Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 9
Drengirnir að Brunnum. ,,Kóðin“ - Palli, Beggi ogJói Daði (þ.e. Jón Dan). „Formenn“ - Einar og Elli. ríkum mæli, þó alltaf án tilfinningasemi. Hann vissi aldrei að þau væru örsnauð. Valgerður var ekki kona sem barm- aði sér. Hún kunni listina að lifa á litlu, og það sómasam- lega. Ró hennar varð ekki haggað. Það var til einskis að æðrast, guðsvilji var það sem öllu réð. Þess vegna sofnaði hún á hverju kvöldi með vers á vörum, fullviss um að ætti hún og drengurinn að komast af yrði séð um það. Hún átti góðan bakhjarl: Guð. Og Bjarna Magnússon. Bjarni var verkstjóri á Innri-Kirkjusandi, þurs á ytra borði en mikið gull af manni. Til gamans má geta þess að hann var afi Ragnhildar Helgadóttur, alþingismanns og fyrrum ráð- herra. Og Valgerður átti marga fleiri vini sem ekki verða nefndir hér. Nei, efnin voru ekki mikil. Stundum voru mjólkurkaupin ekki nema peli á dag. eitt egg keýpt annað veifið og fór að sjálfsögðu í drenginn. Soðning í hvert mál. Hvar var þetta? í Reykjavík. Annars vantaði ekki fjölbreytni í daglegt líf drengsins. Yfir veturinn var heimilið aðeins eitt herbergi í risi. í því var eldað, lesið, lært og sofið. En yfir sumartím- ann var rýmra um þau bæði, þá var vistarveran heilt hús með tugum manna. Einkum stúlkum. Það var á Innri-Kirkjusandi, þar hafði íslandsfélagið fiskverkun. Mig minnir að í öðrum kafla „1919 . .sé dálítið greint frá því umhverfi. í næsta nágrenni var Holdsveikraspítalinn. Þangað var vitjað læknis ef veikindi bar að. sjúklingarnir spjölluðu við drenginn, léku sér við hann. Auk þess dvaldist drengurinn svo sem um sex vikna skeið á hverju sumri hjá móðursystrum sínum suður í Vogum, hjá þeim Laufeyju og Guðfinnu eins og þær heita í bókinni, og með blábræðrum. Síðan hefur það alltaf verið hlutskipti drengsins að lifa í tveimur heimum. En eitt andartak markaði alla æsku hans. Það var þegar hann gerði sér ljóst að hann hefði verið „seldur“ eins og bræður hans. Viltu fara út í það? Nei. Ég geymi það til annarrar bókar. Sem sjálfsagt verður ekki skrifuð. Þú minntist á blábræður. En formenn? Þeir voru alltaf í órafjarlægð, suður á Miðnesi. Böndin milli drengsins og þeirra rofnuðu að verulegu levti fyrstu árin. Einar varð tæringarveikur og dvaldist hvað eftir annað á Vífilsstöðum. dó tæplega þrítugur. Elli drukknaði. ekki fimmtugur. En þeir áttu báðir góða konu og dugmikil börn. Blábræður og örverpið, kóðin, eru enn á lífi. Eiga allar persónur í bókinni sér fyrirmyndir? Flestar eiga sér fyrirmyndir. Já. nema kannski tvær. En þetta er skáldsaga. Og umfram allt ekki sagnfræði. Gruni þig að einhver persóna sé búin til túlkar það ekki annað en að mér hafi mistekist að gera henni skil. En nöfnin? Þau eru af tvennum toga. Persónur, sem drepið er á, halda nöfnum sínum. En séu þær viðmælendur eða ger- endur í sögunni fá þær ný nöfn. Þó með undantekningum. Ég reyndi til að mynda hvað eftir annað að láta Valgerði bera tilbúið nafn, en það gekk ekki. Hún varð að vera með réttu nafni. En hún er Pálsdóttir í sögunni. Það er tilbún- ingur. Og fleira er ekki kórrétt sagnfræðilega, sem sagt er um hana. Hún er orðin að persónu í skáldsögu. Jafnvel Jóhann nýtur þess ekki að ganga undir réttu nafni eins og menn sem lesa bókina sjá í hendi sér. En hann var Einars- son. Þú ert ekki eini íslenski rithöfundurinn, sem í skáldverki hefur fjallað um þetta hörmungartímabil, sem kennt er við spönsku veikina. 