Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 25
að heita mátti að þeir fylgdu honum allan ársins hring.
Gráni var mjög vitur og gætinn í öllu og óhætt að treysta
honum í hvívetna. Stæði hann inni við stafn í húsi sínu
þegar komið var að og reka átti út, var rétt að vera vel á
verði með veður þann dag, þó gott væri að morgni. Ef hann
aftur a móti stóð við hurð er opnað var, þurfti ekki að óttast
veður, þó útlit væri hið versta. Varla trúi ég því að komið
hefði svo svartur bylur, að Gráni hefði ekki ratað til húsa,
og þegar svo stóð á var hann duglegur að kafa ófærð, og tók
þá ætíð forustuna að sér.
Það var eitt sinn á þorra, að ég hafði beitt sauðunum í 4-5
daga uppi á dal fyrir ofan bæinn. Vár hörð skel á snjónum á
láglendi, en rifajörð til fjallsins þar sem ég hafði beitt
sauðunum. Meitilfæri var hið neðra, svo að hvergi brotnaði
undan fæti og ekki heldur ófærð í fjallinu.
Ég fór í fyrra lagi til sauðanna þennan morgun til að reka
þá á jörð, því veður var hið besta, en þeir voru hýstir vegna
hættu við sjóinn.
Þegar ég kom í húsið stóð Gráni inni við stafn og þrýsti
sér sem fastast að veggnum. Leist mér ekki vel á þessar
tiltektir hans, en dreif hann þó út í góða veðrið. En það
þótti mér athyglisvert, að þegar hann kom út, tók hann strax
á rás þá leið, sem ég hafði rekið sauðina undanfarna daga.
Svo hraðstígur var hann, að brátt hafði hann halarófað
allan hópinn. Þegar hann var kominn miðja vegu milli
fjalls og fjöru, fór hann þvert af leið og stefndi í norðvestur
inn með fjallinu. Kallaði ég til-hans í höstum róm og hefi
kannske sagt eitthvað ljótt. Skeytti hann því engu. enda
datt mér þegar í hug að láta hann ráða öllu í dag, því að víst
mundi hann nú gruna eitthvað, sem mér var ekki ljóst.
Stansaði Gráni ekki fyrr en á svonefndri Þverurð, en hún er
uppi undir fjalli mitt á milli Beruness og Þernuness og í
landi hinnar fyrrnefndu jarðar. Þarna var allgóð rifjörð og
dreifðu sauðirnir fljótt nokkuð úr sér.
Um hádegisbil fór að dimma í lofti nokkuð sviplega.
Hætti þá Gráni alveg að líta í jörð, en gekk upp á litla hæð.
Stóð hann þar og virtist mér sem hann hefði gætur á öllu.
bæði lofti og jörð. Var nú farið að hrjóta snjór úr lofti og
dimmdi óðum að með éli.
Allt í einu hentist Gráni ofan af hæðinni, líkt og hundur
hefði hlaupið í hann. Verkaði þetta viðbragð hans þannig á
hina sauðina, að þeir hlupu saman í harðan hnapp utan um
hann.
Á sama augnabilki að heita mátti brast á iðulaus stór-
hríð. Hottaði ég nú á hópinn og þurfti nú ekki að eggja
Grána. Hann tók þegar forustuna með stefnu á beitarhúsið
og sauðina í hóp á eftir sér. Fór hann nú að engu óðslega og
mátti vel sjá, að hann gætti þess að ekki slitnaði sundur
hópurinn. Sá ég nú ekki eftir því að hafa lofað Grána að
ráða um morguninn hvert farið var. Nú var heldur undan
veðri að sækja, en ef ég hefði ráðið hvert farið var, hefði
það verið að mestu í fangið. Hefði það orðið mjög harðsótt,
þótt tekist hefði máske að lokum.
