þreyttur að
bera svona slána landshornanna á milli," sagði Bensi.
Krypplingurinn þagði og kipraði saman augun. Danna
sýndist hann reiðast þessari athugasemd Bensa. Þeir gengu
út á hlaðið.
„Heyrðu annars. Á ekki Einar á Mólendi þennan hest?
Mér sýnist það,“ mælti Bensi.
Sá með herðakistilinn ræskti sig enn, svo hvein í hús-
veggjunum.
„Jú. Hann heitir Garpur. Annars kemst hann varla meira
en lestagang,“ svaraði hann.
„Þú hefur samt komið honum eitthvað hraðar í þetta
sinn. Klárgreyið er vindandi af svita og gengur upp og
niður af mæði,“ sagði Bensi og leit á komumann.
Eiríkur varð hálfskrýtinn, en svaraði ekki, tók dós upp úr
vasa sínum og bauð húsbóndanum.
„Nei, takk. Ég nota ekki svona. Bjóddu stráknum,“
svaraði Benedikt.
En Daníel vildi ekki þess konar krásir, svo gesturinn
mátti njóta þeirra einn. Hann jós með lokinu stórri slummu
og hvolfdi upp í sig.
„Ert þú kaupamaður hjá Einari?“ spurði Bensi, en hafði
ekki augun af andliti gestsins. Eftir miklar tilfæringar með
tungunni og alls kyns fettur og geiflur tókst honum loks að
svara, en því fylgdi hressileg ræsking.
„Ég var ráðinn þar frá áramótum,“ rumdi í Eiríki.
„Áramótum? Nú, og sagðir áðan, að þú hefðir komið
fyrir rúmum mánuði,“ sagði Bensi.
Aðkomumaðurinn þagði og pírði augun. Bensi stóð í
sömu sporum og glotti.
„Það eru hross hjá Einari á Mólendi," sagði kryppling-
urinn eftir langa þögn.
„Já, einmitt það. Er hann dálítið stóðmargur, karlinn?
Gamli hann!“
„Nei, en hann segir, að þú eigir þau. Þrjú grá tryppi og
tvö folöld.“
„Ha? Hvað varstu að segja? Þrjú hvað?
„Þrjú tryppi — svona — merar------. Tryppi og folöld.“
„Nei, nú er ég hættur að skilja. Hvers konar andskotans
endaleysa er í þér, mannfýla? Hvað á að þýða að senda
hingað bandvitlaust fólk? Það er ekki of mikið af viti fyrir
hér, þó svona jólasveinar bætist ekki í hópinn.“
Gesturinn tvísté fram og aftur og spýtti mórauðu í allar
áttir, en að endingu lagði hann tauminn upp á hestinum og
klofaði á bak. Hann dró kaðalspotta undan hnakknefinu,
sem hnýttur hafði verið stór hnútur á, og sló hressilega
undir nára. Klárgreyið tók viðbragð, sýnilega skelfingu
lostinn af hræðslu við þessa mann-ófreskju, og þeyttist út
allan veg. Og ekki var linnt á sprettinum, svo lengi sem til
þeirra sást.
„Hver var á ferð þarna áðan?“ spurði Ranka, er þeir
komu í kaffið.
„Fífl,“ svaraði Bensi með ólundartotu á vörunum.
„Eitthvert bölvað fífl, sem Einar á Mólendi hefur í sinni
þjónustu."
„Og hvað vildi hann hingað?“ spurði Ranka.
„Tilsegja einhver hross. En hér eru ekki til þrjú grá tryppi
og allra síst nokkur mertryppi, og þaðan af síður að það
gangi folöld undir tryppum, eins og hann orðaði það. Ég
hef bara aldrei heyrt svona kjaftæði fyrr. Hann er fáviti,
mannfjandinn,“ ansaði Bensi.
Ranka brosti að vonskunni í karlinum. Það var ekki
spánnýtt að hann tæki svona köst, en það mátti virða hon-
um til vorkunnar í þetta sinn að krypplingurinn var vægast
sagt ógeðslegur og fór í taugarnar á honum.
Þetta kvöld gat Danni ekki sofnað, og var hann þó
þreyttur eftir stritið í flóanum undanfarna daga.
Það voru næstum því furðulegar hugrenningar, er sóttu
að honum. Hann hafði svo sem orðið fyrir þess konar áður,
en viðfangsefnin voru breytt. Það, sem einu sinni voru
honum torráðnar gátur, lá nú ljóst fyrir, til dæmis það, að
veröldin var full af andstæðum. Það mátti líkja þeim saman
eins og bjartasta sumardegi og dimmustu skammdegisnótt.
Þessar tröllslegu andstæður voru meðal mannanna. Það
var ekki útlitið eitt, enda sagði það oftast nær aðeins hálfan
sannleikann. Oft varð að þekkja inn á alla kæki manna og
öll þau fíflalegu tilbrigði, er sumir höfðu í frammi gagnvart
viðmælanda sínum hverju sinni. Þessi ósviðsetti látbragðs-
leikur var til þess ætlaður að lítilsvirða mótherjann í augum
áhorfenda, og oftast nær bar hann tilætlaðan árangur. Það
illa og góða togaðist á í sál mannsins. Til dæmis hafði
Danni góðan samanburð, þar sem krypplingurinn á Mó-
lendi var annars vegar og svo Sóley Elfa að hinu leytinu.
Góðar gáfur, óvanalegur þroski og stórkostlegir hæfi-
leikar einkenndu hana, fyrir nú utan það, að hún mátti
teljast lagleg til að sjá. En hann, auminginn, heimskur rusti
146 Heima er bezt