80 Heima er bezt Nei, Gunnar Gunnarsson skrifaði skáldsöguna „Sælir eru einfaldir“, sem gerist á pestardögunum 1918. Hún felur í sér djúpa sálfræðilega könnun og er að mínu mati með betri sögum Gunnars. í raun og veru tekur sagan mín við, án þess ég ætli mér þá dul, að fara í nokkurn samjöfnuð. En þær birta báðar myndir frá erfiðum tímum á íslandi, þótt þær séu hvorug sagnfræði. Ég hef áður greint eitthvað á þessa leið frá innihaldi sögu minnar: „1919 . ..“ er í fyrsta lagi harmsaga, sem greinir skref fyrir skref frá upplausn á heimili suður á Vatnsleysuströnd, allt frá andláti af völdum spönsku veikinnar 1918 þar til tvístrunin er alger 1920. Sagan fetar sig frá einni árstíð til annarrar í lýsingum á daglegu lífi barna í sæld og sút. f öðru lagi er hér örlagasaga stúlku, sem um aldamótin síðustu leggur af stað ofan af Skipaskaga til að kanna heiminn. f janúarmánuði 1919 tekur hún að sér heimili suður á Vatnsleysuströnd án þess að renna grun í það, sem bíður hennar. Enda hefur hún fyrirfram firrt sig ábyrgð, að hún telur. með því að ráða sig aðeins til ársins. f þriðja lagi fjallar „1919 ...“ um ástina sem er að vísuöll undir yfirborðinu þar til í lok sögunnar, að hún lætur und- an fargi og brýst út. Þar er leitað að ást, stritast gegn ást, henni afneitað, reynt að forðast hana. Og hvorugur aðili gerir sér grein fyrir því, að ástin hefur skotið rótum, báðir eru blindir þar til á úrslitastund þegar sundrunin mikla er fullkomin. IV í tveim heimum Þú talaðir um það áðan. Jón, að frá barnæsku hafi það verið hlutskipti drengsins að lifa í tveim heimum. Kom þér aldrei til hugar að helga þig einvörðungu skáldskap og ritstörfum? Nei, í upphafi gerði ég mér ljóst, að ég myndi aldrei geta framfleytt fjölskyldu með því móti. Að sjálfsögðu kynntist ég fljótlega neikvæðum áhrifum brauðstritsins fyrir rithöf- und. Það liðu svo ár, að ég setti ekki staf á blað. Ég var ósáttur við það, vildi eigi að síður lifa sómasamlegu lífi, en ekki sem hálfgerður utangarðsmaður, sem þyrfti að vera upp á aðra kominn. Á unglingsárum ætlaði ég mér i menntaskóla og fóstra mín vildi reyna að styðja mig til þess, en fyrir ýmsar tilviljanir hafnaði ég í V erslunarskólanum og lauk þaðan prófi. Þá var ekki um annað ræða, en snúa sér að skrifstofustörfum eða kaupsýslu. Ég réði mig til afgreiðslustarfa í sælgætisgerðinni Freyju og var þar í sjö ár. Á stríðsárunum stofnaði Björn Ólafsson, síðar ráðherra, gosdrykkjaverksmiðjuna Coca Cola. Hann réði mig sem verksmiðjustjóra árið 1942 og þar starfaði ég síðan í fjögur ár. Ári eftir að ég tók við því starfi kvæntist ég Halldóru Elíasdóttur. Hún er ættuð frá Steinsmýri í Meðallandinu, dóttir Elíasar kennara Eyjólfssonar og Þuríðar Pálsdóttur. Segja má með sanni, að í verksmiðjunni hafi ég unnið nótt og dag, því þar var vaktavinnufyrirkomulag. Það var þreytandi og þess vegna sótti ég um stöðu hjá Ástu Magnúsdóttur ríkisféhirði. Hún var dóttir Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara, sem Valgerður fóstra mín vitnar oft til í sögunni. Um það leyti var Björn Ólafsson við- skiptaráðherra. Þetta varð því auðsótt og var ég ráðinn ritari. En svo fór, að þegar Ásta hætti störfum árið 1959 tók ég við embætti ríkisféhirðis og gegndi því til ársloka 1977. Þá mátti ég hætta samkvæmt 95 ára reglunni og þótti raunar tími til kominn. En ráðuneytisstjóri kom þá að máli við mig og taldi mig á að taka við gjaldkerastarfi við söfn- unarsjóð lífeyrisréttinda. Það var hálfs dags starf, svo ég lét „Það var á Innri-Kirkjusandi, þar hafði íslandsfélagið fisk- verkun.“ Heima er bezt 81

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.