Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 18
SÖGULEGAR LJÓSMYNDIR Þá birtast hér tvær myndir af gömlum torfbæjum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Eldri myndin mun tekin skömmu eftir síðustu aldamót af bænum |ffl« . og kirkjunni á Einarsstöðum. Sem kunnugt er hafa Einarsstaðir jafnan verið taldir til hinna mestu jarða sýslunnar og standa í miðri sveit eins og höfuðbóli sæmir. Þessi mynd er tekin austan við bæinn og sér upp í Fljótsheiði. Kirkjan var reist árið 1862 af feðg- unum Jóni Jónssyni og Sigurjóni Jónssyni bændum og eigendum Einarsstaða. Jón Jónsson kom þangað árið 1822. Nú hefur jörðin því verið í eigu sömu ættarinnar í beinan karllegg í 166 ár. Hin myndin er af gamla bænum á Hólum. Hólar voru forðum einn hluti Einarsstaðaeignar og taldir góð meðaljörð. Þessi mynd er líklega tekin árið 1925. M var ár liðið síðan hafin var bygging héraðs- skólans á Laugum austan Reykjadalsár, í landi Litlu Lauga. Þarna sjáum við tvær vestari álmur skólans. Árið 1928 var austari álma hússins reist og aðal- skólabyggingin fullgerð. Mikil breyting hefur orðið á þessum skólastað á sex áratugum og þeir, sem nú aka um Reykjadal. sjá allt aðra mynd en þessa. B.G. Tveir torfbæir í Reykjadal 90 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.