Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 29
MAGNÚS
GUÐMUNDSSON,
Reyðcirfirði:
Af
forystu-
Gránu
°g
afkomendum
hennar
Tilefni þess, að ég tek mér penna í
hönd, og rifja upp minningar um for-
ystufé er sú, að forystukind, sem ég
kynntist, hagaði sér að einu leyti
öðruvísi en þær, sem ég hef lesið um.
Á unglingsárum gætti faðir minn
sauða frá Steinum í Borgarfirði vestra,
fylgdi þeim í haga og stóð yfir. Hetju-
sögur. sem hann sagði af forystu-
sauðunurri urðu mér ógleymanlegar.
Því varð ég fljótt upptekinn af hegðun
forystu-Gránu.
Fjárhúsin stóðu á hól í Vallanes-
túninu. Oft var þýft gljálendi á leið
fjárins í hagann. Grána fór á undan,
en rann ekki hratt. Pabbi stóð á hóln-
um, og benti henni á hvaða leið var
best að rekja. Hvernig hún GAT
FYLGST með bendingum hans, er
mér hulin ráðgáta. En kæmi fyrir að
pabbi kallaði til hennar nam hún
staðar og leit til baka. Þá var gefið
mál, að hún þurfti að taka á sig stóran
krók. En hvorki brást henni skilningur
né hlýðni.
Annar þáttur í frásögn minni af
Gránu er tengdur sláturfjárrekstrum
til Reyðarfjarðar. Meðan Grímsá var
óbrúuð, var það hlutverk Gránu að
fara fyrir fé Vallanesbænda austur
yfir ána. Hinir bændurnir áttu gott
forystufé. En Grána var eina forystu-
kindin, sem lét svo vel að stjórn, að
alla fyrirhöfn sparaði. Stundum var
grunnt á vaðinu, þar sem féð var rekið
yfir. Grána rann alltaf þá leið, sem til
var ætlast. Ef hópurinn slitnaði, kom
Grána til baka ótilkvödd og sótti féð,
sem eftir stóð. Ég man ekki til, að til
hennar þyrfti að kalla. Sama má um
segja, þegar svo við bar, að ófært var
talið að reka yfir á vaðinu, en féð
sundlagt, þar sem straums gætti lítið.
Þriðji þáttur Gránuminninga verð-
ur um veðurskyn hennar. Væri góð-
viðri framundan, stóð hún fram við
dyr, þegar hleypt var út, en innst í kró,
væri óveður í aðsigi. Slík hegðun for-
ystufjár er alkunn. Nú kemur að því
að lýsa hvað gerðist, þegar pabbi hélt
að Grána væri helsjúk. Blíðviðri var,
en Grána fékkst ekki út. Hún stóð
hnípin innst í kró og mjakaðist ekki,
þótt við henni væri stuggað. Pabbi rak
féð austur á Grímsárbakka. Tvær
léttrækar dætur Gránu, sem ætíð
fylgdu henni fast, runnu nú á undan.
Þegar pabbi kom heim frá rekstrin-
um, snéri hann sér beint að því að
vitja um Gránu. En um leið og hann
opnaði fjárhúshurðina rauk Grána út
og hélt spretti í slóð hjarðarinnar. Það
glaðnaði yfir pabba vegna svo skjóts
bata hjá Gránu. Um þetta var rætt í
eldhúsinu meðan pabbi sat þar, og
fékk sér kaffisopa. En ekki hafði hann
lokið úr bollanum, þegar á var skollin
norðvestan stórhríð. Hann bjó sig í
skyndi út í slíkt veður, og hugðist
freista þess að ná fénu heim, eða
koma því í hlé við Bakkahúsatæftur.
Sú ferð varð ekki löng. Grána var
komin heim með allt féð, sem nú stóð
í skjóli við fjárhúsin.
Fleira vel ég mér ekki til frásagnar
um Gránu eina. Hér eftir koma niðjar
Heima er bezt 101