Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.04.1985, Blaðsíða 36
kann lengur að gleðjast yfir litlu, eins og þá. Nú gildir einungis að heimta og gera kröfur, og ekkert er unnið nema fyrir peninga, — fleiri krónur í vasann til að-skemmta sér fyrir,“ hélt Guðríður. „Það þarf fleira að gera í henni veröld en leika sér og dansa, drekka brennivín og verða sér til skammar. Mér sýnist sú iðja ná skammt til lífsbjargar,“ mælti húsbóndinn. „Þú lifir alveg í gamla tímanum, góði minn. Fólk þarf ekki að strita. Nú fást miklir peningar fyrir tiltölulega litla vinnu. Þú skilur þetta ekki lengur, sem varla er von, því þú hefur dagað uppi eins og nátttröll í ljósaskiptum nýja tím- ans, og við höfum víst bæði gert það, býst ég við. Annars sé ég einungis spegilmyndina af nútíðinni, enda langar mig ekki til að sjá meira. „Já. Ég held, að maður hafi ekki að gera við meira en reykinn af réttunum. Hann nægir sjálfsagt svona flónum eins og okkur,er stöndum handan hyldýpisins,“ ansaði bóndi, og það dró talsvert niður í raddstyrknum. „Stöndum handan við hvað? Hvaða hyldýpi áttu við?“ spurði Guðríður og horfði á hann stórum augum. „Nú, auðvitað kynslóðabilið. Ég veit ekki, hverjir eru færastir til að brúa þess konar reginhaf. Það verður ekki á meðan við lifum, — það veit ég fyrir víst.“ „Já. Það er sem ég sagði. Þú ert ekki of skýr í kollinum. Sérðu það ekki, maður, að peningaráð unga fólksins gera það að villidýrum. Er ekki þetta svokallaða kynslóðabil ávöxtur uppeldismistaka? Megum við, eldra fólkið, ekki sjálfum okkur um kenna? Það er hægara að rífa niður og skemma en lagfæra aftur. Á meðan sveitirnar bjuggu að sínu, eins og áður var, þá spratt upp manndómsfólk í þessu landi, — fólk, sem ekki var alltaf að hugsa um eigin gróða. Þetta var fólk, sem kunni að fórna tilveru sinni fyrir aðra og var ekki sífellt að kvarta og kveina.“ Húsbóndanum fannst alveg nóg um mælskuna í Guð- ríði, enda hafði hún slegið hann út af laginu í þetta sinn, og hreyfði hann því engum mótmælum. Hann fékk sér í nefið með tveim löngum sogum. Eiginlega var sú athöfn stað- festing á því, að hann væri sammála síðasta ræðumanni. Haustdagar Það rigndi ákaflega, enda flæddu ár og lækir kolmórauð fram farvegi sína. Það var svo sem engin tilhlökkun að fara í göngurnar, þegar svona viðraði. Fjallskilaseðillinn hafði gengið sína venjulegu boðleið um hreppinn og var því kominn til föðurhúsanna að nýju. Þar hafði staðið svart á hvítu, að tvo menn skyldi láta frá Hálsi. Bölvað ekkisen uppátækið í honum Daníel að fara að ráða sig í göngur hjá Benedikt í Klettakoti. „Hann hefur auðvitað narrað strákinn til þessa,“ sagði húsbóndinn og var allt annað en mjúkur á manninn. „Ég held, að þú þurfir ekkert að kvarta. Ég skil varla, að hann Jónatan hafi neitt á móti því að fara, annar eins ósérhlifnisplógur og hann er,“ svaraði Guðríður næstum þvi hvatskeytslega. „Þó hann sé nú duglegur og allt það, þá getur hann varla skipt sér í tvennt, fjandakornið. Það eru sko engin smáræðis fjallskil, sem þeir leggja á mann í ár, en þetta hefði allt verið í lagi, ef Danni væri ekki að þessu hringli.“ „Hann langar kannski að fara svona einu sinni með þeim Suðurhreppingum, enda hefur hann aldrei komið þeim megin á afréttinn,“ sagði hún. „Fuh ... Það var þá ... Allt á að gera, sem fólk langar til, — það er vanaviðkvæðið, og út af því má ekki hvika, hvernig sem ástatt er. Meiri bölvuð ekki-sen langa-löng- unin,“ þusaði húsbóndinn illskulega. „Það er best að ég tali við hann Eirík á Mólendi. Hver veit, nema hann fáist sem annar maður? Þeir eiga ekki að fara þeim megin fyrr en eftir viku.“ „Heldurðu kannski, að þú þurfir ekki að borga honum? Jú, það máttu reiða þig á. Þó þú komist upp með að skammta Daníel einhverja sultarlús, þá er eins víst að óviðkomandi fólk sættir sig ekki við þess konar,“ sagði Guðríður, Þessum athugasemdum lét hann ósvarað. Kannski hefur honum ekki þótt þær svara verðar, en hvað sem því leið, varð krypplingurinn alveg í sjöunda himni að fá tækifæri til að komast í fjallferð. Það varð ekki heldur af þeim skafið, blessuðum kaupamönnunum, að þeir væru dálítið skolla- legir ásýndum, þar sem þeir riðu austur með Vörðumúl- anum. Ánnar stuttur og kuggslegur og sat ákaflega fattur á hestinum, en hinn langur og slánalegur, þannig, að iljamar námu nærri því við jörð, svona annað slagið. Og til að sjá hefði ókunnugir mátt halda, að hann bæri vikuforða á bakinu innanundir yfirhöfninni. Gangnastjórinn uppálagði mönnum sínum að fara aldrei svo langt út fyrir markaða stefnu, að þeir misstu sjónar á félögum sínum til hægri og vinstri. Það gat orðið afdrifa- ríkt, því þokan var dimm á þessum slóðum. Jónatan var skipað til göngu inn á dalbotninum. Hann átti að vera í fyrirstöðu, svo féð rynni ekki vestur fyrir ána, en þá varð að smala margfalt stærra land, og þar að auki gat sumt af fénu farist, því flugvöxtur var í öllum vatns- föllum. Það var talið öruggara að Eiríkur færi næstur veginum, því hann var ókunnugur á staðnum, en þegar komið var í náttstað rétt fyrir myrkur um kvöldið, vantaði þrjá menn: bóndann í Mjóa-Nesi, Eirík frá Mólendi og fjallkónginn sjálfan. Von bráðar var hafist handa við að leita að þeim. Menn gleyptu í sig af nestinu og hurfu svo út í sortann að nýju. Sex urðu eftir í húsinu, og það var ekki laust við, að þeim þætti biðin löng. En að þrem stundarfjórðungum liðnum frá því þeir fóru, komu fjallkóngurinn og Mjóa-Nesbónd- inn, höfðu lent í hörðum eltingum við fjárhóp vestan ár. Jónatan fékk strangar átölur fyrir slælega gæslu fyrr um daginn, en hann var alls ekki í því formi að taka þeim alvarlega, og þaðan af síður að hann reiddist, því nú lá vel á karli. Jafnskjótt og hann kom í húsið, hafði hann snúið tappa af einni „grábröndóttri", eins og hann orðaði það. 148 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.