Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 20
Brandur kippist til, rís á fætur, fer að ganga um gólf. Hugurinn er í uppnámi, því minningarnar þyrpast að, eins og þær eigi lífið að leysa. Með ofurþunga knýja þær orð og orð fram á herptar varið. Oft hafði hann verið reiður, en aldrei eins og nú. „O-já-já. Heiðursmennirnir. Svona ætla þeir að fara að því. Taka það allt með valdi. Búnir að skipta því öllu, hverju strái. Hefur ekki þótt taka því að spyrja mig fyrst. O-nei-nei. Nú á að sýna yfirburðina. Þakka skyldi þeim. Taka allt, sem ég hef aflað með áratuga erfiði og sparnaði. Sópa það innan. Hrifsa allt burtu, alla mína árvekni og fyrirhyggju og orku, nótt sem dag. En þeim sama tíma eyddu þeir sumir til einkis, sváfu í bólinu, í leti og slóðaskap um lognblíðar nætur, þegar ég var að enda við dagsverkið, — oft steinuppgefinn. Ne-hei. Það skal þeim aldrei takast. ALDREI. Þeim skal ekki takast að ræna mig þessum vara- sjóði, þessum eina, sem getur bjargað í miskunnarlausri baráttu við náttúruöflin. N-ei-hei. Þeim í koll kemur. Þeir gátu safnað honum sjálfir alveg eins og ég. Þeim j koll kemur fyrirhyggjuleysið og —. Vígið hans Brands gamla er ennþá skothelt. Og það er langt síðan það varð skothelt. Eiturörvar öfundar, haturs og illgirni og allra bölbæna vinna ekki lengur á því. Það skulu þeir fá að sanna. Þeir hafa aldrei brotið heilann um það, hvaða erfiði og sárindi og kvöl það hefur kostað mig að byggja þetta vígi. Ó-nei. En nú eru þeir búnir að finna aðferðina að brjóta það niður, brjóta það í smámola. Búnir að sundra öllu, ögn fyrir ögn. Og nú er þeim víst skemmt. Svona er nú réttlætið þeirra, og — miskunnsemin og — guðræknin, já — guð- rœknin. Og svo — svo kóróna þeir með því, að senda tengdasoninn, sjálfan tengdasoninn, með fréttina, með gleðitíðindin. Þetta átti ég svo að samsinna þegjandi og umyrðulaust. Meir að segja gera þetta fyrir mig. Rífa það allt burtu mér til virðingar og — heiðurs og — sœldar. “ — Og — fótatökin hans gamla Brand£ fram göngin, voru allra líkust því að ungur vinnugarpur væri þar á ferð út í flekk til að rífa hann saman undan dynjandi helli-dembu. III Enn gengur Brandur um gólf. Og þarna sendu þeir hana Gunnu mína líka. Aldrei hefði ég trúað því, að hún fengist til að fara svona erinda á eftir, já, á eftir öllu, sem á undan var gengið. Hefði hún komið fyrr, vakið máls á þessu áður, sagt mér alla sína áætlun, — talað við pabba gamla í einlægni./>d hefði þessi síðasta árás í gær aldrei verið gerð. En hún Gunna mín, — blessuð Gunna mín, — hefur heldur aldrei skilið mig. Og þá var ekki von að aðrir gerðu það. Ef til vill er það mín sök. Ef til vill hefur hún alltaf haldið, eins og hinir, — að ég væri hjartalaus, bara steinn, bara gamla heyið, bara peningarnir í kistlin- um. Ekki gat ég sagt henni það, fyrst hún fann það ekki sjálf. Og — svo ætlaði hún að fara frá mér, skilja mig eftir einan — blindan — ósjálfbjarga. Hver skilur þetta? Ég, sem alltaf vonaði og þráði og beið eftir því, að fá að komast í skjólið til hennar og — ylinn. Mega taka um blessaðar lummurnar á börnunum hennar, klappa á litlu kollana og — segja þeim sögur. Ég gat ekki átt það á hættu að bjóða þeim reiturnar. Það var ekki víst að það yrði þegið. Nei. Það var ekki víst, fyrr en þá að ég væri farinn. Þá var það gott. Og svo hitt, að láta sér detta í hug að þetta kuml gæti bjargað heilli sveit. Heilli sveit fram í fardaga eða jafnvel lengur. Og hún Gunna mín trúði víst þessu, eins og þeir. Hún hefur víst aldrei viljað skilja pabba gamla. Bara hald- ið, bara trúað, bara slegið föstu að hann væri svona harð- brjósta. „Vertu sæll, pabbi. Ég kem ekki oftar hér,“ sagði hún. Þá brast síðasta vonin mín. Skörin brotnaði. — Aldrei hafði ég hugsað að hún Gunna mín væri svona köld, svona nístandi bitur og miskunnarlaus. Kemur ekki oftar hér. Kemur ekki aftur til mín. — aldrei — aldrei. — Og tvö stór tár myndast í augnakrókunum. Þar stóðu þau um stund, eins og þau væru óráðin, hvort þau ættu að fara lengra. Svo ultu þau um sig — allt í einu — og — féllu niður. Annað lenti á hálfkreppta, beinabera, hrukkótta hendi, sem hélt um hökuskeggið. Hitt féll á gólfið. — Ég verð að koma til hennar. Segja henni allt. Hvern- ig, sem hún bregst við því. Það var eins og Gunnu minni kæmi það á óvart. Ætli hún haldi, að það taki því ekki úr þessu? Ætli hún haldi, að ég sé á förum? O-nei-nei. Hann Brandur gamli, hann getur lifað nokkur árin enn. Ó-já. Nokkur árin enn ef hann fær að vera í skjóli og — yl. Það var eins og hún sæi ekkert fyrir heyinu. Alveg eins og það stæði þversum á milli okkar og stíflaði allar leiðir til skiln- ings og sátta. Stæði eins og veggur, himinhár, — klökugur og frosinn og skafinn af skaraveðrum. En yrði það nú tekið og vegið og skipt, ögn fyrir ögn. ætli það rísi þá ekki upp annar veggur, ennþá hærri og þykkri og lengri og voldugri, sem engum væri fært að þoka? Það mætti segja mér það. Alltaf þarf einhver að bera sökina. Þannig er manneðlið. Já. Þannig er það. Ætli hann Brandur gamli viti það ekki. Svo oft hefur hann tuskazt við það. Ætli það ekki. Og nú kom fjörkippur í fæturna. Hann breiddist um kroppinn og bakið réttist. Fyrr en varði var hann farinn að greikka sporið. Þannig gekk það lengi. Það var togað á báða 92 Heimaer bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.