Húsinu náðum við eftir eðlilegan tíma, því ferð okkar
gekk vel sem mest var Grána að þakka. En ekki þurfti að
þvinga hann í hús að þessu sinni, enda varð úr þessu
tveggja daga hríð og innistaða.
Margar fleiri sögur gæti ég sagt af vitsmunum Grána, en
sleppi því hér. Þetta nægir sem sönnun þess, að ýmsar
skepnur hafa oft til að bera meiri hyggindi en við menn-
irnir.
VII
Oft hefi ég séð þess ótvíræð merki að hrafnar eru vitrir
fuglar. Þau kynni rttín af þeim hafa oft verið byggð á lítt
vinsamlegum viðskiptum, en einkum á ýmsu sem gerst
hefir er ég hefi af einhverjum ástæðum sókst eftir lífi þeirra.
Eitt sinn hefi ég þó bundið vináttu við krumma og skal
nú hér stuttlega frá því sagt.
Það var eitt vor á Þernunesi að hrafninn lagðist mjög á
lömb og drap á sauðburði, en slíkt kom oft fyrir þar. Kvað
svo rammt að þessu að ég og Eðvarð bróðir minn, sem þá
var um tvítugt. lögðum af stað með byssu í hönd til að leita
hreiðurs hans. Fundum við það uppi í fjalli. Skaut Eðvarð
krummahjónin og gat klifrað svo nærri hreiðrinu, að hann
gat rótað því niður með byssukrassanum. Þrír ungarnir
meiddust í fallinu og drápum við þá, en hinn fjórði var
ómeiddur og tókum við hann heim og hugðumst veita
honum fóstur.
Móðir mín, sem var mikill dýravinur, tók hann að sér er
heim kom. Varð hann strax hændur að fólkinu. fór ágæt-
lega fram og gekk án feimni eftir mat sínum. Át hann allt
sem fram var reitt, ef það bara var úr dýraríkinu. Krummi
kom sér vel og varð brátt allra vinur á heimilinu. Hann tók
sér aðsetur á þurrkhjalli (lausahjalli) að bæjarbaki. Þar
settist hann að kveld hvert kl. 7 og var úrillur og amasamur,
ef nokkur ónáðaði hann þar. Eftir að hann varð vel fleygur,
fór hann ætíð úr hjallinum kl. 4 að morgni. Fór hann þá til
næstu bæja og gerði sig á ýmsan hátt heimakominn þar, en
fyrst lengi öllum að meinalausu.
Þegar krummi fékk mat sem honum þótti sérstaklega
góður, var hann vanur, er hann hafði étið nægju sína, að
safna í kok sér eins og hann kom fyrir og fljúga í burt með
það. Faldi hann það síðan einhvers staðar, t.d. í holu í vegg,
undir steini eða torfublaði, o.s.frv. Kom hann svo að vörmu
spori og heimtaði meira. Það sem hann faldi át hann svo,
þegar hann þóttist þurfa, en alltaf fannst okkur sem hann
reyndi þá að láta ekki neinn sjá til sín.
Glysgjarn var krummi og hætti til að stela öllu er hann sá
fallegt, t.d. ef hengd voru út föt, einkum kvenföt með næl-
um í, plokkaði hann þær úr af hinni mestu lægni og flaug
með í burt. Aldrei flaug hann með það nema stuttan spöl í
einu, en lét eltast við að ná því, alveg eins og ódæll og
stríðinn krakki. Fyrir kom einnig að hann elti gesti sem fóru
frá okkur ef þeir báru á sér eitthvert skart. Reyndi hann að
ná því af þeim. Helst voru þetta húfuprjónar eða nælur
kvenna. Kom fyrir að við þurftum að fara til og hjálpa, því
að margir eru hræddir við krumma. Ef gluggi stóð opinn og
krummi sá eitthvað í honum sem freistaði hans, var hann
fljótur að renna sér að og grípa það, en fór aldrei inn um
opinn glugga. Miklar og margbreytilegar voru þær radd-
Heima er bezt 97