Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1985, Side 37

Heima er bezt - 01.04.1985, Side 37
Umsagnir um bækur Sönn frásagnargleði og frásagnarlist Erlingur Davíðsson: ALDNIR HAFA ORÐIÐ. Akureyri 1984. Skjaldborg. Með þessari bók eru öldungabækur Er- lings orðnar 13 og samtölin alls 91, og er það út af fyrir sig athyglisverð tala að svo miklu hefir verið náð saman. Raunar virtist um skeið, að góðum viðmælendum væri tekið að fækka, en síðustu bindin sanna hið gagnstæða. Flestir þættirnir í þessari bók eru góðir og sumir ágætir, enda fjölbreytni í vali, bæði starfsstétta og heimkynna viðmælanda. En slíkt er nauðsyn, svo að þættirnir verði ekki alltof líkir hver öðrum. Myndir þær, sem hér er brugðið upp, sýna að fólkið, sem fæddist á 1. og 2. tug aldarinnar man tímana tvenna eða kannski þrenna, enda lifað tvær heimsstyrjaldir, og a.m.k. jafnmargar kreppur eða fleiri og hrærst með öllum hinum stórfelldu breytingum og bylting- um aldarinnar. Meiri hluti viðmæland- anna er fæddur undir ríkisstjórn Kristjáns 9., sem ég býst við að unglingum nútímans þyki vera í nokkuð mikilli fjarlægð. Mörgum verður tíðræddast um bernsku og æsku, eins og venja er þegar menn á gamals aldri rifja upp minningar sínar. En margt ber á góma í þessum sjö viðtölum bókarinnar, vér kynnumst þar Siglufirði síldaráranna, landnámi í Egilsstaðaþorpi, kolanámi á Tjörnesi, skóggræðslu og æð- arrækt í Hrísey að ógleymdu forustufénu á Snartarstöðum, sagt er frá búmanns- raunum kreppuáranna, baráttu unglinga til að rétta sig úr kútnum, og þó ef til vill æfintýralegast af öllu dvöl ungs manns í starfi og námi á Þýskalandi undir stjórn Hitlers. Þessi upptalning gefur hugmynd um fjölbreytnina, en eins og vænta má er misjafnlega hressilega frá skýrt, en sumt prýðilega. En allt um það þykir mér þó merkastur þáttur Skarphéðins Ásgeirs- sonar, þótt ekki sé hann sagður af mestri leikni. En þar er lýst nýrri hlið á lífinu, samskiptum við annan heim og lífsskoð- un, sem breyta mundi miklu til batnaðar í mannheimi, ef hún næði yfirhöndinni. Sá þáttur vekur oss til umhugsunar, en hinir eru meira til skemmtunar. Annars rek ég hér ekki einstaka þætti, í mörgum þeirra er sönn frásagnargleði og frásagnarlist. En sömu lýti eru á þessari bók og mörgum fyrri í safninu, að ónákvæmlega er farið með nöfn og ártöl. Sama býlið er t.d. nefnt Múli á annarri blaðsíðunni en Hvoll á hinni. Slíkar óþarfavillur eiga ekki að óprýða góða bók. Táknrænt fyrir mannsæfina Eugene O’Neill: DAGLEIÐIN LANGA INN I NÓTT. Rvík 1984. Menningarsjóður. Þetta er leikrit vinsælt og verðlaunað í heimalandi sínu Bandaríkjunum og hefir hvarvetna vakið athygli. Það lýsir einum degi í lífi bandarískrar fjölskyldu, óvenjulegrar að vísu, en á þó vafalítið margar hliðstæður. Það gæti verið tákn- rænt fyrir mannsæfina alla. Leikurinn er saminn í síðustu heimsstyrjöld og ber það svipinn af ótta þeim, vonleysi og örþrifa- ráðum, sem þá og síðan hefir hrjáð mannkynið. Leikrit eru venjulega samin fyrir sviðið en ekki til lestrar, en þetta leikrit höfðar þó mjög til lesandans, sem ekki kemst hjá því að lesa það til enda og finna til með persónunum og örlögum þeirra. Þýðandi er Thor Vilhjálmsson og hefir hlotið góða dóma fyrir, en vissulega mun slíkt rit vandþýtt. Dalalíf fyrnist seinnt Guðrún frá Lundi: DALALÍF III. Rvík 1984. Almenna bókafélagið. Með þessu bindi er lokið hinni nýju út- gáfu af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi, þeirrar skáldsögu, er gerði höfund sinn frægan fyrir nær fjórum tugum ára og varð upphaf að merkilegum ritferli. Og svo má heita að ætíð síðan hafi Guðrún verið einn mest lesni rithöfundur landsins i bókasöfnum, bæði í stóru söfnunum í þéttbýlinu og hinum litlu úti um dreifðar byggðir landsins. Það segir sína sögu og hve miklu hlutverki Guðrún hefir gegnt í íslensku þjóðlífi og menningu, þótt hún aldrei væri í fararbroddi rithöfundasam- taka eða kjöltubarn menningarvita, sem skrifa fyrir sjálfa sig. Hún var í þess stað eftirlæti íslenskra lesenda og ekki að ástæðulausu. Hún tók söguefni sín beint úr þjóðlífinu, og var eins og Indriði G. Þorsteinsson segir í formála nýju útgáf- unnar „einn ólgandi sagnasjór, en ekkert nema kyrrðin og lítillætið á ytra borði“. En svo voru allir hinir bestu íslensku sagnamenn um aldir, og verður aldrei fullmetinn þáttur þeirra í íslenskri memiingarsögu. Og það er trúa mín, að hljótt verði orðið um marga sem hæst er galað um og hrósað nú, löngu áður en Guðrún frá Lundi og Dalalíf hennar gleymist. Innsýn í horfinn menningarheim Kristján frá Djúpalæk: Á VARINHELLUNNI. Akureyri 1984. Skjaldborg. Kristján bregður hér upp myndum frá bernskuárum sínum á Langanesströnd, sýnir oss þar inn í heim, sem nú er orðinn harla fjarlægur þorra þjóðarinnar en einkum þó æskufólkinu, sem alist hefir upp í ys og ærslum þéttbýlisins. Víða er komið við, þótt mest snúist sagan um lífið á venjulegum sveitabæ í útkjálkasveit snemma á öldinni, en víðar er drepið nið- ur, þar segir frá dansskemmtunum unga fólksins, göngum um fjöll og heiðar að ógleymdum rekanum, þar sem svo margt nýstárlegt bar að landi svo sem „dóttur kaldra Atlantsála", sem færði líf og fjör í allt byggðarlagið um háveturinn, auk ótalmargs annars. Mörg eru söguefnin lítil en höfundur blæs í þau ljósi og lífi og sýnir með því ljóslega, hversu haglegt smíði má gera úr litlum efnivið þegar hagar hendur fjalla um það. Þessar bernsku- og æsku- minningar Kristjáns frá Djúpalæk eru góð lesning, sem yljar ungum og gömlum um hjartaræturnar og sýnir oss inn í horfinn menningarheim fólksins, sem í sannleika sagt bjó við hið nyrsta haf. Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.