Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.1994, Blaðsíða 4
Agœtu lesendur. Varla verður því á móti mælt að við búum í verulegu áreitisþjóðfélagi í dag. Daginn út og daginn inn dynja á okkur stöðugar tilynningar og auglýsingar um þennan at- burðinn eða hinn, þessa vöruna eða hina, og oftar en ekki fylgir þessum tilkynningum og auglýsingum ýjun að því að án þessara atburða eða hluta sé okkur ómögu- legt að vera. Sjaldan hef ég reyndar orðið þess var að þeirri staðhæfingu fylgi nein nánari skýring á hvers vegna þetta allt sé okkur svona mikilvægt allt í einu eða hvað verði um okkur ef við kaupum það ekki. Stundum finnst manni næstum liggja í loftinu að við- komandi myndi sitja eftir eða lenda til hliðar í lífinu ef hann væri ekki stöðugt útbúinn því nýjasta og tískulegasta, sem markaðssetning hvers tíma á- kveður að sé nauðsynlegt. Og til eru þeir sem hugsa jafnvel þannig í raun og veru. Vöruframboð, baráttan um að selja og jafnframt krafan um veltuhraða, á sífellt þrengri mark- aði, gerir það að verkum að verslun fer tæplega lengur eftir eðlilegum lögmálum framboðs og eftirspumar. Svo sein eðlilegt er hlýtur markaður fyrir hverja vöru að mettast á einhverju stigi, miðað við eðlilega notkun og þörf. En kaupmennska nútímans sættir sig ekki við það eða lætur þar staðar numið. Alltaf er einhver fjöldi seljenda sem finnst þeir bera skarðan hlut frá borði og aðrir hafi í höndum sér of stóran bita af kökunni. Ef ekki verður nægilega við þeim hróflað, sem stærsta bitann hefur, þá er einfaldlega farið út í að baka nýja „mark- aðsköku.“ Þ.e.a.s. fram kemur ný vara, sem þú hafðir hingað til ekki vitað að þú þyrftir svo mjög á að halda og í gang fer herferð auglýsinga og kynninga þar sem hrein- lega er verið að heilaþvo neytandann og telja honum trú urn að þetta sé einmitt það sem hann hafi alltaf vantað. Gaman væri að vita hversu mikið af því, sem við höf- um í höndum og kringum okkur dags daglega á því herr- ans ári 1994, er tilkomið beinlínis vegna þess að okkur bráðvantaði það eða af þeirri ástæðu að við létum lokk- ast af ágengri auglýsingu, sem taldi okkur trú um það. með nægilega mörgum endurtekningum, að lífið yrði okkur Ijúfara og betra ef við keyptum það sem hún bauð upp á. Sem eitt lítið dæmi um það áreitisþjóðfélag, sem við búum við í dag, mætti nefna þann sið eins dagblaðsins hér á landi að bjóða þeim sem s.k. stærri afmæli eiga, þ.e. á heilunt tugum oftast nær, upp á að fá kynningu og umfjöllun um sig á síðum þess. í sjálfu sér er ekkert við það sem slíkt að athuga og ýmsir notfæra sér þetta og sjálfsagt hafa þeir sem til þekkja gaman af að lesa pistil- inn. En í þessu tilboði blaðsins er ákveðið áreiti fólgið, a.rn.k. fyrir þann sem ekki hefur áhuga á umfjölluninni. Maður skyldi ætla að fyrir hann væri nóg að rífa tilboðs- bréfið frá blaðinu, henda því í ruslakörfuna og þar með væri málið úr sögunni. En svo einfalt er það nú ekki. Hann verður að hafa samband við blaðið og afþakka boðið formlega. Ef hann gerir það ekki, eða gleymir hreinlega erindinu. þá birtist einfaldlega nafn hans á síð- um blaðsins, að honum algjörlega forspurðum og án þess að hann hafi nokkurn tíma óskað eftir því. Ekki má skilja orð mín þannig að þama sé um eitthvert stórmál að ræða í þessum tilfellum, því flestuni er þetta nú nokkuð létt í vasa, en þetta er engu að síður ágætt dæmi um það utanaðkomandi áreiti nú- tíma þjóðfélagsins sem færir sig stöðugt upp á skaftið. Nú get- urðu ekki lengur bara látið það „sem vind um eyrun þjóta,“ þú verður að bregðast við því, svo aðrir séu ekki með óbeinum hætti að hafa áhrif á það sem varðar einkaumhverfi þitt. Þú ert sem sagt, sem óbreyttur neytandi, smám saman að færast í hálfgerða varnarstöðu gagnvart tæknivæddu og hröðu neysluþjóðfélaginu. Svo kynni að fara að hluti af þínum daglegu önnum yrði farinn að fara í það að fylgj- ast með því að ekki sé verið að notfæra sér nafn þitt eða verðmæti einhvers staðar, af þeirri einföldu ástæðu að þögn þín gagnvart einhverju tilboði sé tekin sem sam- þykki. Gagnvart slíku þarf að sjálfsögðu að vera á verði og vonandi kemst þetta annars að nrörgu leyti ágæta neyslu- jijóðfélag okkar aldrei á það stig. En hraði þess er mikill, því það sem kann að vera í góðu gildi í dag er hreinlega orðið úrelt strax á morgun og það krefst þess nánast að þú spilir með á sama hraða. Nú fer í hönd hátíð, sem gjarnan hefur verið kölluð „friðarhátíð“ á góðum stundum. Það hygg ég að hún hafi svo sannarlega verið hér áður fyrr, eins og nokkuð vel má greina í frásögn Ingvars Björnssonar í þessu blaði um jólin eins og hann þekkti þau fyrir svo sem 50-60 árum. Auðvitað kann það að vera afstætt að bera saman beint jólin þá og jólin í dag. Þá, eins og nú, var það umhverfið og aðstæðurnar, sem réðu því hvernig andi jólanna ríkti í brjóstum fólks. En sumir spyrja sig gjarnan hvort jólin séu sannkölluð „friðarhátíð“ í dag. Kapphlaupið og hraðinn í kringum þau er orðinn slíkur að það liggur við að segja megi að andi þeirra sé tekinn að þynnast nokk- Framhald á hls. 40H tí* ItlaðUtopan unt 396 Heima er hest

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.